Loka þurfti fyrir vatn á Flateyri vegna aurskriðu

Flateyri.
Flateyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í gær vegna aurskriðu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar. 

Vatnið úr vatnsbólinu var mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar dugði það ekki til,“ segir í tilkynningunni en lagnirnar voru skolaðar út með tankbíl.

Uppúr hádegi í dag var vatn aftur komið á en loft er þó í lögnunum og vatnið enn ekki alveg tært. Öruggast er því að sjóða neysluvatnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert