Lítil sól á landinu næstu daga

Ekki útlit fyrir að það muni sjást mikið til sólar …
Ekki útlit fyrir að það muni sjást mikið til sólar á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að almennt muni sjást lítið til sólar á landinu öllu fram á miðvikudag. Það verður þó áfram milt og rólegt veður, en víðast skýjað. 

Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Það verður einhver rigning af og til, en voða lítið að frétta fram yfir helgi virðist vera.“

Bjart og fallegt á Norður- og Austurlandi

Líklegast mun eitthvað sjást til sólar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag, segir Birgir, en útlit er fyrir að á föstudaginn og um helgina verði suðvestanátt og áfram skýjað á suðvesturhorninu. 

Á sama tíma gerir Birgir ráð fyrir að það verði bjart og fallegt í veðri á Norður- og Austurlandi. „Sérstaklega á austanverðu landinu.“ 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert