Erlendir miðlar vekja athygli á íslenskum mistökum

Endurtalningin og endurröðun jöfnunarmanna samhliða því hafði meðal annars áhrif …
Endurtalningin og endurröðun jöfnunarmanna samhliða því hafði meðal annars áhrif á þessa frambjóðendur. Guðbrandur Einarsson (C) kemur inn í Suðurkjördæmi meðan Guðmundur Gunnarsson samflokksmaður hans í Norðvesturkjördæmi dettur út. Karl Gauti (M) dettur út í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson (S) kemur inn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Lenyu Rún Taha Karim (P) og Hólmfríður Árnadóttir (V) dettur út í Suðurkjördæmi. Samsett mynd

Helstu erlendu fjölmiðlar voru snöggir til að stökkva á fréttir um sögulegan meirihluta kvenna á þingi hérlendis eftir kosningarnar á laugardag og því að yngsti þingmaður í sögu Alþingis hefði náð kjöri. Þeir voru ekki síður snarir í snúningum að flytja fréttir af því að Íslendingar hefðu gert mistök. Það væri í raun ekkert sögulegt við niðurstöður kosninganna, fjöldi kvenna á þingi væri sá sami og árið 2016 og yngsti þingmaðurinn hefði í raun ekki náð kjöri. 

Lengi var út­lit fyr­ir að 33 kon­ur kæm­ust inn en eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi varð ljóst að þær yrðu aðeins 30. Endurtalningin leiddi einnig í ljós að Lenya Rún Taha Karim hefði ekki náð kjöri, enda fóru jöfnunarsætin á flakk þegar tölur í Norðvesturkjördæmi breyttust, þótt þær hefðu einungis breyst lítillega.

Rúanda, Kúba og Níkaragva á undan Íslandi

Ísland er gjarnan talið framarlega í jafnréttismálum en samt sem áður hafa konur aldrei verið fleiri en karlar á þingi hér á landi. Einungis þrjú lönd í heiminum, Rúanda, Kúba og Nígaragva, státa af kvenmeirihluta á sínum þingum en í Mexíkó og Sameinuðu arabísku furstadæmunum er þingsætunum skipt jafnt á milli kynjanna. 

Í Evrópu er staðan þannig að 47% þingmanna eru kvenkyns í Svíþjóð og 46% í Finnlandi. 

63 þingmenn sitja á Alþingi og eru 30 konur á meðal þeirra sem náðu kjöri í gær. Hlutfallið hér á landi er því það hæsta í Evrópu eða ríflega 47%.

Guardian og Reuters eru á meðal þeirra miðla sem taka málið fyrir. 

mbl.is