Páll: Flokkskipti Birgis „afskræming á lýðræðinu“

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokkskipti Birgis Þórarinssonar á Facebook-síðu sinni og segir að aðdragandann sé „afskræming á lýðræðinu“.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að Birg­ir hafi sagt skilið við Miðflokk­inn og gengið til liðs við þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í Silfrinu í dag sagði Jón Gunn­ars­son­, þing­maður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins væri sam­stiga í þeirri ákvörðun sinni að taka við Birgi. Páll skorar hins vegar á fyrrum félaga sína í þingflokki Sjálfstæðismanna að fagna komu Birgis í flokkinn hóflega.

mbl.is