Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Sorg sem hverfur aldrei

24.5. Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

Ná bata á nokkrum dögum?

2.12. Er hægt að lækna fólk af OCD eða þráhyggjuárátturöskun á fjórum dögum? Svo virðist vera því samkvæmt norskri meðferð sem hefur verið beitt á undanförnum fjórum árum hafa 70% þeirra sem hafa tekið þátt þar og á Íslandi náð bata. Meðferðin er niðurgreidd af ríkinu í Noregi en ekki hér á Íslandi. Meira »

Varar við hættum ávanabindandi lyfja

16.8. Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embætti landlæknis gefið út viðvörun um afleiðingar slíkra lyfja. „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verið bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir á vef landlæknis. Meira »

29 dauðsföll til rannsóknar

9.8. Fram í miðjan júní höfðu 29 dauðsföll þar sem grunur leikur á að lyf hafi komið við sögu komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Allt árið í fyrra voru málin 32 talsins. Meira »

Ég var orðinn gjörsamlega sturlaður“

8.7. „Þú getur dáið úr fikti,“ segir móðir ungs manns sem hefur verið án fíkniefna í á annað ár. Hann er einn af þeim heppnu, hann er á lífi. En það sem af er ári hafa um 20 dauðsföll verið til skoðunar hjá embætti landlæknis þar sem grunur leikur á að þau megi rekja til eitrunar. Meira »

Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

8.7. „Kvíði er tilfinning – ekki sjúkdómur – ekkert frekar en reiði, depurð eða ást,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur. Eina úrræðið sem allir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf getum við aukið enn frekar á vanda fólks, segir Steinunn. Meira »

Jöfnuður dregur úr kvíða ungmenna

10.6.2018 Félagsauður dregur úr einkennum kvíða og þunglyndis meðal unglinga en minni félagsauður útskýrir ekki tengsl tekjuójafnaðar við andlega heilsu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum doktorsverkefnis Arndísar Vilhjálmsdóttur. Meira »

Snýst um að lifa af

24.5.2018 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Lyf sem bjargar mannslífum

21.5.2018 Fimmtán lyfjatengd andlát eru til skoðunar hjá embætti landlæknis. Fólkið lést á fyrstu 79 dögum ársins, frá 1. janúar til 20. mars. Ópíóíðar (morfínskyld lyf) fundust í átta þeirra. Neyðarlyfið Naloxon getur komið í veg fyrir andlát ef það er gefið nægjanlega fljótt eftir ofskömmtun. Meira »

Álag og áföll eru hluti af lífinu

13.5.2018 Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík. Meira »

„Óhreinu börnin hennar Evu“

9.5.2018 Gráu svæðin á milli þess sem sveitarfélögin eiga annars vegar að sinna og ríkið hins vegar veldur því að kerfið er óskilvirkt og börn fá ekki þá þjónustu sem þau hafa þörf fyrir. Óhreinu börnin hennar Evu, börn með fjölþættan vanda sem enginn vill taka við. Meira »

Alvarlegt og vaxandi vandamál

8.5.2018 Andleg líðan ungmenna hefur versnað á undanförnum árum. Ragnar Guðgeirsson ráðgjafi hélt að tölur yfir tilraunir til sjálfskaða meðal unglingsstúlkna væri fjöldi þeirra sem hefðu reynt slíkt eða íhugað að skaða sig. Raunin er að 45% stúlkna hefur íhugað sjálfskaða og 28% hefur skaðað sig. Meira »

„Rómantísk kyrrð yfir dauðanum“

29.4.2018 Karlar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi glíma við sjálfsvígshugsanir en þær snúast oft um að finna frið og sleppa við ágengar hugsanir um ofbeldið. Í nýrri rannsókn kemur fram að meirihluti þeirra karla sem rætt var við hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvenna. Meira »

Óttast heróínfaraldur hér á landi

22.4.2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að leita að týndum börnum og bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meðal annars vegna neyslu vímuefna. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af aukinni neyslu vímuefna og óttast að hér verði heróínfaraldur eins og víða annars staðar í Evrópu. Meira »

Ekki fleiri en neyslan miklu meiri

10.4.2018 Ekkert bendir til þess að fleiri unglingar séu að prófa sig áfram í kannabisneyslu á Íslandi en áður en ungmennin sem neyta kannabis neyta þess margfalt oftar en áður. Á sama tíma fækkar þeim sem neyta áfengis og þau nota einnig minna af áfengi en áður. Meira »

Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

9.4.2018 Undanfarin ár hefur líf þeirra að miklu leyti snúist um að halda barninu sínu á lífi. Barnið glímir við fíkn og er fjölskyldan ein þeirra fjölmörgu sem hafa gengið á veggi í kerfinu. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt undanfarin þrjú ár. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

18.2.2018 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

18.2.2018 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

17.2.2018 Hann er rúmlega tvítugur og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Var með barnið á heilanum

17.2.2018 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

17.1.2018 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

17.1.2018 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

11.12.2017 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Börnin sem kerfið týndi

3.12.2017 Snemma í barnæsku var hann farinn að sýna erfiða hegðun, skapofsa, átti erfitt með fínhreyfingar, skilning, takmörk og tjáningu. Samt var hann glaðlyndur, opinn og félagslyndur. Nokkrum árum síðar var gleðin farin og reiðin tók völdin. Meira »

Við erum að tala um börnin okkar

3.12.2017 Hann er ljúfastur, alltaf ljúfastur allra, en þessi skipti sem hann missir stjórn á skapinu eru hrikalega erfið fyrir alla í fjölskyldunni. Hvort heldur sem það eru foreldrar, yngri eða eldri systkini. Hann er sautján ára og glímir við ADHD, lesblindu, þunglyndi og kvíðaraskanir. Meira »

Þjóðin greinda

2.12.2017 Hvergi í Evrópu er jafnhátt hlutfall barna skilgreint með sérþarfir eins og á Íslandi. Framkvæmdastjóri Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir segir að taka verði á þessu vandamáli. Þetta er meðal þess sem kom fram í alþjóðlegri úttekt sem kynnt var fyrr á árinu. Meira »

Líf heillar fjölskyldu í húfi

2.12.2017 Fleiri þúsund börn á Íslandi þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu vegna geðheilsuvanda að halda. Á hverju ári fæðast 100 til 200 börn sem þurfa á verulegum stuðningi að halda vegna geðræns vanda og eða þroskaskerðingar. Meira »

Flest afbrot tengd vímuefnaneyslu

2.10.2017 Rannsóknir benda til þess að á Íslandi séu 15-20 þúsund fullorðnir einstaklingar virkir kannabisneytendur. Um 40% fanga höfðu neytt fíkniefna daglega áður en þeir hófu afplánun. Flest afbrot sem framin eru á Íslandi tengjast vímuefnaneyslu. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu SÁÁ í morgun. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

20.8.2017 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Bíða marga mánuði eftir aðstoð

25.11.2015 Um 20% íslenskra barna glíma við geðræn vandamál og þetta er vandamál sem hefur verið þekkt áratugum saman. Samt vantar mikið upp á að þeim sé sinnt og það getur verið margra mánaða bið eftir sálfræðiaðstoð í skólum. Meira »