Árneshreppur

Óásættanleg innilokun í Árneshreppi

17.12. Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

13.12. Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

9.12. Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Verða að auglýsa deiliskipulag að nýju

5.11. Auglýsing á breytingum deiliskipulags vegna Hvalárvirkjunar sem birtist í Lögbirtingarblaðinu í síðasta mánuði, birtist tveimur dögum of seint og þurfti hreppsnefnd Árneshrepps því að taka málið fyrir að nýju. Oddviti Árneshrepps segir um mannleg mistök að ræða. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

17.8. Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

18.6. Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

Ekki ástæða til að ógilda kosningarnar

13.6. „Ekkert af því sem var í þessum kærum var talið þess efnis að það væri hægt að ógilda kosningarnar og það er meginatriðið að mínu mati,“ segir Eva Sveinbjörnsdóttir oddviti Árneshrepp, sem er sátt við að kjörnefnd hafi hafnað kröf­um um ógild­ingu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í hreppn­um. Meira »

Kosningakærum í Árneshreppi hafnað

13.6. Tveimur kærum sem bárust vegna sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi hefur verið hafnað. Kærurnar bárust sýslumanninum á Vestfjörðum eftir kosningar og hann skipaði þriggja manna kjörnefnd, sem hefur nú hafnað kröfum kærenda um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í hreppnum. Meira »

Athugasemdum um hæfi vísað á bug

11.6. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur brugðist við erindi Skipulagsstofnunar, þar sem hún var meðal annars beðin um að svara spurningum um hæfi fulltrúa í hreppsnefndinni, tilboð framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar um samfélagsverkefni í sveitarfélaginu og aðkomu Vesturverks að aðalskipulagsbreytingum. Meira »

Kæran hafi komið á óvart

5.6. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að kæra til sýslumannsins á Vestfjörðum vegna gildis kjörskrár í hreppsnefndarkosningunum í Árneshreppi á Ströndum hafi komið sér á óvart. Meira »

Kosningarnar í Árneshreppi kærðar

4.6. Kæra hefur borist sýslumanninum á Vestfjörðum vegna gildis kjörskrár í hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum.  Meira »

„Var nauðsynlegt vegna kosninganna“

30.5. Dæmi er um að Þjóðskrá hafi kallað til lögreglu til að sannreyna lögheimilisflutning ofbeldismanns inn á heimili konu án hennar vilja. Sviðsstjóri stofnunarinnar segir hins vegar að oft tefjist rannsókn slíkra mála þar sem lögreglan setji þau ekki í forgang. Meira »

Ofbeldismenn flytja lögheimili án afleiðinga

29.5. Starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir aðgerðum Þjóðskrár vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp á Ströndum. Hingað til hefur Þjóðskrá nefnilega haldið því fram að hún geti ekkert aðhafst er ofbeldismenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í algjörri óþökk þeirra. Meira »

Eva: „Þurfum að bretta upp ermar“

26.5. „Ég er náttúrlega mjög ánægð. Við höfum fengið áfram brautargengi og fengið fleiri góða til starfa,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, í samtali við blaðamann mbl.is í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Meira »

Virkjunarsinnar fylla hreppsnefnd

26.5. Það mátti heyra saumnál detta á meðan kjörstjórn í Árneshreppi taldi atkvæði í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Í hreppsnefnd voru kosnir fimm íbúar sem allir eru stuðningsmenn Hvalárvirkjunar sem fyrirhugað er að reisa á Ófeigsfjarðarheiði. Meira »

Óvenjugóð kjörsókn í Árneshreppi

26.5. Kjörfundi er lokið í Árneshreppi á Ströndum. Kosningaþátttaka var með besta móti eða 93,48% að því er formaður kjörstjórnar greindi blaðamanni mbl.is frá á kjörstaðnum í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

26.5. Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

25.5. Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

„Útkrotaðar“ kjörskrár í Árneshreppi

25.5. Hver eru tengsl einstakra manna við Árneshrepp og hversu lengi og í hvaða tilgangi dvelja þeir í hreppnum á hverju ári? Rætt var um stóran hluta íbúa fámennasta sveitarfélags landsins á hreppsnefndarfundi í gær sem óhætt er að segja að hafi verið gjörólíkur öllum sambærilegum fundum stjórnvalda nú í aðdraganda kosninga. Meira »

Fékk ekki póstana sem HS Orka sendi

25.5. Tölvupóstar, þar sem aðallögmaður HS Orku segir oddvita Árneshrepps að lögum samkvæmt sé sér ekki heimilt að veita sveitarfélaginu ráðgjöf, eru ekki meðal þeirra gagna sem oddviti Árneshrepps hefur afhent Pétri Húna Björnssyni, stjórnarmanni í Rjúkanda. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

24.5. HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

Var væntanlega að leiðbeina Evu

24.5. Ekkert er óeðlilegt við samskipti Vesturverks og oddvita Árneshrepps að mati Ásgeir Margeirssonar, stjórnarformanns Vesturverks, sem segir tillögu framkvæmdastjóra fyrirtækisins að bókun hreppsnefndar eingöngu vera setta fram í leiðbeiningarskyni. Meira »

Hrafn fékk leiðréttingu hjá Þjóðskrá

24.5. „Ég er kominn heim!“ segir Hrafn jökulsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um að lögheimili hans hafi verið flutt til Árneshrepps. Meira »

Búseta og lögheimili ekki einfalt mál

23.5. Þjóðskrá hefur komist að niðurstöðu í 15 af 18 tilkynningum um lögheimilisflutninga til Árneshrepps sem gerðar voru athugasemdir við. Dósent í stjórnsýslurétti segir reglur um lögheimili gera það að verkum að ekki sé klippt og skorið hvar einstaklingi ber að hafa skráð lögheimili. Meira »

Hrafn krefst leiðréttingar hjá Þjóðskrá

23.5. Hrafn Jökulsson hefur sent Þjóðskrá beiðni um að úrskurður stofnunarinnar um lögheimili hans verði endurskoðaður. „Ég vænti þess að málið fái jafn skjóta meðferð og Þjóðskrá hefur unnið hin málin,“ segir Hrafn í samtali við mbl.is. Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

22.5. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

22.5. Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

22.5. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

21.5. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Birtir samskipti oddvita við Vesturverk

20.5. „Þetta er mun verra en ég átti von á,“ segir Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda, samtaka um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi, við mbl.is um samskipti Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins, við Vesturverk og HS Orku. Meira »