Árneshreppur

„Þeir eru að selja skortinn“

12.7. Andri Snær Magnason gagnrýnir harðlega framgöngu orkufyrirtækja og orkuflutningsfyrirtækja í opinberri eigu á netinu. Þar segir hann þau komin í „nýtt PR-átak“ sem eigi að sannfæra fólk um yfirvofandi orkuskort. Meira »

Verðmæti í húfi fyrir alla

9.7. Framkvæmdastjóri Landverndar segir ákvörðun um að kæra framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar hafa verið tekna um leið og leyfið hafi legið fyrir. Hún segir mikil verðmæti felast í óbyggðum Drangajökulsvíðerna og vonast til að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan kæran er til skoðunar. Meira »

Kæra framkvæmdaleyfi vegna virkjunar

9.7. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Meira »

Stangast á við öll önnur kort

8.7. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti hreppsnefndar Árneshrepps, segir að Drangavíkurkortið sem Sigurgeir Skúlason landfræðingur teiknaði að beiðni Sifjar Konráðsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra stangist á „við öll önnur kort af svæðinu“. Meira »

Vilja mastur á Vestfirði

30.6. VesturVerk hefur sótt um framkvæmdaleyfi til þess að setja upp allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur ásamt mælingarbúnaði við Eyrarfjall. Skipulags- og mannvirkjanefnd frestaði afgreiðslu erindisins. Meira »

Yfir 5 þúsund krefjast friðlýsingar

27.6. Fulltrúar Landverndar afhentu Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í dag undirskriftir 5.431 Íslendinga til stuðnings þess að friðlýsing Drangajökulsvíðerna verði hraðað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Umrætt svæði nær einnig til athafnasvæði Hvalárvirkjunar. Meira »

Minjastofnun stöðvaði framkvæmdir

27.6. Framkvæmdir Vesturverks hafa verið stöðvaðar tímabundið á Ófeigsfjarðarvegi á Ströndum.  Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

27.6. Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

25.6. VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

„Getur ekki selt það sem þú átt ekki“

24.6. Friðlýsing Drangavíkur á Ströndum væri arðbærari fyrir Árneshrepp og nágrenni en fyrirhuguð virkjun Hvalár sem sveitafélagið veitti leyfi fyrir 12. júní. Þetta segir Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, en bæði Environice og Skipulagsstofa segja áhrif friðlýsingar mun jákvæðari en virkjunar. Meira »

Opnuðu nýja verslun í Árneshreppi

24.6. Verslun Verzlunarfjelags Árneshrepps á Ströndum var opnuð í dag af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fékk Verzlunarfjelagið verkefnastyrk á grundvelli byggðaráætlunar, en styrkir sem slíkir eru veittir til að efla verslun í strjálbýli. Meira »

„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin“

24.6. Landvernd segir kæru landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vera til marks um ófagleg vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og Árneshreppur hafa viðhaft í tengslum við Hvalárvirkjun. Eru lífeyrissjóðirnir hvattir til að grípa í taumana, en HS Orka er í eigu þeirra. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

24.6. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »

Mikilvægt að leyfisveitingar til virkjunar og raflína fari samhliða

14.6. Þrátt fyrir að grænt ljós hafi verið gefið á gefið á undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á enn eftir að ákveða hvernig línulagnir verða frá virkjuninni og sú framkvæmd á jafnframt eftir að fara í umhverfismat. Í lögum er ekki kveðið á um að samhliða leyfisveitingu til virkjunar þurfi að veita leyfi fyrir raflínum. Meira »

„Miklu meiri framkvæmdir en þarf“

13.6. „Þetta leyfi frá sveitarstjórn kemur okkur ekkert á óvart enda kemur þetta í beinu framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar, en hver viðbrögð okkar verða að öðru leyti getum við ekki sagt til um núna,“ segir Valgeir Benediktsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi í Árneshreppi. Meira »

„Bara verið að pissa á staurinn“

13.6. „Það er algjörlega ónauðsynlegt að fara í þessar framkvæmdir fyrir rannsóknir,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um þá ákvörðun sveit­ar­stjórnar Árnes­hrepps að samþykkja fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda við Hvalár­virkj­un. Meira »

„Erum himinlifandi yfir þessu“

13.6. „Við reynum að komast af stað jafn fljótt og við getum,“ segir Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í gær framkvæmdaleyfi fyrirtækisins fyrir fyrsta hluta virkjanaframkvæmda við Hvalárvirkjun. Meira »

Kossaflóð við búðarborðið í Norðurfirði

13.6. Kossar flögra um og fylla búðina í Árneshreppi á Ströndum. Við búðarborðið stendur verslunarstjórinn ungi, Árný Björk Björnsdóttir frá bænum Melum, og tekur á móti fyrstu kúnnunum þetta sumarið með geislandi brosi. Yfir hana rignir hamingjuóskum og hún svarar að bragði: „Já, sömuleiðis!“ Meira »

Grænt ljós á framkvæmd við Hvalárvirkjun

12.6. Sveitastjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í dag framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta virkjanaframkvæmda við Hvalárvirkjun. „Þetta er bara vegna rannsóknarvinnu,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Leyfið nær til framkvæmda við vegagerð, byggingu vinnubúða og jarðfræðirannsókna. Meira »

Telja tekjur standa undir tengingum

4.4. Tekjur Landsnets af því að flytja raforku frá Hvalárvirkjun munu standa undir framkvæmdum við fyrsta áfanga nýs tengipunktar frá Ísafjarðardjúpi að meginflutningskerfi raforku í Kollafirði. „Þetta verkefni eitt og sér er sjálfbært og mun ekki leiða til kostnaðarhækkunar,“ segir forstjóri Landsnets. Meira »

Spennustig mun stjórna lengd strengs

3.4. Spennustig mun stjórna því hvort hægt sé að leggja jarðstreng alla leið frá fyrirhugaðri Hvalárvirkjun og í tengipunkt sem áætlaður er í Ísafjarðardjúpi, um 45 kílómetra leið. Meira »

Óásættanleg innilokun í Árneshreppi

17.12. Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

13.12. Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

9.12. Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Verða að auglýsa deiliskipulag að nýju

5.11. Auglýsing á breytingum deiliskipulags vegna Hvalárvirkjunar sem birtist í Lögbirtingarblaðinu í síðasta mánuði, birtist tveimur dögum of seint og þurfti hreppsnefnd Árneshrepps því að taka málið fyrir að nýju. Oddviti Árneshrepps segir um mannleg mistök að ræða. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

17.8. Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

18.6.2018 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

Ekki ástæða til að ógilda kosningarnar

13.6.2018 „Ekkert af því sem var í þessum kærum var talið þess efnis að það væri hægt að ógilda kosningarnar og það er meginatriðið að mínu mati,“ segir Eva Sveinbjörnsdóttir oddviti Árneshrepp, sem er sátt við að kjörnefnd hafi hafnað kröf­um um ógild­ingu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í hreppn­um. Meira »

Kosningakærum í Árneshreppi hafnað

13.6.2018 Tveimur kærum sem bárust vegna sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi hefur verið hafnað. Kærurnar bárust sýslumanninum á Vestfjörðum eftir kosningar og hann skipaði þriggja manna kjörnefnd, sem hefur nú hafnað kröfum kærenda um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í hreppnum. Meira »

Athugasemdum um hæfi vísað á bug

11.6.2018 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur brugðist við erindi Skipulagsstofnunar, þar sem hún var meðal annars beðin um að svara spurningum um hæfi fulltrúa í hreppsnefndinni, tilboð framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar um samfélagsverkefni í sveitarfélaginu og aðkomu Vesturverks að aðalskipulagsbreytingum. Meira »