Árneshreppur

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

11:29 Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

„Útkrotaðar“ kjörskrár í Árneshreppi

Í gær, 13:30 Hver eru tengsl einstakra manna við Árneshrepp og hversu lengi og í hvaða tilgangi dvelja þeir í hreppnum á hverju ári? Rætt var um stóran hluta íbúa fámennasta sveitarfélags landsins á hreppsnefndarfundi í gær sem óhætt er að segja að hafi verið gjörólíkur öllum sambærilegum fundum stjórnvalda nú í aðdraganda kosninga. Meira »

Fékk ekki póstana sem HS Orka sendi

Í gær, 13:20 Tölvupóstar, þar sem aðallögmaður HS Orku segir oddvita Árneshrepps að lögum samkvæmt sé sér ekki heimilt að veita sveitarfélaginu ráðgjöf, eru ekki meðal þeirra gagna sem oddviti Árneshrepps hefur afhent Pétri Húna Björnssyni, stjórnarmanni í Rjúkanda. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

í fyrradag HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

Var væntanlega að leiðbeina Evu

í fyrradag Ekkert er óeðlilegt við samskipti Vesturverks og oddvita Árneshrepps að mati Ásgeir Margeirssonar, stjórnarformanns Vesturverks, sem segir tillögu framkvæmdastjóra fyrirtækisins að bókun hreppsnefndar eingöngu vera setta fram í leiðbeiningarskyni. Meira »

Hrafn fékk leiðréttingu hjá Þjóðskrá

24.5. „Ég er kominn heim!“ segir Hrafn jökulsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um að lögheimili hans hafi verið flutt til Árneshrepps. Meira »

Búseta og lögheimili ekki einfalt mál

23.5. Þjóðskrá hefur komist að niðurstöðu í 15 af 18 tilkynningum um lögheimilisflutninga til Árneshrepps sem gerðar voru athugasemdir við. Dósent í stjórnsýslurétti segir reglur um lögheimili gera það að verkum að ekki sé klippt og skorið hvar einstaklingi ber að hafa skráð lögheimili. Meira »

Hrafn krefst leiðréttingar hjá Þjóðskrá

23.5. Hrafn Jökulsson hefur sent Þjóðskrá beiðni um að úrskurður stofnunarinnar um lögheimili hans verði endurskoðaður. „Ég vænti þess að málið fái jafn skjóta meðferð og Þjóðskrá hefur unnið hin málin,“ segir Hrafn í samtali við mbl.is. Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

22.5. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

22.5. Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

22.5. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

21.5. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Birtir samskipti oddvita við Vesturverk

20.5. „Þetta er mun verra en ég átti von á,“ segir Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda, samtaka um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi, við mbl.is um samskipti Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins, við Vesturverk og HS Orku. Meira »

Funda um kjörskrána í næstu viku

18.5. Stefnt er að því að hreppsnefnd Árneshrepps komi saman á þriðjudag og taki afstöðu til niðurfellingar á lögheimilisskráningum fólks í hreppinn af hálfu Þjóðskrár Íslands. Nefndin samþykkti kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí nk. á miðvikudag með fyrirvara um niðurstöðu Þjóðskrár. Meira »

11 skráningar í Árneshrepp felldar niður

18.5. Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður ellefu af átján lögheimilisskráningum samkvæmt tilkynningum um flutninga í Árneshrepp á Ströndum sem gerðir voru á tímabilinu 24. apríl til 5. maí sl. Tilkynningar hafa verið sendar viðkomandi um ákvörðunina. Meira »

Telur ólíklegt að hróflað verði við virkjuninni

18.5. Núverandi oddviti Árneshrepps, sem er eindreginn stuðningsmaður Hvalárvirkunar, telur ólíklegt að ný hreppsnefnd, sem tekur til starfa eftir kosningar, geri breytingar á aðalskipulagi og hindri þannig að virkjunin verði að veruleika. Meira »

Kjörskrá samþykkt með fyrirvara

16.5. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti kjörskrá og undirritaði á fundi sínum síðdegis í dag vegna sveitarstjórnarkosninga í lok mánaðarins. Fyrirvari var þó gerður við hana í ljósi þess að Þjóðskrá Íslands athugar nú lögmæti lögheimilisflutninga í hreppinn. Meira »

Flutt í Árneshrepp af ýmsum ástæðum

16.5. Mbl.is hefur reynt að setja sig í samband við alla þá átján sem flutt hafa lögheimili sitt í Árneshrepp að undanförnu, en látið hefur verið að því liggja að um sé að ræða smölun inn á kjörskrá í sveitarfélaginu. Fimm manna hreppsnefnd mun taka ákvörðun um byggingu Hvalárvirkjunar. Meira »

Aðeins sveitarstjórn getur fengið lista

16.5. Kjörskrá í Árneshreppi verður lögð fram á hreppsnefndarfundi í dag en ólíklegt er að athugun Þjóðskrár Íslands á lögheimlisflutningum í hreppinn verði lokið fyrir fundinn. Hægt er að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Meira »

Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga

16.5. Vesturverk sem áformar virkjun Hvalár í Árneshreppi á Ströndum er í meirihlutaeigu Íslendinga og eru lífeyrissjóðir þar stórir aðilar. Meira »

„Þú átt að upplýsa okkur um þetta“

15.5. „Þú ert oddviti Árneshrepps, við erum hreppsnefndin. Þú átt að upplýsa okkur um þetta,“ sagði Hrefna Þorvaldsdóttir á fundi hreppsnefndar í dag þar sem tilurð og afhending minnisblaðs um lögheimilisflutninga voru meðal annars til umræðu. Meira »

Vesturverk greiddi alla reikningana

15.5. Oddviti Árneshrepps ætlar að endurgreiða Vesturverki reikninga lögmannsstofu sem fyrirtækið borgaði en ættu með réttu að greiðast af sveitarfélaginu. Varaoddvitinn vakti athygli á því á fundi í dag að allir reikningar Sóknar, vegna ýmissa starfa fyrir hreppinn, væru greiddir af Vesturverki. Meira »

Lögregla kannar búsetu í Árneshreppi

14.5. Lögregla hefur kannað búsetu á nokkrum lögheimilum í Árneshreppi í dag vegna lögheimilisflutninga sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Ein ástæða rannsóknarinnar er að lögheimilisbreytingarnar þóttu hlutfallslega miklar. Meira »

Háskólanemar sem fluttu lögheimili

14.5. Dætur Ólafs Valssonar, kaupfélagsstjóra í Árneshreppi, eru meðal þeirra sem fluttu lögheimili sitt í hreppinn nýverið. Þær eru báðar háskólanemar en samkvæmt lögum mega námsmenn hafa lögheimili í heimahögum, þótt þeir dvelji að jafnaði við nám annars staðar. Meira »

Föst búseta grundvöllur lögheimilis

11.5. Oft er meira um lögheimilisflutninga rétt fyrir kosningar en í öðrum árum og geta skýringarnar verið eðlilegar. „En þar sem þessir flutningar í Árneshrepp voru hlutfallslega mjög miklir þá ákváðum við að skoða þá nánar,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, staðgengill forstjóra Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fjölgar um fjóra í Árneshreppi

5.5. Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa í sveitarfélögum landsins á tímabilinu frá 1. desember til 15. apríl var í Árneshreppi eða um 9,8%. Íbúum í þessum fámennasta hreppi landsins fjölgaði um fjóra einstaklinga eða úr 41 í 45. Meira »

Ekki hróflað við fallegum svæðum

4.5. Ekki er verið að hrófla við neinum svæðum sem teljast falleg á því svæði þar sem Hvalárvirkjun á að rísa. Þetta sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, á opnum fundi um raforkumál á Vestfjörðum nú síðdegis. Meira »