Brynjar Karl

Brynjar Karl er 12 ára gamall einhverfur drengur sem hefur sett sér það markmið að byggja 6.33 metra langa lego eftirlíkingu af ólukkufleyinu Titanic. Verkefnið er einstakt á heimsvísu og hófust framkvæmdir síðsumars 2014.

Brynjar er heiðursborgari Tennessee

20.4. Brynjar Karl Birgisson, legómeistari, hefur verið útnefndur heiðursborgari Tennessee í Bandaríkjunum. Hann er staddur í ríkinu þar sem Titanic-líkanið hans verður til sýnis á Titanic-safninu í bænum Pigeon Forge næstu tvö árin. Meira »

Brynjar og Titanic á CNN

16.4. Smíði Titanic úr legókubbum tók 700 klukkustundir eða ellefu mánuði. Sá sem byggði það er ellefu ára gamall drengur frá Reykjavík. Á þessum orðum efst ítarleg grein CNN um Brynjar Karl Birgisson sem eins og allir Íslendingar vita smíðaði stærsta Titanic-líkan heims úr legókubbum. Meira »

Flytur endurbyggt Titantic vestur um haf

7.4.2017 Það gekk vel hjá Brynjari karli Birg­is­syni legó­meist­ara að setja saman Tit­anic-lík­an sitt fyrir framan áhorfendur á sýn­ing­unni Float­ing Bricks í mars í Hamborg. Hann segistheppinn að hafa verið umkringdur lego-nördum eins og honum sjálfum sem aðstoðuðu hann við að endurbyggja skipið. Meira »

„Ekki stoppa og ekki gefast upp“

25.2.2017 „Ekki stoppa og ekki gefast upp,“ segir Brynjar Karl Birgisson legómeistari um Tit­anic-lík­an sitt sem brotnaði og hann hyggst endurbyggja. Hann hlakkar til að byggja það að nýju fyr­ir fram­an ­gesti í Hamborg á sýningunni Float­ing Bricks 18. til 19. mars næstkomandi. Meira »

Titanic-líkan Brynjars brotnaði

24.2.2017 Brynjar Karl Birgisson segir að framhliðin á sex og hálfs metra líkani hans af skipinu Titanic úr legókubbum hafi brotnað. Hann ætlar að lagfæra það fyrir framan sýningargesti í Hamborg á aðeins fimm dögum. Meira »

Ekki svo hræðilegt að vera öðruvísi

8.9.2016 Einhverfa þarf ekki að vera neikvæður hlutur og hún getur verið gjöf, allt eftir því hvernig fólk lítur á hana, að sögn Brynjars Karls Birgissonar. Í erindi á TEDx-ráðstefnu í San Diego deildi hann með gestum hvernig hann fann sig í að smíða sex og hálfs metra langt líkan af Títanik úr legókubbum. Meira »

Brynjar Karl kom fram á TedxKids

17.4.2016 Brynjar Karl Birgisson, sem vakti athygli fyrir að smíða Titanic úr legókubbum, var sérstakur ræðumaður á ráðstefnunni TedxKids sem haldin var í Kaliforníu. Meira »

Brynjar talar við einhverf börn

22.10.2015 Legomeistarinn Brynjar Karl situr sjaldan með hendur í skauti og þessa dagana er hann ásamt móður sinni að gera netþætti um börn með einhverfu þar sem þau segja frá eigin reynslu og lýsa því hvernig líf með einhverfu er. Í vikunni heimsótti hann Snævar Örn sem er 9 ára einhverfur Kópavogsbúi. Meira »

Stór stund hjá Brynjari Karli

24.4.2015 Dagurinn í dag var stór dagur í lífi Brynjars Karls, legó-meistara, en nú var komið að því að sýna Titanic skipið sem hann hefur unnið að því að smíða síðastliðið ár. Þá gaf hann út bók um verkefnið og einhverfu ásamt því að taka við verðlaunum frá Einhverfusamtökunum, mbl.is fylgdist með í dag. Meira »

Sjáið Brynjar Karl á Discovery

23.2.2015 Saga Legómeistarans Brynjars Karls Birgissonar var á dögunum sýnd á sjónvarpsstöðinni Discovery í Kanada. Í innslaginu er rætt við Brynjar Karl um byggingu Titanic-skipsins sögufræga og hvað tekur við. Að hans sögn er það skemmtigarður úr Legó, þar sem skipið hefur stórt hlutverk. Meira »

Brynjar Karl flutti Titanic

9.2.2015 Legósnillingurinn Brynjar Karl sem hefur undanfarna 6 mánuði byggt eftirlíkingu af Titanic stóð í ströngu í dag þegar hann flutti skipið ofan af Höfða og niður í Smáralind. Ríflega 50 þúsund kubbar hafa verið notaðir í verkið, það tók því á taugarnar fyrir Brynjar Karl að fylgjast með flutningunum. Meira »

Fjallað um Brynjar Karl á Discovery

27.1.2015 Legómeistarinn Brynjar Karl Birgisson leggur þessa dagana lokahönd á sex metra langa legóeftirlíkingu af Titanic-skipinu sögufræga. Verkefni hans hefur vakið mikla athygli og langt út fyrir landsteinanna. Meðal annars mun bandaríska sjónvarpsstöðin Discovery Science fjalla um Brynjar Karl og smíðina. Meira »

Mamma bannar annað legóverkefni

12.1.2015 Legómeistarinn Brynjar Karl er nú á lokasprettinum við að klára byggingu á sex metra langri legóeftirlíkingu af Titanic-skipinu sögufræga, eftir að hafa gengið í gegnum ýmis áföll frá því að verkefnið hófst síðasta sumar. Hann á þó ekki von á að ráðast í annað eins verkefni í bráð. Meira »

Ríflega hálfnaður með Titanic

27.9.2014 Brynjar Karl Birgisson hefur undanfarnar vikur unnið að því að byggja líkan af farþegaskipinu Titanic úr Lego-kubbum. Skipið er alls 6,33 metrar á lengd og er Brynjar, sem er 11 ára einhverfur drengur, meira en hálfnaður með verkið. Meira »

Brynjar Karl hálfnaður með Titanic

10.8.2014 Sex metra löng Legó-eftirlíking af ólukkufleyinu Titanic er nú óðum að taka á sig mynd í vinnustofu hins ellefu ára gamla Brynjars Karls sem ver nú öllum sínum stundum í skipasmíðina. Hann er ánægður með hvernig verkinu miðar og segist vera aðeins meira en hálfnaður. Meira »

6 metra Legó-Titanic í fæðingu

14.7.2014 Þessa dagana er hinn 11 ára gamli Brynjar Karl að byggja stærsta skip sem byggt hefur verið með legókubbum í lagerhúsnæði á Krókhálsi. Hann býður öllum sem vilja að kíkja í heimsókn og fylgjast með. Skipið er eftirlíking af Titanic og verður sex metra langt. mbl.is kíkti á framkvæmdirnar. Meira »

Enginn lagt í slíkt verkefni áður

5.5.2014 Brynjar Karl er 11 ára gamall einhverfur drengur með háleit markmið, hann ætlar að verða fyrstur til að byggja ríflega 6 metra langa eftirlíkingu af hinu sögufræga Titanic. 56 þús. legókubba þarf í verkið en starfsmaður Legó var á landinu á dögunum og afhenti Brynjari kubba og veitti honum ráðgjöf. Meira »

LEGO-meistari vill byggja Titanic

11.3.2014 Brynjar Karl er 11 ára gamall einhverfur drengur sem dreymir um að heimsækja LEGO-verksmiðjurnar í Danmörku, en hann hyggur á smíði líkans af Titanic. Til þess þarf mörg hundruð þúsund kubba og í myndskeiði á YouTube biðlar Brynjar Karl til danska leikfangaframleiðandans að bjóða sér í heimsókn. Meira »