Chelsea Manning

Sautján nýjar ákærur á hendur Assange

23.5. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefði verið ákærður fyrir að brjóta gegn njósnalöggjöf Bandaríkjanna vegna birtingar á leynilegum hernaðar- og stjórnsýslugögnum, en ráðuneytið neitar því að Assange sé blaðamaður, samkvæmt frétt AFP um málið. Meira »

Vilja hneppa Assange í fimm ára fangelsi

11.4. Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á það að Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri WikiLeaks, verði hnepptur í allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið samsæri um tölvuinnbrot ásamt uppljóstraranum Chelsea Manning árið 2010. Meira »

Manning fangelsuð fyrir að neita að bera vitni

9.3. Wikileaks uppljóstrarinn Chelsea Manning var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að neita að bera vitni fyrir dómi í tengslum við rannsókn á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks. Sagði Manning dómaranum að hún muni sætta sig við úrskurð hans, en hún muni ekki bera vitni. Meira »

Þrjóturinn sem tilkynnti Manning látinn

17.3.2018 Hataðasti tölvuþrjótur í heimi, Adrian Lamo, sem tilkynnti Chelsea Manning til yfirvalda í Bandaríkjunum, er látinn aðeins 37 ára að aldri. Meira »

Manning vill á þing

14.1.2018 Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning, sem var fangelsuð fyrir að leka trúnaðargögnum um hernað Bandaríkjamanna í Írak árið 2010 á meðan hún gegndi herþjónustu í bandaríska hernum, hyggst nú bjóða sig fram til öldungadeildar bandaríska þingsins. Meira »

Hættir vegna Manning

15.9.2017 Michael Morell, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), hefur sagt upp stöðu sinni hjá Harvard vegna ráðningar Chelsea Manning til skólans. Meira »

„Ég fékk tækifæri“

9.6.2017 Bandaríski hermaðurinn Chelsea Manning sem sat í sjö ár í fang­elsi fyr­ir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010 þakkaði Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa mildað dóminn yfir henni. Meira »

Chelsea Manning: „Hér er ég!“

18.5.2017 Banda­ríski hermaður­inn Chel­sea Mann­ing hefur birt nýja ljósmynd af sér á Twitter í tilefni þess að hún var lát­in laus úr fang­elsi í gær eft­ir að hafa setið í sjö ár í fang­elsi fyr­ir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010. Meira »

Fagna manneskju sem fórnaði öllu

17.5.2017 Píratar hafa fagnað því í kvöld að í morgun var Chelsea Manning látin laus úr fangelsi eftir sjö ára afplánun. Hún var dæmd til fangavistar fyrir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010. Meira »

Píratar fagna frelsi Manning

17.5.2017 „Það eru stórkostleg tíðindi að Chelsea Manning verði frjáls kona í dag og mikil ástæða til að fagna því,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Manning laus úr fangelsi

17.5.2017 Bandaríski hermaðurinn Chelsea Manning hefur verið látin laus úr fangelsi í dag eftir að hafa setið í sjö ár í fangelsi fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum skjala í eigu bandarískra stjórnvalda til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks árið 2010. Meira »

Trump kallar Manning svikara

26.1.2017 Donald Trump, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta á föstudag, kallaði í dag uppljóstrarann Chelsea Manning svikara. Orðin lét Trump falla eftir að Manning sagði Obama hafa verið veikburða leiðtoga. Meira »

Miskunn fráfarandi forseta

18.1.2017 Barack Obama mildaði í gær dóm uppljóstrarans Chelsea Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Sitt sýnist hverjum um ákvörðunina en menn spyrja nú hvort Julian Assange stendur við gefið loforð og hvort fleiri verða náðaðir á morgun. Meira »

Assange ætlar að standa við loforðið

18.1.2017 Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, mun standa við orð sín og fallast á framsal til Bandaríkjanna eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti dóm Chelsea Manning. Meira »

Obama mildar dóminn yfir Manning

17.1.2017 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mildaði í dag dóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Fréttavefur BBC segir Manning nú verða látna lausa úr fangelsi 17. maí á þessu ári í stað þess að sitja inni til 2045. Meira »

Manning á stuttlista Obama?

11.1.2017 Fregnir herma að uppljóstrarinn Chelsea Manning sé á stuttlista Barack Obama Bandaríkjaforseta yfir einstaklinga sem hafa óskað eftir því að vera náðaðir. Manning hefur biðlað til forsetans um miskunn og segir þetta síðasta tækifæri sitt í langan tíma til að öðlast frelsi. Meira »

Önnur sjálfsvígstilraun Manning

5.11.2016 Chelsea Manning reyndi að fremja sjálfsvíg í síðasta mánuði á meðan hún var í einangrun eftir að hafa gert sjálfsvígstilraun í júlí síðastliðnum. Meira »

Chelsea Manning hætt í hungurverkfalli

14.9.2016 Chelsea Manning, bandaríski hermaðurinn sem var fangelsaður fyrir að leka gögnum Bandaríkjahers til WikiLeaks, hefur bundið endi á hungurverkfall sem hún hefur verið í síðan á föstudag. Hún segir að herinn hafi samþykkt að hún fari í kynleiðréttingaraðgerð. Meira »

Gæti verið refsað fyrir sjálfsvígstilraun

29.7.2016 Sjálfsvígstilraun Chelsea Manning gæti orðið til refsiþyngingar, en hún afplánar nú 35 ára dóm í herfangelsi, fyrir að hafa lekið stolnum gögnum til Wikileaks. Meira »

Flytja Manning í annað fangelsi

14.5.2014 Uppljóstrarinn og hermaðurinn Chelsea Manning verður hugsanlega flutt í annað fangelsi. Hún vill gangast undir hormónameðferð vegna kynleiðréttingar en getur það ekki í fangelsinu sem hún dvelur í núna. Meira »

Ósátt við þá ímynd sem dregin er upp

10.10.2013 Chelsea Manning er ósátt við þá mynd sem dregin er upp af henni í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manning, þeirri fyrstu sem birtist frá henni eftir að hún var sakfelld fyrir að hafa stolið gögnum frá bandarískum yfirvöldum og lekið þeim til WikiLeaks. Meira »

Gunnar Bragi berjist fyrir Manning

22.8.2013 Ungir jafnaðarmenn hvetja Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að berjast fyrir náðun uppljóstrarans Chelsea Manning, sem áður hét Bradley Manning, á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í ályktun. Meira »

Tugir sýna Manning stuðning

22.8.2013 Fjöldi fólks er viðstaddur stöðumótmæli sem Píratar efndu til fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan 17 í dag til stuðnings uppljóstrarans Chelsea Manning. Meira »

Bandaríkjamenn haldi sig fjarri

22.8.2013 Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hvetur bandaríska ríkisborgara til að halda sig fjarri sendiráðinu í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna Bradleys Mannings, sem dæmdur var í 35 ára fangelsi í gær fyrir að leka að hafa lekið leyniskjölum Bandaríkjastjórnar til Wikileaks. Meira »

Móðir Mannings var alkóhólisti

22.8.2013 Bradley Manning ólst upp hjá móður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða. Hún var dagdrykkjumanneskja og drakk líka á meðgöngu. Hálfsystir Mannings gaf raunalega lýsingu á heimilislífinu þegar hún bar vitni við réttarhöldin yfir Manning. Meira »

Manning segist vera kona

22.8.2013 „Ég er Chelsea Manning, ég er kona,“ segir í yfirlýsingu frá uppljóstraranum Bradley Manning sem í gær var dæmdur í 35 ára fangelsi. Hann segist hafa upplifað sig sem konu í líkama karlmanns frá barnæsku og að hann fari fram á hormónameðferð í fangelsinu. Meira »

Manning situr inni fyrir Ísland

21.8.2013 IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi lýsir yfir vonbrigðum yfir refsingu Bradley Manning og segir hann munu afplána hluta refsingarinnar fyrir Ísland, en Manning lak sem kunnugt er gögnum um milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. Meira »

Manning huggaði grátandi lögmenn

21.8.2013 Uppljóstrarinn Bradley Manning hélt ró sinni við réttarhöldin í dag þar sem hann var dæmdur til 35 ára fangelsisvistar og huggaði hann verjendur sína þegar þeir brotnuðu niður og fóru að gráta samkvæmt lögmanni hans. Meira »

Birgitta vonsvikin með dóminn

21.8.2013 Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist vera vonsvikin með lengd dóms Bradley Mannings. „Það er ótrúlega sárt að horfa upp á þá staðreynd að það hefur enginn annar verið dreginn til ábyrgðar fyrir þá stríðsglæpi sem Manning afhjúpaði, meðal annars í þessu myndbandi.“ Meira »

Manning dæmdur í 35 ára fangelsi

21.8.2013 Bradley Manning, sem ákærður var fyrir að hafa lekið 700 þúsund leynilegum skjölum til WikiLeaks var rétt í þessu dæmdur í 35 ára fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp af dómaranum Denise Lind í herstöðinni Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. Meira »