Chelsea Manning

„Ég fékk tækifæri“

9.6. Bandaríski hermaðurinn Chelsea Manning sem sat í sjö ár í fang­elsi fyr­ir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010 þakkaði Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa mildað dóminn yfir henni. Meira »

Manning vill á þing

14.1. Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning, sem var fangelsuð fyrir að leka trúnaðargögnum um hernað Bandaríkjamanna í Írak árið 2010 á meðan hún gegndi herþjónustu í bandaríska hernum, hyggst nú bjóða sig fram til öldungadeildar bandaríska þingsins. Meira »

Fagna manneskju sem fórnaði öllu

17.5. Píratar hafa fagnað því í kvöld að í morgun var Chelsea Manning látin laus úr fangelsi eftir sjö ára afplánun. Hún var dæmd til fangavistar fyrir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010. Meira »

Manning laus úr fangelsi

17.5. Bandaríski hermaðurinn Chelsea Manning hefur verið látin laus úr fangelsi í dag eftir að hafa setið í sjö ár í fangelsi fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum skjala í eigu bandarískra stjórnvalda til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks árið 2010. Meira »

Miskunn fráfarandi forseta

18.1. Barack Obama mildaði í gær dóm uppljóstrarans Chelsea Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Sitt sýnist hverjum um ákvörðunina en menn spyrja nú hvort Julian Assange stendur við gefið loforð og hvort fleiri verða náðaðir á morgun. Meira »

Obama mildar dóminn yfir Manning

17.1.2017 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mildaði í dag dóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Fréttavefur BBC segir Manning nú verða látna lausa úr fangelsi 17. maí á þessu ári í stað þess að sitja inni til 2045. Meira »

Önnur sjálfsvígstilraun Manning

5.11.2016 Chelsea Manning reyndi að fremja sjálfsvíg í síðasta mánuði á meðan hún var í einangrun eftir að hafa gert sjálfsvígstilraun í júlí síðastliðnum. Meira »

Gæti verið refsað fyrir sjálfsvígstilraun

29.7.2016 Sjálfsvígstilraun Chelsea Manning gæti orðið til refsiþyngingar, en hún afplánar nú 35 ára dóm í herfangelsi, fyrir að hafa lekið stolnum gögnum til Wikileaks. Meira »

Ósátt við þá ímynd sem dregin er upp

10.10.2013 Chelsea Manning er ósátt við þá mynd sem dregin er upp af henni í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manning, þeirri fyrstu sem birtist frá henni eftir að hún var sakfelld fyrir að hafa stolið gögnum frá bandarískum yfirvöldum og lekið þeim til WikiLeaks. Meira »

Tugir sýna Manning stuðning

22.8.2013 Fjöldi fólks er viðstaddur stöðumótmæli sem Píratar efndu til fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan 17 í dag til stuðnings uppljóstrarans Chelsea Manning. Meira »

Móðir Mannings var alkóhólisti

22.8.2013 Bradley Manning ólst upp hjá móður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða. Hún var dagdrykkjumanneskja og drakk líka á meðgöngu. Hálfsystir Mannings gaf raunalega lýsingu á heimilislífinu þegar hún bar vitni við réttarhöldin yfir Manning. Meira »

Manning situr inni fyrir Ísland

21.8.2013 IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi lýsir yfir vonbrigðum yfir refsingu Bradley Manning og segir hann munu afplána hluta refsingarinnar fyrir Ísland, en Manning lak sem kunnugt er gögnum um milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. Meira »

Birgitta vonsvikin með dóminn

21.8.2013 Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist vera vonsvikin með lengd dóms Bradley Mannings. „Það er ótrúlega sárt að horfa upp á þá staðreynd að það hefur enginn annar verið dreginn til ábyrgðar fyrir þá stríðsglæpi sem Manning afhjúpaði, meðal annars í þessu myndbandi.“ Meira »

Vilja Manning í 60 ára fangelsi

19.8.2013 Saksóknarar kröfðust þess í dag að bandaríski hermaðurinn Bradley Manning yrði dæmdur í það minnsta í 60 ára fangelsi fyrir að koma miklu magni leyniskjala í eigu Bandaríkjastjórnar í hendurnar á uppljóstrunarvefnum Wikileaks. Meira »

Assange segir Manning fullkominn uppljóstrara

31.7.2013 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segir Bradley Manning sem í gær var dæmdur fyrir að leka trúnaðarupplýsingum Bandaríkjahers til Wikileaks, vera hinn fullkomna uppljóstrara. Meira »

Hættir vegna Manning

15.9. Michael Morell, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), hefur sagt upp stöðu sinni hjá Harvard vegna ráðningar Chelsea Manning til skólans. Meira »

Chelsea Manning: „Hér er ég!“

18.5. Banda­ríski hermaður­inn Chel­sea Mann­ing hefur birt nýja ljósmynd af sér á Twitter í tilefni þess að hún var lát­in laus úr fang­elsi í gær eft­ir að hafa setið í sjö ár í fang­elsi fyr­ir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010. Meira »

Píratar fagna frelsi Manning

17.5. „Það eru stórkostleg tíðindi að Chelsea Manning verði frjáls kona í dag og mikil ástæða til að fagna því,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Trump kallar Manning svikara

26.1. Donald Trump, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta á föstudag, kallaði í dag uppljóstrarann Chelsea Manning svikara. Orðin lét Trump falla eftir að Manning sagði Obama hafa verið veikburða leiðtoga. Meira »

Assange ætlar að standa við loforðið

18.1. Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, mun standa við orð sín og fallast á framsal til Bandaríkjanna eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti dóm Chelsea Manning. Meira »

Manning á stuttlista Obama?

11.1.2017 Fregnir herma að uppljóstrarinn Chelsea Manning sé á stuttlista Barack Obama Bandaríkjaforseta yfir einstaklinga sem hafa óskað eftir því að vera náðaðir. Manning hefur biðlað til forsetans um miskunn og segir þetta síðasta tækifæri sitt í langan tíma til að öðlast frelsi. Meira »

Chelsea Manning hætt í hungurverkfalli

14.9.2016 Chelsea Manning, bandaríski hermaðurinn sem var fangelsaður fyrir að leka gögnum Bandaríkjahers til WikiLeaks, hefur bundið endi á hungurverkfall sem hún hefur verið í síðan á föstudag. Hún segir að herinn hafi samþykkt að hún fari í kynleiðréttingaraðgerð. Meira »

Flytja Manning í annað fangelsi

14.5.2014 Uppljóstrarinn og hermaðurinn Chelsea Manning verður hugsanlega flutt í annað fangelsi. Hún vill gangast undir hormónameðferð vegna kynleiðréttingar en getur það ekki í fangelsinu sem hún dvelur í núna. Meira »

Gunnar Bragi berjist fyrir Manning

22.8.2013 Ungir jafnaðarmenn hvetja Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að berjast fyrir náðun uppljóstrarans Chelsea Manning, sem áður hét Bradley Manning, á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í ályktun. Meira »

Bandaríkjamenn haldi sig fjarri

22.8.2013 Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hvetur bandaríska ríkisborgara til að halda sig fjarri sendiráðinu í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna Bradleys Mannings, sem dæmdur var í 35 ára fangelsi í gær fyrir að leka að hafa lekið leyniskjölum Bandaríkjastjórnar til Wikileaks. Meira »

Manning segist vera kona

22.8.2013 „Ég er Chelsea Manning, ég er kona,“ segir í yfirlýsingu frá uppljóstraranum Bradley Manning sem í gær var dæmdur í 35 ára fangelsi. Hann segist hafa upplifað sig sem konu í líkama karlmanns frá barnæsku og að hann fari fram á hormónameðferð í fangelsinu. Meira »

Manning huggaði grátandi lögmenn

21.8.2013 Uppljóstrarinn Bradley Manning hélt ró sinni við réttarhöldin í dag þar sem hann var dæmdur til 35 ára fangelsisvistar og huggaði hann verjendur sína þegar þeir brotnuðu niður og fóru að gráta samkvæmt lögmanni hans. Meira »

Manning dæmdur í 35 ára fangelsi

21.8.2013 Bradley Manning, sem ákærður var fyrir að hafa lekið 700 þúsund leynilegum skjölum til WikiLeaks var rétt í þessu dæmdur í 35 ára fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp af dómaranum Denise Lind í herstöðinni Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. Meira »

Manning biðst afsökunar

14.8.2013 Bandaríski hermaðurinn Bradley Manning baðst afsökunar fyrir herrétti í dag vegna uppljóstrana hans til WikiLeaks. „Mér þykir miður að gjörðir mínar særðu fólk og hafa sært Bandaríkin,“ sagði Manning við dómara í dag. Meira »

„Hann gerði heiminn aðeins betri“

30.7.2013 „Það er miklu fargi af mér létt að vita að þyngsti og furðulegasti liður ákærunnar hafi verið felldur brott,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, en Bradley Manning var í dag sýknaður af ákæru um að hafa aðstoðað óvini Bandaríkjanna. Hann var hins vegar fundinn sekur um 20 önnur ákæruatriði. Meira »