Dýraníð

Starfsemi Dalsmynnis stöðvuð

17.4. Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra.  Meira »

Hefur ekki áhyggjur af ímynd bænda

16.4. Formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson, segist ekki hafa áhyggjur af því að tilvik eins og hefur komið upp á Austurlandi hafi neikvæð áhrif á ímynd bænda. Hann telur sátt ríkja um störf Matvælastofnunar og segir tilvikið sýna að stofnunin sé að vinna sína vinnu. Meira »

Illa fóðraðar og vannærðar

16.4. Sauðfjárbóndi á Austurlandi hefur ekki fóðrað með reglubundnum hætti um 500 kindur sem eru á bænum. Dæmi eru um mikla vannæringu, en 58 kindur hafa þegar verið aflífaðar. Reksturinn sætir þvingunaraðgerðum til að koma fénu til bjargar segir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Meira »

58 vanfóðraðar kindur aflífaðar

16.4. Dýraheilbrigði Matvælastofnun hefur svipt sauðfjárbónda á Austurlandi hluta fjár hans. Féð var illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf. Alls 58 vanfóðraðar kindur voru aflífaðar í aðgerðum stofnunarinnar sl. föstudag Meira »

Hrossið var fellt

4.4. Hross með úr sér vaxna hófa, sem gekk úti við bæ í Skaftárhreppi, var fellt í gær. Dýraeftirlitsmaður MAST hafði samband við eiganda þess eftir að ábending barst fyrir páska. Var honum gert að snyrta hófa dýrsins þegar í stað eða fella það. Meira »

Hross með úr sér vaxna hófa

3.4. Eiganda útigangshross á bæ í Skaftárhreppi hefur verið gert að bæta umhirðu dýrsins, sem er með mikinn ofvöxt í hófum, ellegar aflífa það strax. Dýralæknir sem mbl.is ræddi við segir að af myndum að dæma þyki sér augljóst að hrossið þjáist þar sem fótastaða þess sé orðin kolröng. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

19.9. Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Lagðist niður og var barin með girðingastaur

25.4.2017 Brot bónda sem dró kú til dauða á eftir bíl sínum er ömurlegt að sögn Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis. Bóndinn slapp með áminningu. Í gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum segir að kýrin hafi lagst í tvígang og verið barin með girðingastaur eftir að hún náðist í kjölfar mikils eltingaleiks. Meira »

Engin lífsýni fundust í meintu dýraníðsmáli

13.3.2017 Hvorki fundust nothæf fingraför né lífsýni úr manneskju við rannsókn lögreglu á meintu kynferðislegu dýraníði á tveimur hryssum í hesthúsi í Garðabæ. Engar ábendingar hafa borist lögreglu sem gætu nýst frekar við rannsókn málsins sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs. Meira »

Enn beðið eftir niðurstöðu lífsýna

6.3.2017 Rannsókn lögreglu á meintu dýraníði þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á tveimur hryssum stendur enn yfir. Niðurstöður úr rannsókn á fingraförum sem fundust í hesthúsinu í Garðabæ, þar sem meint brot átti sér stað milli jóla og nýárs, liggja fyrir. Meira »

Enn hræddur í vondu veðri

24.1.2017 Tveir hvolpar sem fundust á Kjalarnesi við illan leik, kaldir, hraktir og vannærðir 15. desember braggast ágætlega. „Þetta fór mjög vel. Hvolparnir fengu fljótt nýja eigendur og öruggt heimili,“ segir Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, sem tók við hvolpunum. Meira »

Meint dýraníð í rannsókn

9.1.2017 Rannsókn lögreglu á meintu kynferðislegu dýraníði á hryssum í hesthúsi á Kjóavöllum í Garðabæ stendur enn yfir. Lögreglan vinnur úr gögnum og óvíst er hvenær rannsókn á málinu lýkur, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Meint dýraníð kært til lögreglu

4.1.2017 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta kynferðislega misnotkun á hrossum í hesthúsi á höfuðborgarsvæðinu um jólin. Ummerki á staðnum gáfu tilefni til að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum dýravelferðarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við dýr. Meira »

Krömdu björn til dauða

27.12.2016 Yfirvöld í Rússlandi kanna nú myndband sem vakið hefur mikla hneykslun sem sýnir hóp manna keyra ítrekað yfir skógarbjörn á jeppum í Síberíu. Í myndbandinu heyrist einn mannanna hrópa „Kremdu hann! Kremdu hann!“. Umhverfisráðherrann segir að fangelsa eigi menn fyrir dýraníð af þessu tagi. Meira »

Sea Shepherd-liði dæmdur fyrir dýraníð

28.11.2016 Dómstóll í Færeyjum hefur dæmt skipstjóra náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fyrir brot á dýraverndarlögum með því að hafa valdið hópi höfrunga „óþarfa þjáningum“. Samtökin telja dóminn sigur fyrir höfin því hann setji fordæmi sem nái yfir umdeild grindardráp Færeyinga. Meira »

Vísa meintu dýraníði til lögreglu

27.10.2016 Matvælastofnun hefur vísað til lögreglu máli þar sem grunur leikur á um illa meðferð á lambi við smölun í Hörgársveit í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Meira »

Þetta er grafalvarlegt

5.10.2016 „Ég hef áhyggjur af því að dýraníð viðgangist og að við séum ekki að ná utan um þetta vandamál,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Meira »

Engin vitni gefið sig fram

5.10.2016 Engin vitni hafa gefið sig fram vegna misþyrmingar á lambi við smölum sauðfjár í Öxnadal í Eyjafirði helgina 17.-18. september. Matvælastofnun óskaði eftir vitnum í gær en málið er í skoðun hjá stofnuninni. Meira »

Leita vitna að dýraníði

4.10.2016 Matvælastofnun óskar eftir vitnum að misþyrmingu á lambi við smölun sauðfjár í Öxnadal í Eyjafirði helgina 17-18. september 2016. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og leitar vitna að atvikinu. Talið er að fjöldi manns hafi verið viðstaddur þegar atvikið átti sér stað. Meira »

Fordæma allt dýraníð

4.10.2016 Landssamtök sauðfjárbænda fordæma allt dýraníð og meðferðin á lambinu sem lýst er í frétt mbl.is er til háborinnar skammar, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Meira »

Grunur um dýraníð í Hörgársveit

4.10.2016 Grunur er um dýraníð í Hörgárdal í síðasta mánuði er lambi var misþyrmt hrottalega við smalamennsku aðra helgina í september. Meira »