Fjárdráttur á Siglufirði

Fjárdráttur hjá Sparisjóðnum á Siglufirði

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

23.5. Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Mál gegn fjórum í sparisjóðsmáli felld niður

9.4. Mál gegn fjórum einstaklingum sem höfðu stöðu sakbornings í fjárdráttarmáli tengdu Sparisjóði Siglufjarðar hafa verið felld niður. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Enn er Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustóri sparisjóðsins og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, með stöðu sakbornings. Meira »

Skaðabótamálinu ekki frestað

22.3.2017 Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli vegna meints fjárdráttar hjá Sparisjóði Siglufjarðar sem kom upp árið 2015. Meira »

Fleiri handteknir í sparisjóðsmáli

1.12.2016 Í morgun voru tveir einstaklingar handteknir og fimm húsleitir framkvæmdar á Siglufirði vegna rannsóknar héraðssaksóknara á efnahagsbrotum í tengslum við Sparisjóð Siglufjarðar. Handtökurnar tengjast fyrra máli sjóðsins þar sem fyrrverandi bæjarfulltrúi var handtekinn vegna gruns um fjárdrátt. Meira »

Rannsaka ný tilvik í Siglufjarðarmáli

6.10.2016 Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti Magnúsar Jónassonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á Siglufirði og skrifstofustjóra AFLs Sparisjóðs á Siglufirði, er orðin umfangsmeiri en áður hafði verið áætlað eftir að ný tilvik bættust við rannsóknina. Meira »

Rannsókn á fjárdráttarmáli á lokastig

11.8.2016 Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er á lokastigum. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á fjárdrætti langt komin

20.6.2016 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er langt á veg komin. Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, er grunaður um fjárdrátt fyrir um 100 milljónir króna hjá bankanum. Meira »

Fjárdráttur á Siglufirði enn í rannsókn

8.1.2016 Fjárdráttur hjá Sparisjóði Siglufjarðar sem kom upp á síðasta ári er enn til rannsóknar. Málið fluttist yfir á embætti héraðssaksóknara um áramót þegar að embætti sérstaks saksóknara var lagt niður. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, fyrrum sérstaks saksóknara og nú héraðssaksóknara vinnur sami hópur að rannsókn málsins. Meira »

Fjárhæðin mun hærri en talið var

15.10.2015 Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, er grunaður um fjárdrátt fyrir um 100 milljónir króna hjá Sparisjóði Siglufjarðar og er það mun hærri fjárhæð en kært var fyrir. Meira »

Um umtalsverðar fjárhæðir að ræða

2.10.2015 Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er í fullum gangi. Um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða að sögn saksóknara og teygir málið sig yfir nokkurra ára tímabil. Tveir voru handteknir í tengslum við málið og er annar þeirra forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð. Meira »

Handteknir grunaðir um fjárdrátt

30.9.2015 Tvær handtökur voru gerðar í gær á Siglufirði af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara. Eru hinir handteknu grunaðir umfjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að handtökurnar hafi verið gerðar og að um sé að ræða „umtalsverðar upphæðir.“ Meira »