Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Klobuchar vill verða forseti

10.2. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður demókrata í Minnesota, tilkynnti í dag að hún muni sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins í embætti forseta Bandaríkjanna 2020. Meira »

Warren í framboð 2020

9.2. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren tilkynnti formlega í dag að hún mun sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins í embætti forseta Bandaríkjanna 2020. Þingmaðurinn frá Massachusetts er sagður leiðtogi vinstri væng flokksins, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters. Meira »

Booker býður sig fram til forseta

1.2. Demókratinn og öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér til embættis Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020 og hefur þar með bæst í sístækkandi flokk frambjóðenda Demókrataflokksins. Meira »

Milljarðamæringur gegn Trump?

28.1. Milljarðamæringurinn Howard Schultz íhugar bjóða sig fram gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári sem sjálfstæður frambjóðandi, en Schultz hefur til þessa stutt Demókrataflokkinn. Meira »

Hjólar kona í Trump?

27.1. Enda þótt ríflega 21 mánuður sé í forsetakosningar í Bandaríkjunum er baráttan löngu hafin, leynt og ljóst, og ófáir reiðubúnir að skora sitjandi forseta, Donald Trump, á hólm. Á báðum vængjum. Meira »

Harris í forsetaframboð 2020

21.1. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari Kaliforníu, hyggst gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og hefur þegar hafið kosningaherferð sína. Meira »

Gillibrand tilkynnir forsetaframboð

16.1. Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Kirsten Gillibrand, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Hún hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega auk þess sem hún hefur barist fyrir réttindum kvenna, þar á meðal í tengslum við #Metoo-hreyfinguna. Meira »

Castro býður sig fram til forseta

12.1. Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, ætlar að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Frá þessu greindi hann í dag og er hann annar demókratinn sem tilkynnir formlega um framboð á eftir John Delaney, fyrrverandi þingmanni. Meira »

Gabbard í framboð til forseta Bandaríkjanna

12.1. Tulsi Gabbard, þingmaður Hawaii, tilkynnti í viðtali á CNN í dag að hún mun gefa kost á sér í prófkjöri Demókrataflokksins vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 2020. Sagðist hún senda frá sér formlega tilkynningu í næstu viku. Meira »

Warren býður sig fram til forseta

31.12. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hefur tilkynnt um framboð sitt í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar vestanhafs árið 2020. Hún er þar með fyrsti nafnkunni stjórnmálamaðurinn til að tilkynna framboð sitt í forvalinu, en búist er við fjölda frambjóðenda úr röðum demókrata. Meira »