Gjaldeyrishöft

Coldrock fær ekki álit EFTA

10.1. Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að afla ætti álits EFTA-dómstólsins hvort maltneska félaginu Coldrock væri heimilt að ráðstafa tæplega 445 milljóna aflandskróna eign sinni í íslenskum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn hafði áður hafnað þeirri beiðni. Meira »

Keypti aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða

23.6.2017 Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónueignir í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna á genginu 137,5 krónur á evru en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Meira »

Engin útistandandi málarekstur

27.4.2017 Fjórir fjárfestingasjóðir sem fengu heimild Hæstaréttar í janúar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna. Meira »

Kaupa krónur fyrir evrur

4.4.2017 Seðlabanki Íslands býðst til þess að kaupa aflandskrónueignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru. Meira »

Krónan ekki heppileg til frambúðar

18.3.2017 Krónan er ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir Ísland til frambúðar. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Ummælin lét hann falla í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni á Stöð 2. Meira »

„Tel að stefnunni hafi verið fylgt“

16.3.2017 „Staðreyndin er sú að höftunum hefur verið aflétt og Íslendingar geta allir farið út á gengi dagsins á meðan aflandskrónureigendur fá að fara út en á hærra gengi,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is, inntur eftir viðbrögðum vegna gagnrýni. Meira »

Mikil veiking krónunnar ólíkleg

16.3.2017 Krónan hefur veikst lítillega í morgun eftir styrkingu í gær. Hrafn Steinarsson hjá Greiningardeild Arion banka telur ólíklegt að breytingar í kjölfar haftalosunar skapi mikinn þýsting á gengi krónunnar til veikingar. Meira »

Verður slegið meira af kröfunum?

16.3.2017 „Við hljótum að spyrja okkur, sem erum fyrst og fremst áhorfendur að þessu, hvað stjórnvöld ætli að gera næst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is. Meira »

Eins og fangarnir í teiknimyndunum

15.3.2017 „Þetta er það sem við var að búast þegar menn sjá að slíkar aðferðir bera árangur. Þegar menn láta undan þrýstingi og borga, ef svo má segja. Þá er það yfirleitt hvati fyrir þá sem beita þrýstingnum að ganga enn þá lengra og ná í enn þá meira. Þetta vekur spurninguna, hvar endar þetta?“ Meira »

Snýst allt um trúverðugleikann

15.3.2017 „Með því að leita samninga við þessa aflandskrónueigendur hafa stjórnvöld verið að senda kolröng skilaboð. Líkt og ég hef bent á áður. En ástæðan fyrir því er ekki endilega kjörin eða annað slíkt heldur fyrst og fremst sú staðreynd að ef orð og efndir fara ekki saman þá rýrnar trúverðugleikinn. Það er grundvallarvandinn.“ Meira »

Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu

15.3.2017 Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hefur hafnað tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum. Í samtali við Reuters bendir talskona Loomis á að markaðsgengi evru gagnvart íslensku krónunni sé 18% lægra en kaupgengið samkvæmt samningnum. Meira »

Ekki 100% trygging fyrir inngripum

15.3.2017 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ljóst að markaðurinn sé að leita að nýju jafnvægi í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. Þrátt fyrir að bankinn muni draga úr skammtímasveiflum megi markaðurinn ekki líta svo á að 100% trygging sé fyrir því að Seðlabankinn grípi inn í allar aðstæður. Meira »

Krónan styrkist lítillega

14.3.2017 Íslenska krónan hefur styrkst lítillega síðdegis en í upphafi dagsins veiktist hún aðeins. Þá veiktist hún einnig nokkuð í gær eftir mikla styrkingu á síðustu misserum. Gjaldeyrishöftin voru afnumin í dag og búast má við að aðgerðin hafi nokkur áhrif á gengi krónunnar. Meira »

Gagnrýna samráðsleysi

14.3.2017 Formenn og fulltrúar Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar gagnrýna verklag ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Segja þeir að ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann um val á nefndarmönnum. Meira »

Flaggaði í tilefni haftaleysis

14.3.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnaði „fyrsta haftalausa deginum“ með því að flagga íslenska fánanum á heimili sínu.  Meira »

Lítil breyting á krónunni

14.3.2017 Lítil breyting hefur orðið á gengi íslensku krónunnar í morgun en þó hefur hún veikst lítillega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrishöftum var aflétt í dag. Meira »

Enginn gerði fyrirvara við útboðið

14.3.2017 Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands gengust fjármagnseigendur sem tóku þátt í síðasta aflandskrónuútboði undir skilmála þess og voru engir fyrirvarar gerðir við það. Meira »

Auðvelt að vera vitur eftir á

13.3.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að það sé rétt sem fólk hafi bent á; það hefði verið hægt að kaupa af­l­andskrónu­eign­ir með ódýrari hætti í fyrra. „Menn hefðu orðið að vilja semja þá,“ segir Benedikt í samtali við mbl.is. Meira »

Minna gjaldeyriseftirlit

13.3.2017 Afnám gjaldeyrishafta mun hafa áhrif á starfsemi Seðlabanka Íslands en í samtali við Morgunblaðið segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki þurfi að framfylgja gjaldeyrisreglum þegar gjaldeyrishöft séu ekki við lýði. Meira »

Er fánadagur?

13.3.2017 „Nýrri ríkisstjórn finnst gjarnan að árið sé 0. Auðvitað hafa margir áfangar verið á þessari leið frá því að afnám hafta var lagt fram árið 2011. Menn deila um ýmsar aðgerðir sem lagðar voru fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Alþingi í dag. Meira »

Margir keyptu gjaldeyri í dag

13.3.2017 Ljóst er að sumir ætla að tryggja sig fyrir mögulegum gengisbreytingum á komandi misserum þar sem mikið hefur verið að gera í útibúum bankanna í dag og hefur þá verið meira um gjaldeyrisviðskipti en á venjulegum degi. Meira »

Bónusar í boði ríkisstjórnar Íslands

13.3.2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir að einhverjir eigi von á góðum bónusum þökk sé ríkisstjórn Íslands. Hann segir vogunarsjóði vera að græða umtalsverða fjármuni. Meira »

Töluverðar hækkanir í Kauphöllinni

13.3.2017 Markaðir virðast bregðast vel við fréttum af haftalosun en gengi flestra hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í morgun. Mest hafa hlutabréf Icelandair hækkað um tæp 3% í 168 milljóna króna veltu. Meira »

Ekki mikil breyting fyrir almenning

13.3.2017 Öll fjármagnshöft verða afnumin á morgun en dagurinn verður líklega frekar viðburðalítill fyrir almenning þar sem búið er að létta höftum upp að mjög háu hámarki. Áhrifanna gætir frekar á lengri tíma segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Styrking krónunnar ástæða verðmunarins

12.3.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir muninn á viðmiðunargengi í viðskiptum við aflandskrónueigendur nú og í júní í fyrra m.a. stafa af styrkingu krónunnar. Seðlabankinn hefur gert samkomulag við stærsta hluta eiganda aflandskróna á viðmiðunargenginu 137,5 krónur. Meira »

Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp

12.3.2017 Sigurður Hannesson, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi, er ánægður með það skref sem tekið var í dag um afnám hafta á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði. Það sé þó varhugavert að vogunarsjóðir hafi verið settir í fyrsta sæti, ekki almenningur. Meira »

„Special price for you,“ segir Sigmundur

12.3.2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tjáir sig um afnám fjármagnshafta á Facebook-síðu sinni í dag og segir stjórnvöld vera að leysa vogunarsjóði út með gjöfum. Meira »

Gjaldeyrisforðinn 800 milljarðar

12.3.2017 Ástæða þess að nú er unnt að ráðast í breytingar á reglum um gjaldeyrismál er að undanfarið ár hefur dregið mjög úr áhættu á greiðslujafnaðarójafnvægi sem getur haft í för með sér óstöðugleika í gengis- og peningamálum eða í fjármálakerfinu. Gjaldeyrisforðinn hefur aukist undanfarna mánuði og er nú 800 milljarðar króna. Meira »

Ásgeir, Ásdís og Illugi í verkefnisstjórn

12.3.2017 Þriggja manna verkefnisstjórn hefur verið skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Í henni eiga sæti dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Meira »

Samið við krónueigendur

12.3.2017 Seðlabanki Íslands hefur gert samkomulag við eigendur krónueigna. Í samkomulaginu felst að Seðlabankinn kaupir af þeim aflandskrónueignir að fjárhæð um 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Tæplega helmingur þeirra hefur játað tilboðinu. Meira »