Bónusar í boði ríkisstjórnar Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir að einhverjir eigi von á góðum bónusum þökk sé ríkisstjórn Íslands. Hann segir vogunarsjóði vera að græða umtalsverða fjármuni.

„Það gleymist stundum í umræðu um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestum tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins,“ skrifar Sigmundur á Facebook-síðu sína.

„Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna. Samkvæmt seðlabankanum nema aflandskrónur hátt í 200 milljörðum. Þar af snerist New York-díll stjórnvalda um 90 milljarða.“

„Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá. Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ skrifar Sigmundur.

Þá segir hann að ríkisstjórn sem hafi efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York, London og Reykjavík hljóti að geta endurnýjað lækningatæki, rétt hlut eldri borgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg og ljósleiðaravæðinguna.

Líkt og fram hefur komið hefur samhliða af­námi hafta á inn­lenda aðila verið samið við stærsta hluta eig­enda af­l­andskróna. Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri og er viðmiðun­ar­gengið í viðskipt­un­um 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag. 

Til­boð stjórn­valda til þess­ara vog­un­ar­sjóða í síðasta gjaldeyrisútboði í júní hljóðaði upp á 190 krón­ur fyr­ir evr­una. Tekur breytingin m.a. mið af sterkara gengi íslensku krónunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK