Guðmundar- og Geirfinnsmál

Guðjón stefnir ríkinu

11.7. Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sem sýknaður var af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur stefnt ríkinu til greiðslu bóta. Lögmaður hans vill ekki gefa upp hver bótakrafan er, en gera má ráð fyrir af fyrri yfirlýsingum að hún sé í kringum milljarð króna. Meira »

Sáttaviðræðum ekki formlega lokið

27.5. Forsætisráðuneytið hefur ekki fengið skilagrein frá sáttanefnd stjórnvalda sem skipuð var til að leiða sáttaviðræður við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

27.5. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir ríkið hafa slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu og aðstandenda þeirra. Segir hann að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »

Guðjón hafnaði bótatilboði

27.5. Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Meira »

Halla settur saksóknari í stað Sigríðar

20.5. Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hefur verið falið að taka afstöðu til þess hvort hefja beri lögreglurannsókn á grundvelli nýrra ábendinga um afdrif þeirra Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Meira »

Krefst milljarðs í miskabætur

12.5. Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar hefur krafist miskabóta upp á rúman milljarð króna vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.  Meira »

Íhugar dómstólaleiðina vegna bóta

10.5. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir ríkisstjórnina hafa fest sig í viðræðum og sáttaumleitunum við aðila málsins og aðstandendur þeirra. Hann útilokar ekki að leitað verði til dómstóla til að knýja fram bætur. Meira »

Slóð elskhuga gefi ekkert nýtt til kynna

14.4. Geirfinnsmálið verður í sama farvegi og áður nema nýjar upplýsingar komi fram sem réttlæti að málið verði tekið upp. Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Aðeins einu sinni talað við drenginn

14.4. Aðeins virðist hafa verið talað við Vilhjálm, elskhuga eiginkonu Geirfinns Einarssonar, í eitt skipti eftir hvarf Geirfinns á sínum tíma. Hann flutti svo úr landi. Meira »

Hví kólnaði slóð elskhugans?

13.4. „Í lögregluskýrslum kemur fram að eiginkona Geirfinns hafi haldið við annan mann þegar maður hennar hvarf. Þessi maður var aldrei skoðaður sérstaklega og ekki tekin af honum formleg skýrsla.“ Meira »

Lýsti sig vanhæfa

8.2. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er að eigin mati vanhæf til að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi rannsókn að nýju á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Meira »

Saksóknari fái 32 milljónir

10.12. Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna. Meira »

Kristrún formaður sáttanefndar

2.10. Forsætisráðherra hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 28. september skipað nefnd til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Kristrún Heimisdóttir er formaður nefndarinnar. Meira »

Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar

29.9. „Ég get ekki gert annað en að fagna þessu því ég hef verið þessar skoðunar áratugum saman,“ segir Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, sem var einn þeirra sem rannsökuðu hvarf Geirfinns Einarssonar, um sýknu Hæstaréttar í málinu. Meira »

Óþarfi að búa til tap úr sigrinum

28.9. „Það er alveg óþarfi að búa til eitthvert tap úr þessum sigri sem fólkið vann í gær. Þetta var sigur. Það var sýknað í málunum eins og kröfur stóðu til. Ég veit ekki af hverju þarf að snúa því upp í eitthvað annað,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristjáns Viðars Júlíussonar. Meira »

Skipa starfshóp vegna hugsanlegra bóta

28.9. Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir það sem gerist nú í framhaldi af sýknudómi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem kveðinn var upp í Hæstarétti í gær. Meira »

Katrín biðst afsökunar

28.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðið fyrrverandi sakborninga, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Meira »

Getur ekki unnið stærri sigur í dómsal

27.9. „Ég get sagt að þetta hafi ekki komið mér sérstaklega á óvart enda er niðurstaðan í samræmi við kröfurnar sem ég gerði,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson saksóknari eftir að allir dóm­felldu í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu voru sýknaðir í dag. Meira »

Vildi fá afstöðu til málsmeðferðarinnar

27.9. „Viðbrögð mín eru að sjálfsögðu að lýsa yfir ánægju fyrir hönd sakborninganna sem áður voru og nú eru lýstir sýknir saka og þar með saklausir,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »

Réttlæti ekki náð fyrir Erlu

27.9. „Við erum þrjú sem sitjum uppi með meinsæri, núna kæri ég niðurstöðu endurupptökunefndar því hún var í hæsta máta vafasöm,“ sagði Erla Bolladóttir eftir að dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

„Það þurfti þá undir græna torfu“

27.9. „Ég vildi fá að sjá það svart á hvítu á blaði, með opinberum stimpli, að þetta væri búið. Að það væri enginn hali, enginn hluti af málinu sem væri skilinn eftir eða einhverju bætt við. Reynslan hefur kennt mér það að taka ekki öllu sem gefnu,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir. Meira »

Eðlilegt að greiða leið fyrir bætur

27.9. Jón Magnússon, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar, viðurkennir að hafa verið með smá hnút í maganum þegar hann beið niðurstöðu dóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í dag, þrátt fyrir að hann hafi gert ráð fyrir sýknu. Málið hafi verið umfangsmikið og tekið á að fara í gegnum gögnin. Meira »

Allt lífið verið í skugga þessa máls

27.9. „Mér líður mjög vel, en það eru blendnar tilfinningar. Þetta er gleðidagur en jafnframt sorgardagur því hann er búinn að eyða 40 árum í þetta. Allt lífið hefur verið í skugga þessa máls hjá honum. Það er sorglegt,“ segir Klara Bragadóttir, kona Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »

Með málið í fanginu í mörg ár

27.9. „Nú vita allir sem ég vissi, að þetta var bara bull,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, eftir niðurstöðu Hæstaréttar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmáli í dag. Fimm dóm­ar­ar í Hæsta­rétti komust í dag að þeirri niður­stöðu að sýkna bæri sakborningana af öllum sakargiftum. Meira »

„Sýknaður maður er saklaus“

27.9. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, segist lýsa mikilli ánægju með niðurstöðu Hæstaréttar um sýknu fimm manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í dag. Meira »

Dómurinn: „Sýknaðir af sakargiftum“

27.9. Fimm dómarar í Hæstarétti komust í dag að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggva Rúnar Leifsson, Albert Klahn Skaftason og Guðjón Skarphéðinsson af sakargiftum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þá greiðist allur áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði, þar með talin laun verjenda, alls um 55 milljónir kr. Meira »

Mannorð Tryggva loksins verið hreinsað

27.9. „Mér líður ofsalega vel en ég er ofsalega fegin að þetta er búið,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, sem í dag var sýknaður af því að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Sævari Ciesielski. Meira »

„Með þessum dómi teljast þeir saklausir“

27.9. „Ég bjóst við sýknudómi og það vill svo ánægjulega til að það var niðurstaðan,“ sagði Oddgeir Einarsson, lögmaður fjölskyldu Sævars Ciesielski, eftir að sýknudómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var kveðinn upp fyrr í dag. Meira »

Allir sýknaðir í Geirfinnsmálinu

27.9. Allir dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti fyrr í mánuðinum voru í dag sýknaðir, 38 árum eftir að þeir voru sakfelldir af sama dómstóli, 44 árum eftir að meintir glæpir voru framdir. Meira »

Dómsuppkvaðningin - Myndskeið

27.9. Klukkan tvö í dag verður kveðinn upp dómur í endurupptökunni á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti. Gefið hefur leyfi til að mynda þegar dómsuppkvaðningin verður og sýnir mbl.is beint frá því. Meira »