Guðmundar- og Geirfinnsmál

„Látum vera sól í hjarta okkar“

14.9. „Það er sól úti, látum vera sól í hjarta okkar,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður Alberts Klahn Skaftasonar, við lok málflutnings síns í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem tekin var fyrir í Hæstarétti gær og í dag. Þessi setning fangar ágætlega andrúmsloftið í dómsalnum. Meira »

Að einhverju leyti eins og serimónía

14.9. „Á meðan Tryggvi lifði þá vildi hann ekki gera þetta. Hann sagði að það væri ekki tími en að einhvern tíma kæmi þetta. Þetta hefur verið mjög löng leið og við erum búin að vinna mikið í þessu,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar. Meira »

Taldi sig ekki að fullu kominn heim

14.9. „Skjólstæðingur minn taldi ekki að hann væri að fullu kominn heim fyrr nafns hann yrði hreinsað af dómi í málinu. Nú 43 árum frá því hann var handtekinn er hann loksins að koma heim með því vera sýknaður af sakaráburði. Dómstólar, eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök.“ Meira »

Mikilvægt að skilja við fortíð málsins

13.9. „Það er afar mikilvægt að í þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls, tekið verði á mistökum og þau viðurkennd,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, í málflutningi sínum við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Hæstarétti í dag. Meira »

„Vinda ofan af þessari skrípasögu“

13.9. „Núna, virðulegi Hæstiréttur, loksins gefst hinum virðulega rétti tækifæri til að vinda ofan af þessari skrípasögu sem hefur leitt þessar hörmungar yfir þessa einstaklinga,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Meira »

Drepur ekki mann þó að maður sé í Keflavík

13.9. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, byggir sýknukröfu sína að miklu leyti á niðurstöðum endurupptökunefndar, en málflutningur í endurupptökumáli fer fram í Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið krefst þess að allir dómfelldu verði sýknaðir af manndrápi. Meira »

Málflutningur hafinn í Hæstarétti

13.9. Davíð Þór Björg­vins­son, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í end­urupp­töku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hóf málflutning að hálfu ákæruvaldsins Í Hæstarétti rétt í þessu. Málið er óvenjulegt fyrir margar sakir en ekki síst fyrir það að ákæruvaldið krefst sýknu yfir þeim dæmdu. Meira »

Ákæruvald og verjendur krefjast sýknu

13.9. Blæbrigðamunur er á röksemdum ákæruvaldsins og verjenda fyrir sýknukröfu í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmáli sem tekin eru fyrir í Hæstarétti í dag. Það er ein helsta ástæðan fyrir því að munnlegur málflutningur fer fram, en bæði ákæruvaldið og verjendur krefjast sýknu í málinu. Meira »

Málflutningurinn tekur tvo daga

6.9. Endurupptaka svokallaðra Guðmundar- og Geirfinnsmála verður tekin fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Málflutningurinn hefst klukkan 9 fimmtudaginn 13. september og heldur áfram á sama tíma föstudaginn 14. september. Áætlað er að honum ljúki þann dag. Meira »

Málið tekið fyrir í september

23.5. „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

22.2. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

22.2. Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

21.2. Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

21.2. „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

21.2. „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

21.2. Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Gögn í Geirfinnsmáli í kassavís

22.12. Sendibíll flutti tugþúsundir skjala sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétt í dag er Davíð Þór Björgvinsson saksóknari skilaði ágripi sínum til réttarins vegna endurupptöku málsins. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

11.12. Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar fljótlega

22.11. Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður. Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

22.9.2017 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

23.8.2017 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Vonandi fyrir Hæstarétt í næstu viku

10.8.2017 Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer vonandi fyrir Hæstarétt á næstu dögum. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. „Þetta er að dragast af ástæðum sem eru utan míns umráðasviðs, en ég vona að þetta fari að ganga upp og að málið komist fyrir Hæstarétt sem fyrst,“ segir Davíð Þór. Meira »

Fer fyrir Hæstarétt á næstunni

1.6.2017 Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku, að sögn Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í málinu. Reiknað er með að málflutningur fari ekki fram í málinu fyrr en í vetur. Meira »

Mynd um Geirfinnsmálið í fullri lengd

23.5.2017 Tökur á leikinni kvikmynd í fullri lengd um Guðmundar- og Geirfinnsmálin hefjast á næsta ári, en á bak við myndina standa leikstjórinn Egill Örn Egilsson (Eagle Egilsson), framleiðendurnir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og tónlistarmaðurinn Damon Albarn sem mun semja tónlist fyrir myndina. Meira »

Fyrirköll tilbúin í Geirfinnsmáli

11.5.2017 Unnið er að því þessa dagana að fá lögmenn endurupptökubeiðenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum til að undirrita fyrirtökuna. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í málinu, sem vonast til að málið verði lagt fyrir Hæstarétt öðru hvoru megin við helgi. Meira »

Hræðist ekki gerð þátta um Geirfinn

6.5.2017 Baltasar Kormákur man ekki eftir því að hafa farið til Keflavíkur sem barn öðruvísi en að hugsa um hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Hann kynntist Sævari Ciesielski á börum bæjarins fyrir margt löngu. Sævar bað hann þá að leika sig ef til þess kæmi. Meira »

Sterk viðbrögð á heimsfrumsýningu

5.5.2017 „Við fengum svakalega fín og sterk viðbrögð við myndinni,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, um heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Out of thin air, sem var heimsfrumsýnd í Kanada. Spennandi verði að sjá viðbrögð Íslendinga er myndin verður sýnd á RÚV í haust. Meira »

Frumsýna myndina um Geirfinnsmál

29.4.2017 Heimildamyndin Out of thin air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin verður heimsfrumsýnd á stærstu heimildaþáttahátíð Kanada, HotDocs, á mánudag, 1. maí. Meira »

Framleiðir þætti um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

28.4.2017 Framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, RVK Studios, hefur samið við fyrirtækið Buccaneer Media um framleiðslu sjónvarpsþáttanna The Reykjavik Confessions sem munu fjalla um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Meira »

Geirfinnsmál fyrir Hæstarétt eftir páska

12.4.2017 Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum mun leggja málið fyrir Hæstarétt fljótlega eftir páska. Er það gert í framhaldi af því að endurupptökunefnd féllst í febrúar á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við mannshvarfsmálin tvö á áttunda áratugnum. Meira »