Gulvestungar mótmæla

Gulvestungar mótmæltu 10. helgina í röð

19.1. Tíndu helg­ina í röð fóru þúsund­ir manna íklædd­ir gul­um vest­um á göt­ur franskra borga til þess að mót­mæla háu eldsneytisverði og efna­hagsaðgerðum Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands. Meira »

Beittu táragasi á gulvestunga

12.1. Níundu helgina í röð hafa þúsundir manna íklæddir gulum vestum farið á götur franskra borga til þess að mótmæla efnahagsaðgerðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters segir frá því að lögreglan í París hafi í dag beitt táragasi og úðað vatni á mótmælendur. Meira »

Óttast ofbeldi í mótmælum helgarinnar

11.1. Yfirvöld í Frakklandi óttast að mótmæli gulvestunga þessa helgina verði enn fjölmennari og ofbeldisfyllri en mótmælin síðustu helgi. Viss þreyta virtist gera vart við sig hjá mótmælendum í lok árs, en þeir virðast nú vera að sækja í sig veðrið á ný. Meira »

Meirihluti hraðamyndavéla ónýtur

10.1. Mótmælendur í gulum vestum í Frakklandi hafa eyðilagt næstum 60% allra hraðamyndavéla í landinu samkvæmt innanríkisráðherra Frakklands, sem segir skemmdarverkin ógn við umferðaröryggi og stefni lífi fólks í hættu. Meira »

Grípa til aðgerða gegn mótmælendum

7.1. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, hefur greint frá áformum stjórnvalda um að banna þátttöku almennings í mótmælum sem ekki hefur verið gefið leyfi fyrir. Meira »

Horfist í augu við veruleikann

31.12. Frönsk stjórnvöld geta gert meira til þess að bæta líf almennra borgara í Frakklandi, sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti í áramótaávarpi sínu í kvöld í kjölfar ítrekaðra fjöldamótmæla í landinu undanfarnar vikur undir formerkjum gulu vestanna. Meira »

Reynt að flýta aðgerðum í Frakklandi

17.12. Franska ríkisstjórnin leggur allt kapp á að koma skattalækkunarfrumvarpi sem og hækkun lágmarkslauna í gegnum þingið sem fyrst. Með þessu vonast ríkisstjórnin til þess að mótmælum gulu vestanna ljúki. Meira »

Mótmælendum fækkar í Frakklandi

15.12. Hópar svo nefndra gulvestunga mótmæltu á götum Frakklands í dag, fimmtu helgina í röð, og höfðu tugþúsundir lögreglumanna verið kallaðir út kæmi til átaka og óeirða eins og hef­ur gerst undanfarnar helgar. Umtalsvert færri hafa hins vegar tekið þátt í mótmælunum þessa helgina. Meira »

Gulu vestin safnast saman í París

15.12. Fimmtu helgina í röð hafa mótmælendur, íklæddir gulum vestum, safnast saman í miðborg Parísar, höfuðborg Frakklands. Mörg þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út komi til átaka og óeirða eins og hefur gerst. Meira »

Hvetja mótmælendur til að halda að sér höndum

13.12. Franska ríkisstjórnin hvetur mótmælendur (svonefnda gulvestunga) til þess að stilla sig í mótmælum um helgina vegna mikils álags á lögreglu og her vegna hryðjuverkaárásar á jólamarkaði í Strassborg í vikunni. Meira »

Mótmælendur saka Macron um blekkingar

11.12. Mótmælendur, eða „gulu vestin“ svonefndu gáfu lítið fyrir loforð Emmanuel Macrons Frakklandsforseta í sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi. „Vitleysa“, „látalæti“ og „dropi í hafið“ voru meðal þeirra viðbragða sem AFP-fréttaveitan fékk hjá mótmælendum eftir ræðu Macrons. Aðrir töldu viðleitnina lofsverða. Meira »

Lofar launahækkunum og skattaívilnunum

10.12. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofar frönsku þjóðinni hækkun lágmarkslauna og skattaívilnunum í tilraun til þess að lægja mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans nú í kvöld Meira »

„Rógburður“ að Rússar kyndi undir mótmælum

10.12. Rússnesk stjórnvöld neita að eiga nokkurn þátt í að kynda undir mótmælaöldu „gulu vestanna“ svonefndu í Frakklandi. Greindi breska dagblaðið Times frá því á laugardag að rússneskir samfélagsmiðlareikningar hafi verið notaðir til að hvetja til aukins óróa í landinu. Meira »

Reynir að stilla til friðar

9.12. Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, mun ávarpa frönsku þjóðina á morgun í því skyni að reyna að stilla til friðar í landinu í kjölfar mótmælaöldu sem kennd er við „gulu vestin“. Hann mun kynna „áþreifanlegar“ aðgerðir en hækkun lágmarkslauna verður ekki ein af þeim. Meira »

„Láttu þjóðina okkar vera“

9.12. Frönsk stjórnvöld fóru fram á það í dag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann hætti að skipta sér af frönskum stjórnmálum eftir að forsetinn tjáði sig um mótmælin í Frakklandi á Twitter-síðu sinni og gagnrýndi loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Mótmælin hamfarir fyrir hagkerfið

9.12. Ofbeldi sem tengist mótmælum „gulu vestanna“ í Frakklandi eru eins og hamfarir fyrir efnahag landsins, segir franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire. Meira »

„Veðrið ömurlegt og ríkisstjórnin líka“

9.12. Mikið hreinsunarstarf beið starfsmanna Parísarborgar í morgun eftir að mótmælendur lentu í átökum við óeirðalögregluna í gærkvöldi og nótt. Um þúsund manns voru handteknir í gær. Meira »

„Gulu vestin“ mótmæla í Brussel

8.12. Mótmæli sem kennd eru við gul vesti fara ekki einungis fram í Frakklandi heldur líka Belgíu. Lögreglan í höfuðborginni Brussel þurfti að beita táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í dag. Um 400 manns voru handteknir. Meira »

Yfir 650 manns handteknir í París

8.12. Fjöldi þeirra sem franska lögreglan hefur handtekið í dag vegna enn einna mótmælanna sem skipulögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vestin“ er gríðarlegur. Síðustu fregnir herma að um 650 manns hafi verið handteknir frá því í morgun. Meira »

Hundruð handtekin í París

8.12. Franska lögreglan handtók í morgun 278 manns í París við upphaf enn einna mótmælanna í landinu sem skipulögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vestin“. Meira »

Mótmælin orðin að skrímsli

7.12. Mótmæli gegn stjórnvöldum í Frakklandi eru orðin að skrímsli segir Christphe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands. Segir BBC Castaner vara við því að „róttæk öfl“ kunni að lauma sér inn í skipulögð mótmæli „gulu vestanna“ svo nefndu nú um helgina. Meira »

Loka Eiffel-turninum vegna mótmæla

7.12. Eiffel-turninum og fleiri ferðamannastöðum í París verður lokað á morgun vegna ótta um að upp úr sjóði í mótmælum gulu vestanna svonefndu gegn frönskum stjórnvöldum. BBC segir 89.000 lögreglumenn verða á vakt víðs vegar um Frakkland og að brynvarðir bílar verði notaðir í höfuðborginni. Meira »

Hætt við skattahækkanir

4.12. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, muni í dag tilkynna um að hætt hafi verið við hækkanir á eldsneytissköttum en upphaf mótmælaöldunnar í landinu má rekja til skattahækkana. Meira »

Fékk sprengjubrot í sig og dó

3.12. Áttræð kona lést á sjúkrahúsi í Marseille í Frakklandi í dag eftir að hafa fengið í sig brot úr táragassprengju á laugardagskvöld þegar hækkun á eldsneytissköttum var mótmælt. Meira »

Neyðarfundur í París

2.12. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur boðað ráðherra í ríkisstjórninni á sinn fund síðar í dag og er um neyðarfund að ræða vegna mótmæla gegn ríkisstjórninni í París í gær. 133 slösuðust í mótmælunum en gríðarlegar skemmdir voru unnar á mannvirkjum og lausamunum víða um borgina. Meira »

Átök í miðborg Parísar

1.12. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem reyndu að brjótast yfir vegartálma sem komið var fyrir við Champs-Élysées breiðgötuna í morgun. Hundruð taka þátt í mótmælum í París í dag en upptök mótmælanna má rekja til reiði fyrir hækkun á eldsneytisskötum. Meira »

Kveiktu í tveimur lögreglubifreiðum

30.11. Óeirðalögregla beitti öflugum vatnsbyssum til þess að dreifa mótmælendum í Brussel, höfuðbirg Belgíu, í dag. Mótmælendurnir, sem klæðast gulum vestum, hentu grjóti í lögregluna og kveiktu í tveimur lögreglubifreiðum. Meira »

42 handteknir í mótmælum í París

24.11. 42 mótmælendur voru handteknir í óeirðum sem brutust út á Champs-Élysées-strætinu í miðborg Parísar í dag þar sem tugþúsundir manna komu saman til að mótmæla hækkun á eldsneytisverði auk fleiri stefnumála ríkisstjórnar Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Meira »

Beittu táragasi gegn mótmælendum í París

24.11. Lögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni til að dreifa hópi mótmælenda sem reyndu að komast innfyrir öryggisgirðingu sem lögreglan hafði reist við Champs-Elysees í París, höfuðborg Frakklands í dag. Meira »

Hvetur til samstöðu

19.11. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hvetur til þess að Frakkar og Þjóðverjar taki höndum saman um að styrkja stöðu Evrópu svo hægt sé að koma í veg fyrir ringulreið í heiminum. Á sama tíma tóku fleiri hundruð þúsund Frakkar í mótmælum sem beindust að hækkandi eldsneytisverði. Meira »