Jafnlaunavottun

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

25.3. Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Jafnlaunavottun rædd á BBC

21.5. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lögum um jafn­launa­vott­un sé ætlað að tryggja jöfn laun á Íslandi óháð kyni, kynferði eða uppruna. Í dag sé kynbundin launamunur 4,8% á Íslandi en rætt var við Katrínu um málið á BBC í dag. Meira »

Metnaður til forystu í jafnrétti

3.1.2018 „Það er gaman að sjá að alþjóðlegir fjölmiðlar fylgjast með að lögin eru að taka gildi. Við erum stolt af því að hafa komið málinu í gegn og enn spenntari að sjá hvernig því vindur fram,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um jafnlaunavottun sem hefur vakið athygli í erlendum miðlum. Meira »

Frumvarp um jafnlaunavottun

5.4.2017 Frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn, var lagt fram á Alþingi í gær. Meira »

Vilja sjá um innleiðinguna

11.3.2017 Alþýðusamband Íslands sendi í gær, fyrir hönd allra aðila á vinnumarkaði, bæði hinum almenna og opinbera, erindi til Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra þess efnis, að aðilar vinnumarkaðarins taki að sér innleiðingu jafnlaunavottunar með gerð kjarasamnings. Meira »

Guardian lofar jafnlaunavottun Íslands

8.3.2017 „Ef þú þurftir einhverja frekari ástæðu til að elska hina litlu en öflugu íslensku þjóð, er hér ein í viðbót: Ísland er nýorðið fyrsta ríki heimsins til að skylda fyrirtæki til að sanna að þau greiði jöfn laun óháð kyni, kynþætti, kynhneigð og þjóðerni.“ Meira »

„Bara öfgar og ofstæki í Galileo?“

3.3.2017 „Kannski voru það bara öfgar og ofstæki í Galileo að efast um á sínum tíma að jörðin væri miðpunktur sólkerfisins,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni. Meira »

„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur“

14.2.2017 Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, hefur ekki áhyggjur af því þó að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins segist ekki styðja fyrirhugað frum­varp Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, um jafn­launa­vott­un. Meira »

Kynbundinn launamunur sagður staðreynd

14.2.2017 Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfestir að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve mikill munurinn er. Þetta segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Bera ábyrgð á stjórnarfrumvörpum

14.2.2017 Félagsmálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að fyrirhugað frumvarp hans um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga á Alþingi þrátt fyrir að að minnsta kosti tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji það ekki. Þingflokkur sjálfstæðismanna beri ábyrgð á stuðningi við stjórnarfrumvörp. Meira »

Styður ekki jafnlaunavottun

13.2.2017 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að styðja fyrirhugað frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun. Óli Björn Kárason, þingmaður flokksins,hefur einnig lýst yfir sömu afstöðu. Meira »

Alltaf mælanlegur kynbundinn munur

13.2.2017 Þrátt fyrir mismunandi aðferðafræði og mismunandi tölulega útreikninga er svarið samt alltaf já, það er mælanlegur kynbundinn launamunur. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, en athygli vakti í síðustu viku að dómsmálaráðherra efaðist um tilvist kynbundins launamunar. Meira »

Hallar ekki bara á konur

11.2.2017 „Ég held alls ekki fram að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar. Hins vegar virðast ekki vera til nein áreiðanleg gögn sem sýna fram á slíkt með sannfærandi hætti,“ segir stærðfræðiprófessor. Meira »

Segir ummæli ráðherra ótæk

10.2.2017 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ótækt að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til, heldur að ástæða launamunar sé að konur verji meiri tíma með börnum sínum. Meira »

Dregur „kynbundinn“ launamun í efa

8.2.2017 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra dregur kynbundinn launamun í efa í grein sem hún skrifar í árshátíðarrit laganema við Háskóla Íslands. Í greininni vísar Sigríður til þess að launamunur í könnunum taki ekki mið af huglægum ómælanlegum þáttum. Meira »

SA leggjast gegn jafnlaunavottun

21.1.2017 Lítil hrifning er innan Samtaka atvinnulífsins (SA) á áformum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra um að lögbundið verði að öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn verði skylt að láta fara fram vottun samkvæmt jafnlaunastaðli á þriggja ára fresti. Meira »

Vottað á þriggja ára fresti

13.1.2017 Jafnlaunavottun í fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri, sem komið verður á með breytingum á jafnréttislögum og lögum um ársreikinga, er tímabundin ráðstöfun til þess að útrýma launamun milli kynjanna, segir Þorsteinn Víglundsson, nýr ráðherra félags- og jafnréttismála. Meira »

„Ágætur svo langt sem hann nær“

10.1.2017 „Eigum við ekki að segja að hann sé tiltölulega meinlaus,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hvað honum þyki um stjórnarsáttmála fyrirhugaðrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem kynnt verður formlega í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Meira »

Vilja eyða kynbundnum launamun

28.10.2016 Stjórnmálaflokkarnir eru samstíga um að vilja eyða kynbundnum launamun. Hins vegar eru talsvert skiptar skoðanir um það með hvaða hætti eigi að ná því markmiði og hvenær gera megi ráð fyrir að því verði náð. Meira »

Hyggjast útrýma launamun kynjanna

10.10.2016 Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðir sem ætlað er að útrýma óútskýrðum launamun kynjanna. Hefur flokkurinn samið frumvarp um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Meira »