Karlalandsliðið í fótbolta

Ísland og Pólland bæði fallin

15.10. Ísland tapaði fyrir Sviss í þriðja leik sínum í Þjóðadeild UEFA eins og ítarlega hefur verið fjallað um hér á mbl.is í kvöld. Ísland er þar með fallið úr A-deildinni og niður í B-deild. Meira »

„Byrjunin var stórslys“

15.10. Erik Hamrén var ekkert að skafa af hlutunum er hann ræddi við blaðamenn eftir 2:1-tapið gegn Sviss í kvöld, sér í lagi er hann ræddi um fyrsta leikinn undir hans stjórn þar sem niðurstaðan var 6:0 tap gegn Sviss ytra. Meira »

Shaqiri var ekki stressaður

15.10. „Það var mjög mikilvægt að ná í sigur, við vissum að það yrði erfitt að spila á þessum velli í þessum kulda á móti þessu liði og við erum mjög glaðir að fara heim með stigin þrjú,“ sagði Xherdan Shaqiri, sóknarmaður Liverpool og svissneska landsliðsins í fótbolta, við mbl.is eftir 2:1-sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Meira »

Söknum enn þá lykilmanna

15.10. „Það er aldrei jákvætt að lenda undir og sérstaklega ekki 2:0-undir. Sviss er með frábært lið og eftir að þeir komast yfir fóru þeir að halda boltanum og betur og þá varð þetta erfiðara fyrir okkur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, við mbl.is. Meira »

Auðvitað tek ég þetta á bakið á mér

15.10. Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var svekktur eftir 2:1-tap fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld. Sviss komst í 2:0, en íslenska liðið var hársbreidd frá því að jafna undir lokin. Meira »

Dýrmæt reynsla fyrir Sviss

15.10. „Ég þurfti að vera rólegur á hliðarlínunni og sýna öllum að við þyrftum að vera rólegir,“ sagði Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, á blaðamannafundi eftir 2:1 sigur Sviss á Íslandi í Þjóðadeild UEFA um kaflann undir lokin þar sem íslenska liðið pressaði stíft á Sviss að jafna metin. Meira »

Stutt í næsta sigurleik

15.10. Jóhann Berg Guðmundson, kantmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að það sé stutt í næsta sigurleik hjá liðinu, þrátt fyrir tap gegn Sviss í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Meira »

Geta haldið boltanum þangað til sólin sest

15.10. „Fyrsta markið breytir þessum leik algjörlega. Þú mátt ekki fá á þig fyrsta markið í svona leik því þeir geta haldið boltanum þangað til sólin sest. Þeir byrja að halda boltanum eftir markið og gera það vel,“ sagði Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir svekkjandi 2:1-tap fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld. Meira »

Slæmur kafli kostaði okkur leikinn

15.10. „Það er svekkjandi að hafa tapað þessum leik. Við vorum að spila vel, alveg þangað til við fáum fyrsta markið á okkur,“ sagði Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap liðsins gegn Sviss í Laugardalnum í kvöld í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA. Meira »

Fullt hægt að gera í þessum mörkum

15.10. Markmaðurinn Hannes Þór Halldórsson var vissulega svekktur eftir 2:1-tap fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Að mati Hannesar hefði verið átt að vera hægt að koma í veg fyrir mörk Svisslendinga. Meira »

Þurftu nokkrar mínútur í viðbót

15.10. „Ég er ósáttur með að tapa þessum leik. Við settum góða pressu á þá í seinni hálfleik og við áttum að fá eitthvað meira úr út þessum leik,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is á Laugardalsvelli í kvöld eftir 2:1-tap liðsins gegn Sviss í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA. Meira »

Skil ekkert í þessari keppni

15.10. „Við fengum færin og þetta voru frábær skot hjá okkur en annaðhvort var þetta varið eða fór rétt yfir. Þetta datt ekki með okkur í dag og það var klaufalegt að lenda 2:0-undir,“ sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap Íslands fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Meira »

Drulluleiðinlegt að tapa leikjum

15.10. „Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að jafna í lokin, en það voru hlutar af leiknum þar sem við vorum ekki nógu góðir og gott lið eins og Sviss refsar okkur,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 2:1-tap fyrir Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í kvöld. Meira »

Súr stemning í klefanum

15.10. „Það var súr stemning í klefanum eftir þennan leik. Við gáfum ekki mörg færi á okkur í þessum leik og þessi mörk sem þeir skora koma eftir mikið einbeitingarleysi af okkar hálfu,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap liðsins gegn Sviss. Meira »

„Ég vorkenni strákunum“

15.10. „Fyrstu 10 mínúturnar voru ekki alveg nógu góðar í fyrri hálfeik. Eftir það var hann góður. Þetta var jafn leikur en fyrsta markið er svo mikilvægt,” sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir 2:1-tapið gegn Sviss í þriðja leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Meira »

Lengsta bið Íslands í tæp 40 ár

15.10. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að horfa næstum 40 ár aftur í tímann til þess að finna jafn langa bið eftir sigri eins og nú. Tapið gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld þýðir það að Ísland hefur spilað 11 leiki án þess að vinna. Meira »

Þriðja tapið í Þjóðadeildinni

15.10. Biðin eftir sigri hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu lengist enn eftir 1:2 tap gegn Sviss í A-deild Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvellinum í kvöld. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjunum í keppninni, tveimur gegn Sviss og einum gegn Belgíu, og fellur niður í b-deild Þjóðadeildarinnar. Meira »

Byrjunarliðið gegn Sviss opinberað

15.10. Búið er að opinbera byrjunarliðið sem Erik Hamrén, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur stillt upp fyrir viðureign Íslands og Sviss sem hefst á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

15.10. Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

Samúel kemur inn vegna meiðsla

14.10. Samúel Kári Friðjónsson hefur verið kallaður úr U21-landsliðinu inn í A-landsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn við Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld. Meira »

Fullmargar neikvæðniraddir eftir tvo leiki

14.10. „Við spiluðum fínan leik og gerðum vel það sem við stöndum fyrir. Við vorum þéttir og við héldum boltanum betur og sýndum að það eru gæði í þessu liði á meðan við erum með boltann,“ sagði Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við mbl.is um vináttuleikinn við Frakka á fimmtudaginn var. Meira »

Þurfum að sanna að þetta hafi verið frávik

14.10. Hólmar Örn Eyjólfsson var ánægður með frammistöðu sína fyrir íslenska landsliðið í 2:2-jafnteflinu gegn Frökkum í vináttuleik ytra á fimmtudaginn var. Hólmar, sem oftast spilar sem miðvörður, spilaði vel í hægri bakverði í leiknum. Meira »

Höfum klárlega eitthvað til að svara fyrir

14.10. Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, spjallaði við mbl.is á hóteli landsliðsins um helgina. Hann segir það furðulega tilfinningu að vera svekktur eftir jafntefli við heimsmeistara Frakka á útivelli, en Ísland og Frakkland gerðu 2:2-jafntefli í vináttuleik á fimmtudaginn var. Meira »

Galopnum riðilinn ef við vinnum Sviss

13.10. „Leikurinn var flottur þótt við misstum þetta niður á seinustu mínútunum," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um 2:2-jafntefli íslenska liðsins gegn Frökkum ytra í vináttuleik á fimmtudaginn var. Ísland komst í 2:0, en Frakkar skoruðu tvö mörk undir lokin. Meira »

Völdu Gylfa Þór mann leiksins

12.10. Sjónvarpsstöðin Eurosport valdi Gylfa Þór Sigurðsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, mann leiksins þegar heimsmeistarar Frakka og Íslendingar gerðu 2:2 jafntefli í vináttuleik í Guingamp í gærkvöld. Meira »

Talsvert af miðum í boði

12.10. Að loknu jafntefli Íslands og Frakklands í Guingamp í gærkvöldi var enn töluvert af miðum enn í boði á leik Íslands og Sviss á Laugardalsvelli næsta mánudag. Meira »

„Fínasta frammistaða“

12.10. „Já já, við erum alveg sáttir með frammistöðuna og varnarleikinn á heildina litið þótt svekkjandi sé að fá á sig mörk í lokin. Þetta var æfingaleikur, og ekki eins og liðin hafi verið að spila upp á líf og dauða, en fínasta frammistaða hjá okkur, held ég,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið að loknum 2:2 jafnteflisleiknum í Frakklandi í gærkvöld en Gylfi er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Meira »

Guðlaugur Victor lék tognaður

12.10. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, lék meiddur síðustu mínúturnar gegn heimsmeisturum Frakklands í gærkvöld í 2:2-jafntefli liðanna í Guingamp. Meira »

Pogba var eitthvað að rífa í hann

11.10. Jóhann Berg Guðmundsson var sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í fótbolta í 2:2-jafnteflinu gegn heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra í kvöld. Ísland komst í 2:0 í leiknum og segir Jóhann þá svekkjandi að vinna ekki leikinn. Meira »

Gott að koma til baka eftir þessa hörmung

11.10. „Þetta var mjög fín frammistaða og það var svekkjandi að klára þetta ekki með sigri. Fyrir leik hefðum við tekið jafntefli á útivelli á móti Frakklandi,“ sagði bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í samtali við mbl.is eftir 2:2-jafnteflið við Frakka í vináttuleik ytra í kvöld. Meira »