Þjóðaröryggismál

Danir framselja meintan þjóðarmorðingja

12.12. Yfirvöld í Danmörku hafa framselt til Rúanda mann sem grunaður er um að hafa tekið þátt í þjóðarmorðinu á tútsum í landinu 1994. Frá þessu er greint á vef BBC, sem segir embætti saksóknara í Rúanda saka manninn, Wenceslas Twagirayezu, um að hafa hvatt til ofbeldis í þjóðarmorðunum í Rúanda 1994. Meira »

Vöktun hafsvæða við Ísland ábótavant

1.11. Styrkja þarf eftirlitsgetu Íslands á íslenskum hafsvæðum, en öflugt löggæslu- og öryggiseftirlit og vöktun hafsvæðisins eru forsendur fyrir verndun landsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Meira »

Undirbúa fleiri árásir í Evrópu

19.8.2017 Frá árinu 2003 hafa hátt í 740 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Evrópu. Þá hafa um 5.000 manns særst í árásum af þeim toga í álfunni. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

18.8.2017 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Verkefnum sérsveitar fjölgað hratt

18.6.2017 „Eins og staðan er í dag, „í meðallagi“, teljum við að fólk eigi bara að halda áfram sínu daglega lífi. Þetta er öryggisráðstöfun til þess að vera með stuttan viðbragðstíma,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Meira »

„Vorum með mjög sýnilega löggæslu“

17.6.2017 Hátíðarhöld á höfuðborgarsvæðinu hafa farið vel fram í dag og hafa störf lögreglu, sem var með sérstakan viðbúnað vegna hátíðarhaldanna, gengið hnökralaust fyrir sig að sögn yfirlögregluþjóns. Engar meiriháttar uppákomur hafa orðið í dag og hátíðarhöld farið vel fram. Meira »

Huga þarf vel að upplýsingagjöf

16.6.2017 Þingmaður VG telur að ræða þurfi betur hvar mörkin liggi á milli hlutverks almennrar lögreglu og sérsveitar. Þá hafa fulltrúar Pírata lagt til að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar. Samhljómur er um að huga þurfi vel að því hvernig almenningur sé upplýstur um löggæslumál. Meira »

„Það er mikið traust á lögreglunni“

16.6.2017 „Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með þingmönnum. Við skiptumst á skoðunum og áttum góðar samræður og það kom fram að það er mikið traust á lögreglunni,“ segir ríkislögreglustjóri. Meira »

„Ennþá friðsöm og örugg þjóð“

16.6.2017 „Það hefði verið mjög vel þegið ef ríkislögreglustjóri hefði upplýst okkur í borginni um það að sérsveitarmenn með byssur yrðu á staðnum,“ segir Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Meira »

Frétti af vopnaburði í fjölmiðlum

14.6.2017 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, frétti af því í gegnum fjölmiðla að lögreglumenn skyldu bera vopn á fjöldasamkomum í Reykjavík. Meira »

Megum „aldrei bjóða hættum heim“

14.6.2017 Vopnaðir íslenskir lögreglumenn þegar ástæða þykir til er ekkert nýtt. Þetta kemur fram í færslu sem Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, birtir á Facebook-síðu sinni í tilefni af umræðu um vopnaburð lögreglunnar þar sem fjölmenni hefur komið saman. Meira »

Myndi gagnast hryðjuverkamönnum best

14.6.2017 „Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði fyrir afdönkuðum sjónarmiðum af þessu tagi,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni vegna ummæla Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í gær. Meira »

Undrandi á vopnaburði lögreglu

13.6.2017 Borgarfulltrúi VG í Reykjavík kveðst undrandi yfir því að borgarfulltrúar heyri fyrst um aukinn vopnaburð lögreglunnar í fjölmiðlum. Meira »

Þingnefnd ræðir vopnaburð lögreglu

13.6.2017 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hefur orðið við beiðni Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna sem á sæti í nefndinni, og hyggst boða til fundar í nefndinni á föstudag til að ræða aukinn vopnaburð lögreglu. Meira »

Skoða að senda sérsveit á Þjóðhátíð

13.6.2017 Að sögn ríkislögreglustjóra er ekki er útilokað að sérsveitin verði til taks á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Auknar öryggisráðstafanir snúi þó einna helst að höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aðkoma sérsveitar metin hverju sinni

13.6.2017 Ríkislögreglustjóri segir nýlega atburði í nágrannalöndum, þar sem hryðjuverkamenn beina aðgerðum að borgurum, vera það sem kalli á vopnaburð sérsveitarmanna. Um tímabundnar ráðstafanir sé þó að ræða. Meira »

Vill sem minnstan vopnaburð

13.6.2017 „Mín skoðun er sú að við eigum auðvitað að halda í það að vera með sem minnstan vopnaburð hér á götum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Vill að almenningur sé upplýstur

12.6.2017 „Ég setti fram þau sjónarmið mín að almenningur sé upplýstur um það ef það verða breytingar á vopnaburði lögreglu í tengslum við fjölskylduhátíðir. Að mínu viti er það ákveðin breyting á ásýnd lögreglunnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir eftir fund í Þjóðaröryggisráðinu fyrr í dag. Meira »

„Stórir og þungir málaflokkar“

12.6.2017 „Við ræddum meðal annars netöryggismál og hryðjuverkaógn. Hlutverk ráðsins að að fara yfir þjóðaröryggisstefnuna eins og hún er samþykkt á Alþingi. Ráðið er nýstofnað og við erum að fikra okkur áfram í þessari vinnu en þetta eru stórir og þungir málaflokkar,“ segir forsætisráðherra eftir fund Þjóðaröryggisráðsins. Meira »

„Þurfum alltaf að vera á verði“

12.6.2017 „Við Íslendingar þurfum að bregðast við í öryggisvörnum og axla ábyrgð. Við þurfum alltaf að vera á verði,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eftir fund þjóðaröryggisráðsins sem kom saman í dag. Á fundinum var meðal annars rætt um mál sem tengjast öryggisvörnum landsins í nútíð og framtíð. Meira »

Vill fund vegna vopnaburðar lögreglu

12.6.2017 Fulltrúi Vinstri grænna í allsherjar- og menntamálanefnd hefur óskað eftir fundi í nefndinni í þessari viku til að ræða þróun löggæslumála í ljósi frétta um aukinn vopnaburð lögreglu. Meira »

Þjóðaröryggisráð fundar í Keflavík

12.6.2017 Þjóðaröryggisráð mun funda á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli klukkan 14:15 í dag. Dagskrá fundarins verður ekki kynnt fyrir fram. Meira »

120 lögreglumenn á vakt vegna leiksins

12.6.2017 Alls tóku um 120 lögreglumenn þátt í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í gærkvöld. Öflug gæsla verður einnig á leik íslenska kvennalandsliðsins á morgun. Meira »

Undirmönnuð vopnuð lögregla hættuleg

11.6.2017 „Ég held að það geti verið mjög hættulegt sýndaröryggi í því að fjölga vopnuðum lögreglumönnum, en ekki styrkja hina almennu löggæslu í landinu. Ég held að við séum á kolrangri leið,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um aukinn viðbúnað lögreglu. Meira »

Ræðir við ríkislögreglustjóra

11.6.2017 „Það er ráðist í þessar aðgerðir eftir greiningarvinnu embættis ríkislögreglustjóra. Eftir atburðina sem áttu sér stað í nágrannalöndum okkar fer sjálfkrafa ferli í gang hjá ríkislögreglustjóra þar sem metið er hvort grípa þurfi til viðbúnaðar,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Meira »

Aukin gæsla í dag og fram yfir leikinn

11.6.2017 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að lögreglan sé með aukinn viðbúnað vegna landsleiksins í dag óháð því að ógn vegna hryðjuverka hafi aukist í Evrópu. Segir hann að þess verði gætt að allt fari friðsamlega fram. Meira »

Sérsveitarmenn gættu litahlaupara

10.6.2017 Árvökulir litahlauparar hafa veitt því athygli að nokkrir sérsveitarmenn í fullum skrúða hafa staðið vaktina í miðborginni í dag, en þar fer fram hið svokallaða Litahlaup eða Color Run. Meira »

Segir framlag Íslands mikils metið

26.5.2017 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði í dag með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel. Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. Meira »

Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn

22.5.2017 Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn í dag en lög um það voru samþykkt á þingi í september á síðasta ári. „Við sjáum hér tækifæri til þess að skerpa boðleiðir, skilgreina verkaskiptingu enn betur og gera samstarfið enn skilvirkara.“ Þetta er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Meira »