Utanvegaakstur

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

25.9. Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Utanvegaakstur á Sprengisandi

13.9. Þýskir ferðamenn á stórum fjallabíl voru í gær stöðvaðir af landvörðum í Nýjadal vegna meints utanvegaaksturs frá Laugafelli niður að Nýjadal. Leiðsögumaður sem var samnátta ferðamönnunum í Laugafelli nóttina áður lét vita af förum utan vegar á löngum köflum og pössuðu förin við bílinn sem um ræðir. Meira »

Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

28.9.2015 Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu á bílaleigubílum um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum og ollu skemmdum. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn. Meira »

Ók utan vega í Landmannalaugum

31.8.2015 Erlendur ferðamaður var kærður fyrir utanvegaakstur í Landmannalaugum í vikunni. Honum var gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Meira »

Gáfu sig fram við lögreglu

18.8.2015 Skosku karlmennirnir sem ferðast hafa um hálendið á breyttum fjallatrukk hafa gefið sig fram við lögreglu eftir að lögreglan hóf rannsókn á akstri þeirra. Þeir sögðust meðal annars í færslu á Facebook hafa stolist 12 km leið upp á mitt Holuhraun. Meira »

Kanna utanvegaakstur hermanna

18.8.2015 Tveir skoskir karlmenn ferðast nú um hálendi Íslands á breyttum fjallatrukk. Þeir ætla að keyra upp á fimm íslensk eldfjöll í ágúst og hafa þeir státað sig á utanvegaakstri á vefsíðu sem þeir halda úti vegna ferðalagsins. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Mennirnir halda nú til Vestfjarða. Meira »

Sektaðir fyrir utanvegaakstur

6.8.2015 Tveir vélhjólamenn voru heldur fátækari þegar þeir yfirgáfu landið í morgun með Norrænu. Því þeim var gert að greiða sekt fyrir utanvegaakstur í Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

„Gróft dæmi um utanvegaakstur“

29.7.2015 René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir það vera jafn alvarlegt að keyra utan vegar í grónu landi og þegar ekið er utan vegar í svörtum sandi. Hvort tveggja er lögbrot sem valdið getur alvarlegu tjóni á viðkvæmri náttúru. Meira »

Láta ferðamenn laga til eftir sig

16.7.2015 Utanvegaakstur hefur aukist samhliða fjölgun ferðamanna um hálendið, en oftast er um að ræða bílstjóra sem keyra fram hjá pollum eða sköflum á vegunum eða þegar krækt er fyrir svokölluð þvottabretti. Fjallabak er engin undantekning þar á, en landverðir láta ferðamenn oft laga skemmdir til eftir sig. Meira »

Sektin getur orðið hálf milljón

14.7.2015 Það sem af er þessu ári hefur lögreglan á Suðurlandi fengið inn á sitt borð 15 mál sem varða utanvegaakstur. Algeng sekt fyrir slíkt brot er 50 þúsund en getur orðið allt að 500 þúsund. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, segir fólk á öllum gerðum bíla stunda þennan ósið. Meira »

Akstursgjald gegn utanvegaakstri

13.7.2015 Skipta ætti landinu upp í ökusvæði þar sem hálendið og viðkvæmir vegir væru eitt ökusvæði og láglendið annað ökusvæði. Með þessu væri hægt að krefjast þess að allir ökumenn á hálendinu kynntu sér reglur um utanvegaakstur og sækja aukna fjármuni með ökuleyfum til eftirlits og landvörslu á hálendinu. Meira »

Telja sárin lagast af sjálfu sér

8.7.2015 „Það þarf að stórauka fjármagn og fræðslu í þessum efnum. Það er það eina sem skilar árangri,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við mbl.is varðandi eftirlit með utanvegaakstri á hálendinu og víðar. Meira »

Stalst í Reynisfjöru og festi sig

22.6.2015 Ökumaður festi bíl sinn í Reynisfjöru seint á laugardagskvöld. Hann viðurkenndi aksturinn og sagðist hafa ekið niður í fjöruna til að taka ljósmyndir. Meira »

Stöðvaði jeppamanninn utan vegar

2.6.2015 „Ökumaðurinn brást illa við, hann taldi för í umhverfinu réttlæta sinn utanvegaakstur. Taldi af og frá að hann væri að vinna náttúruspjöll. Vefengdi sömuleiðis að ég gæti sem landeigandi nokkuð sagt eða gert. En brotið er skýrt og verknaðurinn verður kærður.“ Meira »

Sandurinn allur í hjólförum

11.12.2014 Umhverfisstofnun hefur birt myndir sem teknar voru af ummerkjum utanvegaaksturs við Kleifarvatn. Tökulið breska blaðsins The Sunday Times sem festi sig í sandinum við vatnið hafði ekki óskað eftir tilskildum leyfum til að fá að mynda í Reykjanesþjóðvangi. Meira »

Auglýsendur geti ekki firrt sig ábyrgð

14.9. Fjölmörg dæmi eru um utanvegaakstur í íslenskri náttúru og fer þeim fjölgandi frekar en hitt. Davíð Örvar Hansson, stöðvarstjóri hjá Umhverfisstofnun í Mývatnssveit, hefur vakið athygli á ábyrgð auglýsenda þegar kemur að utanvegaakstri í færslu á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Meira »

„Það skelfilegasta sem ég hef séð“

12.5. „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef séð,“ segir Aron Styrmir Sigurðsson í samtali við mbl.is en hann gekk fram á utanvegaslóða í Grindaskörðum á Reykjanesi en slóðin nær frá Dauðadölum, þverar Selvogsgötuna fyrir neðan skörðin og liggur síðan upp á Kristjánsdalahornið. Meira »

1 km för eftir utanvegaakstur

28.9.2015 Erlendir ferðamenn á tveimur jeppum sem óku utan vega í Landmannalaugum skildu eftir sig um eins kílómetra löng för í jarðveginum. Meira »

Hermennirnir brutu ekki af sér

19.8.2015 Skosku hermennirnir sem taldir voru hafa ekið utan vega hér á landi á ferðalagi sínu gáfu sig fram við lögreglu í gær og hefur lögregla einnig rætt við mennina í dag. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið. Meira »

Segjast ekki hafa brotið íslensk lög

18.8.2015 Skosku hermennirnir tveir, Matt­hew McHugh og Rhys Row­lands, segjast ekki hafa brotið íslensk lög á ferðum sínum um landið. Þetta kemur fram í færslu á vefsíðu vegna ferða þeirra. Síðan liggur þó niðri sem stendur eða hefur verið lokað. Meira »

Sluppu úr landi og engin sekt

6.8.2015 Frönsku ferðamennirnir sem staðnir voru að utanvegaakstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun í síðasta mánuði eru að líkindum farnir úr landi. Lögreglan náði ekki að hafa hendur í hári þeirra áður en fólkið hélt til síns heima og var ferðamönnunum því ekki gert að greiða sekt vegna athæfis síns. Meira »

„Fáránlegt að sjá“

30.7.2015 Rannsókn lögreglu er hafin á utanvegaakstri sem átti sér stað skammt frá Vatnsfellsvirkjun á mánudagskvöld. Tveir franskir ferðamenn voru staðnir að verki, en annar þeirra hafði ekið jeppabifreið út af veginum og lék sér að því að spóla henni í hringi inn­an um viðkvæm­an gróður. Meira »

Utanvegaakstur náðist á mynd

28.7.2015 Tveir starfsmenn Landsvirkjunar urðu vitni að utanvegaakstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun um klukkan níu í gærkvöldi. Var þá karlmaður búinn að keyra jeppabifreið út af veginum og lék sér að því að spóla henni í hringi í viðkvæmri náttúrunni. Meira »

„Nágrannavarsla á hálendinu“

15.7.2015 Hugmyndir um 20 mínútna fræðslumyndband fyrir alla sem leigja bílaleigubíl eru óraunhæfar og óframkvæmanlegar. Þetta segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, en hann segir aukna fræðslu og „nágrannavörslu á hálendinu“ skynsamlegri lausnir til að vinna gegn utanvegaakstri. Meira »

Yfir 100 utanvegaakstursbrot á ári

14.7.2015 Með meiri fræðslu, skilvirkara kynningarefni og aukningu í samtali landvarða og ferðafólks hefur tekist að draga úr utanvegaakstri á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þrátt fyrir er gert ráð fyrir að á hverju ári séu yfir 100 atvik þar sem ferðamenn keyra utan vega. Meira »

Hjálpar að mynda utanvegaakstur

9.7.2015 „Þessi mál eru alltaf kærð til lögreglunnar en sönnunarbyrðin í þeim hefur gjarnan viljað vera erfið. Það hefur hins vegar reynst vel þegar fólk hefur til dæmis náð myndum af utanvegaakstri með myndavélum eða símunum sínum. Það hefur hjálpað mikið.“ Meira »

Grunur um utanvegaakstur

29.6.2015 För eftir ökutæki sáust við Rauðuskál, sem er norðaustan við Heklu, í hálendiseftirliti lögreglumanns á Hvolsvelli og Landhelgisgæslunnar á laugardag. Ábendingar höfðu borist um utanvegaakstur á svæðinu, en engin ökutæki voru hins vegar sjáanleg þegar flogið var yfir svæðið. Meira »

Festi bifreið í Lambhagatjörn

2.6.2015 Ökumaður varð uppvís að utanvegaakstri þegar hann festi bifreið sína í Lambhagatjörn í gærkvöld. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang kom í ljós að bifhjólum hafði einnig verið ekið utan vegar á þessu svæði. Meira »

Utanvegaakstur í hlíðum Hverfjalls

30.5.2015 Landverðir við eftirlit í Mývatnssveit komu að ljótum utanvegaakstri í hlíðum Hverfjalls eða Hverfells síðastliðinn fimmtudag. Athæfið verður ekki skrifað á holótta vegi. Meira »

Aksturinn litinn alvarlegum augum

11.12.2014 Lögfræðingar Umhverfisstofnunar hafa farið yfir myndband sem sýnir erlendan bílablaðamann við utanvegaakstur á Land Rover í friðlandinu við Kleifarvatn. Mat þeirra er að um utanvegaakstur sé að ræða og er málið litið alvarlegum augum. Undirbúa þeir beiðni til lögreglu um að rannsaka atvikið. Meira »