Utanvegaakstur

Ljót bílför á Landakotstúni

2.1. Bílför eru sjáanleg þvers og kruss um lóð kaþólsku kirkjunnar við Landakot. Miðað við ummerkin virðist sem þar hafi verið ekið verulega ógætilega á grasinu. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

12.11. Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »

Förin sjáanleg í marga áratugi

12.11. „Þetta er viðvarandi vandamál,“ segir Andrés Arnalds, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Úkraínskur ferðamaður spólaði um og spændi upp mosa á smájeppa sem hann leigði þegar hann var hér á landi í september. Meira »

Spólaði um í mosanum

9.11. Myndskeið sem erlendur ferðamaður setti inn á Instagram og YouTube-síður sínar sýnir hvernig hann, eða einhver annar í hans hópi, spólar um á smájeppa í mosa hér á landi. Málið hefur verið tilkynnt til Umhverfisstofnunar. Meira »

Frakkar sektaðir um 400 þúsund krónur

7.9. Fjórir franskir ferðamenn greiddu samtals 400 þúsund krónur í sekt eftir að hafa orðið uppvísir að utanvegaakstri á stórum torfæruferðamótorhjólum. Landspjöll urðu á um 1,3 kílómetra kafla meðfram vegi F910 frá Herðubreiðartöglum, suðaustur í átt að Upptyppingum, austan Öskju. Meira »

Íslenskur fararstjóri sektaður

23.8. Fjórir ökumenn greiddu samtals 1,4 milljónir króna í sekt á þriðjudag vegna utanvegaaksturs Jök­uls­ár­lón á Breiðamerk­urs­andi á sunnu­dag og í friðland­inu við Graf­ar­lönd á Öskju­leið á mánu­dag. Einn þeirra var íslenskur fararstjóri. Meira »

Sýnir einbeittan brotavilja ökumanna

22.8. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegaakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan,“ skrifa landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði á Facebook þar sem þeir deila myndbandi sem sýna förin eftir utanvegaakstur á Breiðamerkursandi. Meira »

„Flestir vita ekki að þeir valda skaða“

22.8. „Við verðum að hjálpast að, við þurfum markvisst að fræða alla ferðamenn um hina ungu, óhefluðu, sérstöku og viðkvæmu náttúru Íslands.“ Þetta skrifar landvörðurinn Anna Þorsteinsdóttir í löngum pistli á Facebook þar sem hún fjallar um utanvegaakstur ferðafólks. Meira »

Greiddu 1,4 milljónir í sekt

21.8. Hópur erlendra ferðamanna, sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á sunnudag og í friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið á mánudag, greiddi samtals 1,4 milljónir í sekt í dag. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

20.8. Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

15.8. Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Frakkarnir greiddu sektina í morgun

13.8. Þrír franskir ferðamenn sem gerðust sekir um utanvegaakstur á vegi F910 á svo­kallaðri aust­ur­leið inni á Möðru­dals­ör­æf­um á laugardag greiddu hver um sig 100 þúsund krónur í sekt í morgun. Meira »

Ferðamenn sekir um utanvegaakstur

12.8. Hópur ferðamanna frá Frakklandi gerðist sekur um utanvegaakstur á vegi F910 á svokallaðri austurleið inni á Möðrudalsöræfum um miðjan dag í gær. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

18.7. „Þau eru búin að vera að lenda í alls konar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingarfjöll. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

17.7. Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

„Þetta mun sjást í áratugi“

16.7. „Þetta mun sjást í áratugi,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum, um náttúruspjöllin sem urðu vegna utanvegaaksturs tveggja franskra ferðamanna, í samtali við mbl.is. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

16.7. Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

16.7. Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

15.7. Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

15.7. Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

25.9.2017 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Auglýsendur geti ekki firrt sig ábyrgð

14.9.2017 Fjölmörg dæmi eru um utanvegaakstur í íslenskri náttúru og fer þeim fjölgandi frekar en hitt. Davíð Örvar Hansson, stöðvarstjóri hjá Umhverfisstofnun í Mývatnssveit, hefur vakið athygli á ábyrgð auglýsenda þegar kemur að utanvegaakstri í færslu á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Meira »

Utanvegaakstur á Sprengisandi

13.9.2017 Þýskir ferðamenn á stórum fjallabíl voru í gær stöðvaðir af landvörðum í Nýjadal vegna meints utanvegaaksturs frá Laugafelli niður að Nýjadal. Leiðsögumaður sem var samnátta ferðamönnunum í Laugafelli nóttina áður lét vita af förum utan vegar á löngum köflum og pössuðu förin við bílinn sem um ræðir. Meira »

„Það skelfilegasta sem ég hef séð“

12.5.2017 „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef séð,“ segir Aron Styrmir Sigurðsson í samtali við mbl.is en hann gekk fram á utanvegaslóða í Grindaskörðum á Reykjanesi en slóðin nær frá Dauðadölum, þverar Selvogsgötuna fyrir neðan skörðin og liggur síðan upp á Kristjánsdalahornið. Meira »

Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

28.9.2015 Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu á bílaleigubílum um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum og ollu skemmdum. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn. Meira »

1 km för eftir utanvegaakstur

28.9.2015 Erlendir ferðamenn á tveimur jeppum sem óku utan vega í Landmannalaugum skildu eftir sig um eins kílómetra löng för í jarðveginum. Meira »

Ók utan vega í Landmannalaugum

31.8.2015 Erlendur ferðamaður var kærður fyrir utanvegaakstur í Landmannalaugum í vikunni. Honum var gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Meira »

Hermennirnir brutu ekki af sér

19.8.2015 Skosku hermennirnir sem taldir voru hafa ekið utan vega hér á landi á ferðalagi sínu gáfu sig fram við lögreglu í gær og hefur lögregla einnig rætt við mennina í dag. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið. Meira »

Gáfu sig fram við lögreglu

18.8.2015 Skosku karlmennirnir sem ferðast hafa um hálendið á breyttum fjallatrukk hafa gefið sig fram við lögreglu eftir að lögreglan hóf rannsókn á akstri þeirra. Þeir sögðust meðal annars í færslu á Facebook hafa stolist 12 km leið upp á mitt Holuhraun. Meira »

Segjast ekki hafa brotið íslensk lög

18.8.2015 Skosku hermennirnir tveir, Matt­hew McHugh og Rhys Row­lands, segjast ekki hafa brotið íslensk lög á ferðum sínum um landið. Þetta kemur fram í færslu á vefsíðu vegna ferða þeirra. Síðan liggur þó niðri sem stendur eða hefur verið lokað. Meira »