Vaxtarverkir í ferðaþjónustu

„Aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum“

12.9. Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Þetta kemur fram í könnun sem Íslandsstofa gerði meðal erlendra söluaðila á ferðum til Íslands í júní. Meira »

Dýrasta bílastæði í heimi?

25.8. „Þessi upphæð fyrir bílastæði í 15 mínútna stoppi er allt of há. Ég myndi segja að þetta væri eitt dýrasta bílastæði heims,“ segir Englendingurinn Katie, sem er á ferðalagi um Ísland með fjölskyldu sína, um gjaldið sem tekið er af gestum á bílastæðinu við Seljalandsfoss þar sem kostar 700 kr. að leggja. Meira »

Ferðamenn ættu að forðast Reykjavík

16.8. Ferðavefurinn The Culture Trip setur Reykjavík á lista yfir ferðamannastaði sem ætti að forðast í sumar. Á listanum er einnig að finna borgir á borð við Feneyjar, Róm, Mílanó og Barcelona. Meira »

Urðu fyrir aðkasti í húsbíl

18.7. Bandarísk hjón sem ferðast um landið á húsbíl hafa orðið fyrir aðkasti frá Íslendingum sem brýna fyrir þeim að fyrra bragði að hægja sér ekki á almannafæri. Það hafi þó aldrei staðið til. Meira »

Hækkun VSK þarf sérstakt frumvarp

24.5. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra þarf að leggja fram sérstakt frumvarp á Alþingi um hækkaða álagningu virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Meira »

Sjálfstæðismenn samþykkja ekki

23.5. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þingsályktunartillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Meira »

Rök fyrir hækkun skatts ekki hrakin

21.5. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að rökin sem sett voru fram vegna hækkunar virðisaukaskatts ferðaþjónustunnar ekki hafa verið hrakin. Hann segr að komugjöld þyrftu að nema um sex þúsund krónum ef ákveðið verður að taka þau upp. Meira »

Stendur við hækkun virðisaukaskatts

21.5. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að standa við áform sín um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Meira »

Hækkun virðisaukaskatts verði frestað

18.5. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað. Í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. Nefndin hvetur einnig til þess að kannaðir verði kostir þess að eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli verði seldar. Meira »

Mismunað með rútubílabanni

13.5. Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Snæland Grímsson, segir breytingar á reglum um akstur hópferðabifreiða í miðborginni fela í sér mismunun gagnvart fyrirtækjum. Meira »

„Hér vantar okkur ferðamenn“

12.5. Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og eigandi gistihúss á Egilsstöðum telur að rekstri fyrirtækja á svæðinu verði stefnt í hættu með fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. „Hér vantar okkur ferðamenn til að geta rekið fyrirtækin með góðum hætti allt árið.“ Meira »

Enginn óskapnaður leyfður við fossinn

7.5. Ekki er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir svæðið umhverfis Seljalandsfoss en vinna við það er á lokametrunum og málið er nú statt hjá Skipulagsstofnun. Þetta segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Meira »

Skortir skilning á ferðaþjónustunni

7.4. Það ríkir stjórnleysi í ferðaþjónustunni, að mati forráðamanns þýsku ferðaskrifstofunni Studiosus. Þar á bæ telja menn að fyrst núna sé forsvarsfólk ferðamála á Íslandi til í að hlusta á varnaðarorð þeirra – hinsvegar skorti íslenska ráðamenn allan skilning á atvinnugreininni. Meira »

Krefjast skýrslu um þolmörk í ferðaþjónustu

2.4. Þingflokkur VG hefur lagt fram beiðni á Alþingi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, um að flytja Alþingi skýrslu um þolmörk í ferðaþjónustu. Meira »

„Greinin mun ná góðu jafnvægi“

31.3. „Ég held að það sé eðlilegt að þessi grein búi við sama skattaumhverfi og aðrar,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra spurður um þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á hækkun skatta á ferðaþjónustuna. Hún hafi vaxið mikið eftir að skattur var hækkaður upp í 11%. Meira »

Sóttu of seint um styrkinn

28.3. Helgafell við Stykkishólm hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en eigendur jarðarinnar sóttu of seint um styrk úr sjóðnum vegna þessa árs. Landeigendurnir hafa ákveðið að innheimta 400 króna gjald á staðinn. Meira »

Óþolandi ástand fyrir íbúana

28.3. Gert er ráð fyrir mjög hertum takmörkunum á rútuumferð í miðborginni í tillögum stýrihóps borgarinnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Takmarkanirnar ná til stórra og lítilla rúta og breyttra jeppa. Meira »

Ferðamenn „hnapp­dreifast“ á staði

28.3. Sóley Jónasdóttir, starfsmaður hjá Vegagerðinni, hefur lokið við að fara hringveginn þar sem hún hefur skráð niður þá staði þar sem ferðamenn stoppa oftast. Hún leggur nú lokahönd á skýrslu sem nýtist ef farið verður í að fjölga útskotum á þjóðvegum landsins. Meira »

Rukkað upp á Helgafell

27.3. Landeigendur að Helgafelli við Stykkishólm hafa tekið upp á því að innheimta 400 kr. gjald hjá ferðafólki sem kemur á staðinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að í tvígang var umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hafnað. Meira »

Vilja reglur sem takmarki fjölda gististaða

30.11.2016 Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar skorar á borgaryfirvöld að setja nú þegar reglur sem takmarka fjölda gististaða og gistiheimila í hverfinu. Meira »

Hlaupa hlæjandi í öldur Reynisfjöru

18.10.2016 Þeir ferðamenn sem koma í Reynisfjöru sjá skiltið sem varar við fjörunni, en telja sér litla hættu búna nema þeir leggist til sunds. Þá leikur fólk sér í briminu, hleypur fram til að snerta sjóinn og hleypur svo til baka öskrandi og hlæjandi. Kátínan virðist síst minnka við að lenda í briminu. Meira »

Langt frá því að vera einfalt

5.8.2016 „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf,“ segir Óskar Jósefsson, nýr framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en hann tók til starfa á miðvikudag. Hann segir aðferðafræðina á bak við stjórnstöðina áhugaverða og hefur fulla trú á því að hún muni skila árangri. Meira »

Neikvæðari gagnvart ferðamönnum

29.7.2016 MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Þeim hefur fækkað nokkuð sem kváðust jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum frá því í júlí í fyrra. Þannig sögðust 67,7% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi nú, borið saman við 80,0% í júlí 2015. Meira »

Handtóku réttindalausan rútubílstjóra

11.7.2016 Svo virðist sem nokkuð vanti upp á að þeir sem stunda akstur með farþega hafi gild hópferða- og rekstrarleyfi eða að ökumenn séu með ökurita í lagi. Meira »

Togaði ferðamann upp úr fjörunni

18.4.2016 Erlendir ferðamenn tefla enn á tvær hættur í Reynisfjöru þrátt fyrir viðvörunarskilti. Sjónarvottur togaði erlenda ferðakonu upp úr fjörunni í gær sem virtist ekki gera sér neina grein fyrir hættunni sem var á ferðinni. Yfirlögregluþjónn segir óraunhæft að koma upp föstu eftirliti í fjörunni. Meira »

Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda

28.2.2016 Ísland er hvergi nærri komið að hámarki varðandi ferðamannafjölda til landsins, en fjölgun ferðamanna er þó ekkert sjálfsagt markmið, heldur gæði og að gera ferðaþjónustuna að stöðugri heilsársatvinnugrein. Meira »

Ágirnd leigusala skapi hættu á gjaldþrotum

14.2.2016 Ólafur Torfason, stofnandi Íslandshótela, segir himinháar leigukröfur hafa í för með sér að lítið megi út af bera hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í miðborg Reykjavíkur ef ekki eigi illa að fara. Þegar lægðin kemur í greininni muni mörg fyrirtækin ekki þola mótvindinn. Meira »

Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið

17.9.2015 Lagt er til að erlendir ferðamenn greiði tíu þúsund króna aðgangseyri að listasal náttúrunnar, Íslandi.  Meira »

Tjölduðu í Nauthólsvík

31.8.2015 Tjaldbúarnir sem dvöldu næturlangt á grasbletti í Nauthólsvík í nótt þurfa ekki langt að sækja vilji þeir fara í sjósund í morgunsárið. Þegar hjólreiðamaður átti leið meðfram ströndinni í morgun blasti við fagurgrænt tjald, heldur einmana þar sem ekki er um viðurkennt tjaldstæði að ræða. Meira »

Eru allir velkomnir allstaðar?

30.7.2015 Hvenær eru ferðamenn orðnir of margir? Hvernig eigum við að bregðast við slæmri umgengni ferðamanna? Hvað getum við gert til að fá ferðamenn sem eru tilbúnir til að eyða meiri peningum? Meira »