Viking Sky

Hefja rannsókn á Viking Sky

25.3. Lögreglan í Raumsdal í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn vegna hættuástands sem skapaðist þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélvana á laugardag. Hins vegar er ekki grunur um glæpsamlegt athæfi í tengslum við tilvikið, að því er fram kemur í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK. Meira »

Segja of fáar þyrlur í N-Noregi

25.3. Fylkisstjórinn í Troms, Elisabeth Aspaker, segir að björgun farþega skemmtiferðaskipsins Viking Sky sýni þörfina á fleiri björgunarþyrlum í Norður-Noregi. Meira »

Viking Sky lagst að bryggju

24.3. Norska skemmtiferðaskipið Viking Sky er komið í örugga höfn í Molde eftir að hafa siglt þangað fyrir eigin vélarafli.  Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

24.3. „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Viking Sky siglir fyrir eigin afli

24.3. Búist er við að Viking Sky komi til hafnar í Molde í Noregi milli klukkan 16 og 17 í dag að staðartíma og siglir skipið með eigin vélarafli á um 7 hnúta hraða, að því er segir á vef NRK. Fyrir skömmu þurfti skipið aðstoð dráttarbáta. Meira »

Björgunarflugi hætt tímabundið

24.3. Dregið hefur úr umfangi björgunaraðgerða vegna hættuástands sem skapaðist þegar farþegaskipið Viking Sky varð vélarvana síðdegis í gær. Hefur skipstjórinn tekið ákvörðun um að ekki verði fleiri farþegar ferjaðir með þyrlum í land, að því er fram kemur í umfjöllun NRK. Meira »

„Aldrei upplifað aðra eins skelfingu“

24.3. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins skelfingu,“ segir Janet Jacob sem var farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky. Hún er á meðal þeirra 400 sem hafa nú verið fluttir í land. Meira »

Enn eru um 1.000 farþegar um borð

24.3. Búið er að koma um 400 farþegum í land sem voru um borð í norska skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem landi í vandræðum undan Noregsströnd síðdegis í gær. Um 1.000 farþegar eru enn um borð í skipinu. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í alla nótt og halda þær áfram í dag. Meira »

Stukku í sjóinn og biðu eftir björgun

23.3. Búið er að bjarga níu skipverjum á norsku flutningaskipi sem missti afl í vonsku veðri við Hustadvika. Mennirnir urðu að stökkva í sjóinn svo það væri hægt að bjarga þeim, en tvær björgunarþyrlur náðu að hífa mennina um borð. Meira »

Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt

23.3. Þrír farþeganna sem bjargað hefur verið úr farþegaskipinu Viking Sky sem er vélarvana undan ströndum Noregs eru taldir alvarlega slasaðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús samkvæmt nýjustu fréttum NRK. Meira »

Fjórir farþegar fluttir á sjúkrahús

23.3. Fjórir farþegar Viking Sky hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna beinbrota og skurða sem þeir hlutu um borð í skipinu eða við björgunaraðgerðir. Við vesturströnd Noregs er nú unnið að því að bjarga 1.300 farþegum frá borði skipsins sem rekur vélarvana aðeins nokkrum sjómílum frá landi. Meira »

Farþegaskip í vanda við Noregsströnd

23.3. Unnið er hörðum höndum að því að koma 1.300 farþegum frá borði í farþegaskipinu Viking Sky og í land í Noregi, en neyðarkall barst frá skipinu klukkan 14 að staðartíma. Meira »