Mikilvægasta rými heimilisins

Eldhúsin frá Reform eru engu lík - einfaldleiki og fágun …
Eldhúsin frá Reform eru engu lík - einfaldleiki og fágun eru þeirra aðalsmerki. mbl.is/Reform

Eldhús er eitt af mikilvægustu rýmum hússins og þeir hjá Reform í Kaupmannahöfn hafa séð til þess að eldhúsrýmið sé það fallegasta á heimilinu.

Hönnuðir að eldhúsunum frá Reform eru engir nýgræðingar í þessum bransa því við erum að tala um Norm Architects, Note Design Studio, Cecilie Manz og fleiri stórnöfn sem eru hvað vinsælust í dag.

Snilldin við Reform, eins og við höfum áður fjallað um, er að þetta eru tilbúnar framhliðar á IKEA-skápa, fullkomin lausn fyrir þá sem vilja klæðskerasníða IKEA-eldhús að sínu höfði.

Hér má líta á eitt dásamlega fallegt, þar sem eikin leikur einnig stórt hlutverk.

Fagurblátt og eik! Hversu falleg blanda sem þetta er.
Fagurblátt og eik! Hversu falleg blanda sem þetta er. mbl.is/Reform
Hringlaga form í handföngum sem færa hlýju og fágun í …
Hringlaga form í handföngum sem færa hlýju og fágun í hönnunina. Innblásið af eldhúsunum frá 1960 – þar sem klassíkin ræður ríkjum. mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is