Allt sem þú þarft að vita um ketó og föstur

Gunnar Már Sigfússon.
Gunnar Már Sigfússon.

Út er komið tæplega 400 hundruð blaðsína bók eftir sjálfan Gunnar Má Sigfússon um ketó. Um er að ræða bók sem inniheldur gríðarlegt magn upplýsinga og leiðbeininga um ketó mataræðið enda sjálfsagt fáir fróðari en Gunnar um mataræðið.

„Nýja  bókin mín KETO var að lenda í öllum verslunum Hagkaupa og er 380 blaðsíðna bók um allt sem viðkemur keto mataræði,“ segir Gunnar en hann var rétt í þessu að ljúka við að keyra bókina í allar verslanir Hagkaups.

„Við erum að tala um mikið af fræðslu, reynslusögum af keto, uppskriftum auk fjögurra vikna vikumatseðla. Ég lofa afar skemmtilegri lesningu og fullt af góðum hugmyndum til að láta keto ganga upp. Ég er afar stoltur af bókinni enda búinn að vera í smíðum í níu mánuði svona eins og góð meðganga og ég vona að hún eigi eftir að hitta í mark hjá ykkur.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is