Hið eina sanna Rocky Road

Rocky Road er eitt vinsælasta konfekt allra tíma.
Rocky Road er eitt vinsælasta konfekt allra tíma. mbl.is/Julie Polar de Greeve_mainlifestyle.dk

Margir þekkja „Rocky Road“ sem er aldagömul uppskrift að gómsætu konfekti með sögu. Þessi uppskrift er tilvalið sunnudagsföndur ef svo má segja, og fullkomið með kaffinu.

Rocky Road á sér langa sögu og talið er að uppskriftin komi upprunalega frá Ástralíu þó að það sé ekki staðfest – en eitt er víst að þetta bragðgóða konfekt varð vinsælt í kringum 1900. Í Ástralíu setja menn rauð kokteilber í blönduna og í Bandaríkjunum setja menn kex. Englendingar fara aðra leið með sykurpúðum og hnetum sem við ætlum að kynna hér.

Hið eina sanna Rocky Road

 • 100 g macadamia-hnetur
 • 50 g pistasíuhnetur
 • 100 g þurrkaðar apríkósur
 • 75 g litlir sykurpúðar
 • 400 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

 1. Leggið pökunarpappír í form (20x30 cm) og passið að pappírinn nái upp fyrir kantinn.
 2. Hakkið hnetur og apríkósur í minni bita. Blandið sykurpúðum, hnetum og apríkósum í skál en takið smávegis af hökkuðum apríkósum og hnetum frá til að skreyta á eftir.
 3. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðinu yfir hnetublönduna og blandið vel saman.
 4. Hellið í form og pressið léttilega niður með sleif og skreytið.
 5. Kælið í tvo tíma eða þar til súkkulaðið hefur harðnað.
 6. Skerið með heitum hnífi eða brjótið í hæfilega stóra bita.
mbl.is