Spari-kjúklingur sem ærir bragðlaukana

Uppskrift sem þú verður að prófa.
Uppskrift sem þú verður að prófa. mbl.is/Thecookierookie.com

Þessi réttur er ekki eins og hver annar. Við erum að bjóða upp á kjúklingrétt sem þú munt seint gleyma. Kjúklingur í rjómakenndri sósu með basilikum. Uppskriftin er einföld en útkoman lúkkar eins og þú hafir verið á kokkanámskeiði heilan vetur – og enginn þarf að vita annað.

Kjúlli sem tekur bragðlaukana á flug

 • ¼ bolli súrmjólk
 • ¼ bolli brauðrasp
 • 4 kjúklingabringur
 • 4 msk. ósaltað smjör
 • 2 msk. canola olía
 • ¼ bolli kjúklingakraftur
 • 2 msk. sherry (má sleppa)
 • 1 bolli rjómi
 • 1 dós pimento (eða bell pepper)
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • ¼ bolli fersk basilika
 • 1 bolli parmesan ostur
 • 2 msk. hvítlauks eða jurtaostur
 • ½ tsk. pipar

Aðferð:

 1. Hitið pönnu á meðal hita með 2 msk. af smjöri og 1 msk. af canola olíu.
 2. Setjið kjúklinginn á disk og hellið súrmjólkinni yfir hann allan.
 3. Setjið brauðrasp á annan disk, dýfið kjúklingnum upp úr raspinum og leggið á pönnuna.
 4. Steikið í 5 mínútur eða þar til krispí og gylltur á annari hliðinni. Bætið þá restinni af smjörinu og olíunni út á pönnuna og snúið kjúklingnum við. Steikið áfram í 5-7 mínútur eða þar til eldaður í gegn. Setjið þá kjúklinginn til hliðar á disk.
 5. Hellið kjúklingakrafti og sherrý (ef vill) út á pönnuna og skrapið upp það sem hefur fests við botninn á pönnunni.
 6. Bætið við rjóma, pimento og tómötum út á pönnuna og látið suðuna koma upp. Hrærið stöðugt í á meðan í sirka 1 mínútu.
 7. Lækkið hitann á pönnunni og bætið við parmesan, ostinum, basiliku og pipar. Leyfið að malla og leyfið sósunni að taka sig.
 8. Setjið kjúklinginn þá aftur á pönnuna og berið fram með hrísgrjónum eða pasta.  
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is