Kjúklingasalatið sem þú gargar yfir

Þetta kjúklingasalat er alveg sturlað svo ekki sé meira sagt.
Þetta kjúklingasalat er alveg sturlað svo ekki sé meira sagt. mbl.is/Howsweeteats.com

Við gefumst upp! Þetta ómótstæðilega kjúklingasalat er með því betra sem við höfum séð í lengri tíma. Stútfullt af geggjuðum hráefnum og allir litir koma til sögu. Þetta er eins ferskt og hugsast getur og er frábært með beyglu eða öðru góðu brauði. Sumir vilja borða það beint upp úr skálinni sem alls ekki bannað.

Salatið sem þú gargar yfir

 • 470 g kjúklingabringur frá Ali
 • 2 msk. ólífuolía
 • ½ tsk. sjávarsalt
 • ½ tsk. svartur pipar
 • 1 bolli cherrý tómatar, skornir til helminga
 • 1 bolli maíisbaunir
 • ⅓ bolli vorlaukur, smátt skorinn
 • ¼ bolli rifinn cheddar ostur
 • ¼ bolli hrein grísk jógúrt
 • ¼ bolli majónes
 • 1½ msk. nýkreistur sítrónusafi
 • ¼ tsk liquid smoke, marinering
 • salt á hnífsoddi

Aðferð:

 1. Saltið og piprið bringurnar og jafnvel líka með hvítlaukskryddi ef til í skápunum. Penslið þær síðan með ólífuolíu. Grillið bringurnar á útigrilli eða á grillpönnu í 6 mínútur á hvorri hlið. Látið hvíla í 15 mínútur og skerið þá í litla bita.
 2. Setjið kjúklinginn, tómatana, maísinn, vorlaukinn og ostinn saman í stóra skál og veltið saman.
 3. Takið fram litla skál og pískið saman jógúrt, majó, sítrónusafa, liquid smoke, salti og pipar.
 4. Hellið dressingunni yfir kjúklingablönduna og blandið vel saman.
 5. Berið fram með beyglum, croissant eða njótið með gafflinum einum saman.
 6. Salatið geymist í allt að 3 daga í ísskáp og smakkast betur með hverjum deginum.
Öllu blandað saman í eina skál - svo einfalt og …
Öllu blandað saman í eina skál - svo einfalt og gott. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is