Sykurpúðasalat með jólasteikinni klikkar ekki

mbl.is/María Gomez

Jólahefðirnar eru ýmiskonar en sykurpúðasalat er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt um áður. Egu að síður er það háheilagt í sumum fjölskyldum og þykir sérstaklega gott með hamborgarhryggnum. Það er eitthvað við þessa uppskrift sem er svo snargalið að það eiginlega verður að prófa það.

Það er engin önnur en María Gomez á Paz.is sem deilir uppskriftinni sem kemur úr tengdafjölskyldu hennar en eiginmaður hennar getur ekki hugsað sér jólin án þessa stórmerkilega salats.

Sykurpúðasalat með jólasteikinni klikkar ekki

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 bolli kókosmjöl
  • 1 dós mandarínur (fæst í Bónus)
  • 1 dós ananas
  • sykurpúðar, stórir. Magn eftir smekk, ég nota rúmlega hálfan poka og klippi þá niður í 4 bita.

Aðferð:

  1. Skerið ananasinn niður í litla bita. Setjið svo ananasinn og mandarínurnar með helmingnum af safanum úr hvorri dós í skál
  2. Sáldrið kókosmjölinu yfir allt og svo sykurpúðunum.
  3. Setjið svo sýrða rjómann á allt og hrærið vel saman.
  4. Geymið í kæli 1-2 klst. áður en borið er fram.
  5. Væri ekki gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi með jólasteikinni í ár ? Þá er þetta salat alveg tilvalið í það.
mbl.is/María Gomez
mbl.is