Súkkulaðibitakökur með perlum & hvítu súkkulaði

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessa uppskrift er að finna í fyrsta Hátíðarmatarblaði Matarvefs mbl sem unnið er að samstarfi við Hagkaup.

Viðfangið í blaðinu eru smákökur af öllum stærðum og gerðum og hér er þa Guðrún Ýr á Döðlur og smjör sem færir okkur frábærar súkkulaðibitakökur.

„Smákökur eru svo skemmtilegar að því leyti til að það er endalaust hægt að leika sér með þær. Nota ólíkt súkkulaði, bæta í þær kakó eða hnetum – möguleikarnir eru endalausir. Að þessu sinni nota ég einnig Royal-búðingsduft í kökurnar en það gerir þær alveg einstaklega ljúffengar en búðingsduft er oft svona leynihráefni í mörgum uppskriftum að smákökum og hefðbundnum kökum.

Það er einnig hægt að leika sér með það og prufa súkkulaðibúðing eða jafnvel karamellu í þessari uppskrift.

Búðingsduftið gerir það að verkum að ekki þarf að láta deigið hvíla inni í ísskáp eins og er oftast gert með smákökudeig, þó það komi að sjálfsögðu ekki að sök. En kökurnar verða fallegar í laginu og halda sér vel strax eftir deigbaksturinn.“

Súkkulaðibitakökur með perlum & hvítu súkkulaði

20 smákökur
 • 230 g smjör, við stofuhita
 • 50 g sykur
 • 150 g púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 250 g hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1 pk. vanillubúðingur frá Royal
 • 100 g súkkulaðiperlur
 • 100 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

 1. Hitið ofn í 180°C. Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur í 2-3 mín., gott að skafa meðfram hliðunum 1-2 svo smjörið festi sig ekki við hliðarnar. Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið þangað til létt og ljóst.
 2. Bætið þá vanilludropum, hveiti, matarsóda og búðingsduftinu saman við og hrærið varlega saman. Skerið súkkulaðið niður í bita, ekki of smátt. Hellið þá súkkulaðinu saman við deigið og hrærið því saman við með sleikju.
 3. Takið bökunarpappírsklædda plötu og skiptið deiginu niður með matskeiðum. Ég vigta mínar kökur og er hver kaka u.þ.b. 50 grömm. Gott er að taka nokkrar súkkulaðiperlur og setja ofan á hverja kúlu, gerir útlitið á þeim aðeins skemmtilegra.
 4. Bakið kökurnar í 10-12 mín.
 5. Ég vil mínar kökur mjúkar í miðjunni og baka þær í 10 mínútur, en aðrir á mínu heimili vilja þær aðeins meira bakaðar og þá hef ég þær inni í 12 mín.
Elenóra Rós prýðir forsíðu fyrsta Hátíðarmatarblaðs Matarvefs mbl sem unnið …
Elenóra Rós prýðir forsíðu fyrsta Hátíðarmatarblaðs Matarvefs mbl sem unnið er í samstarfi við Hagkaup. Þema blaðisins eru smákökur. Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir.
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »