Verður „Royalistinn“ eftirréttur ársins?

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Fyrr í vikunni sögðum við frá því að það væri kominn nýr Royal búðingur í verslanir. Ljóst er á viðbrögðum neytenda að ást þeirra á búðingnum góða er mikil og djúp enda ævaforn íslensk framleiðsla og það eina konunglega sem við eigum nú þegar skila á kórónu Kristjáns.

Hér gefur að líta fyrstu formlegu Royal uppskriftna úr nýja Eitt Sett búðingnum og eins og búast mátti við eru hún algjör negla enda sjálf Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að henni.

„Royalistinn“

Uppskrift dugar í um 4 glös

Súkkulaði- og lakkrís búðingur

  • 1 pakki Eitt Sett Royal búðingur
  • 250 ml rjómi
  • 250 ml nýmjólk
  1. Pískið eða þeytið allt saman í um eina mínútu eða þar til blandan fer aðeins að þykkna.
  2. Skiptið niður í falleg glös/skálar og kælið í um 30 mínútur, gott að gera lakkríssósuna á meðan.

Lakkríssósa

  • 150 g lakkrískúlur
  • 100 ml rjómi
  1. Setjið kúlur og rjóma saman í pott við meðalháan hita og bræðið saman.
  2. Þegar slétt lakkríssósa hefur myndast má hella henni úr pottinum yfir í skál/könnu og leyfa að ná stofuhita áður en hún er sett yfir búðinginn.
  3. Setjið síðan 1-2 matskeiðar af sósu yfir búðinginn (eftir smekk), kælið aftur í nokkrar mínútur (til þess að þeytti rjóminn leki ekki til ef sósan er enn volg).

Toppur

  • 250 ml þeyttur rjómi
  • Lakkrískurl frá Nóa Siríus
  • Smá lakkríssósa

Aðferð.

  1. Setjið rjómann í sprautupoka með stórum hringlaga stút eða klippið gat á zip-lock poka. Sprautið snúning ofan á hvern búðing.
  2. Stráið smá sósu og lakkrískurli yfir.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert