Fullkominn sumarkokteill á ítalska vísu

Þú getur látið þig dreyma meðan þú dreypir á ljúffengum …
Þú getur látið þig dreyma meðan þú dreypir á ljúffengum kokteil. Samsett mynd

Á meðan þú færð þennan ítalska kokteil getur þú látið þig dreyma að að þú sért að njóta á Almafi-ströndinni á Ítalíu sem er ein af fallegustu strandlengjum heims. Limoncello Spritz er ítalskur að uppruna og sameinar samtímis unað strandlífsins og væta kverkarnar í veðurblíðunni. Upplagt er að láta hugan reika og láta sér dreyma um fullkomið strandlíf um leið og dreypt er á góðum kokteil.

Limoncello Spritz að hætti Ítala

  • 60 ml Limoncello
  • 180 ml freyðivíni, Prosecco
  • 90 ml af límonaði eða sódavatni
  • Ísmolar eftir smekk
  • Sítrónubátur til skrauts

Aðferð:

  1. Byrjið á því að finna fallegt glas sem sómir góðum kokteil vel.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman ásamt ísmolum.
  3. Hrærið í blöndunni.
  4. Skreytið með sítrónubát.
  5. Eins og Ítalir segja Cin Cin eða Salute.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert