Fertugir ættu ekki að sníkja peninga af foreldrum sínum

Garðar Björgvinsson, fjármálaráðgjafi, segir stöðu einstaklinga í fjármálum daglegs lífs að vissu leyti líta að þroska þeirra hverju sinni. Fjármálaþroska einstaklinga skiptir Garðar upp í misjöfn þroskastig sem ræðst af hegðunarmynstri sem einstaklingar hafa tilhneigingu til að festast í árum saman. Þeim vítahring er þó vel hægt að vinna sig úr með skilvirkum leiðum á þeirri vegferð. 

„Ef þú ert orðinn fertugur og ert enn að sníkja pening af pabba og mömmu þá er eitthvað að,“ segir Garðar sem lýsti fjármálastöðu einstaklinga út frá þroskagöngu þeirra í Dagmálum hjá Berglindi Guðmundsdóttur í dag.  

Ánauð og óreiða í fjármálum

„Fyrsta þrepið er heitir ánauð. Þá er maður bara upp á aðra kominn með fjármál sem er fullkomlega eðlilegt þegar þú ert fimm ára og það eru pabbi og mamma sem eiga að sjá um fjármálin og það er þitt að biðja um hitt og þetta,“ útskýrir Garðar og segir það krefjast mikillar þjálfunar að geta beðið um eitthvað. 

„Þú átt eftir að vera að biðja um eitthvað alla ævi. Eins og: Má ég fá pening? Má ég fá kauphækkun? Má ég fá vinnu? Viltu giftast mér?“ tók hann sem nærtæk dæmi og benti þar af leiðandi á hættuna á því að bæla niður áköllin sem einstaklingar í vanda hafa.

„Þá einblínir maður á næsta stig sem heitir óreiða. Þá er maður bara búinn að taka ábyrgð á því að fá innkomuna en ekki að borga reikningana,“ lýsir Garðar sem segir forgangsröðun og lífstíl einstaklinga geta spilað stórt hlutverk í fjármálastöðu þeirra.

Viðtalið við Garðar má sjá í heild sinni hér.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál