Sykurleysið hefur áhrif á vigtina

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir fjögurra barna móðir í vesturbænum tekur þátt í sykurlausri áskorun í Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu. Sykurleysið fór vel af stað og Ásgerður segir að þetta sé minna mál en hún var búin að gera sér í hugarlund.

„Ég hef alveg náð að vera sykurlaus allan september og það hefur verið minna mál en ég hélt. Auðvitað hafa komið dagar þar sem sykurlöngunin lætur á sér kræla og èg er búin að finna besta ráðið við því: sjósund en ekki hvað?! Eftir hressandi sund í hafinu líður mér alltaf svo vel og hef ekki minnstu löngun í neitt sætt. Ég kemst auðvitað ekki alltaf í sjóinn þegar sykurþörfin mætir á svæðið og þá hef ég bara fengið mér 1-2 litla bita af sykurlausa súkkulaðinu með stevíunni eða heimagerðu sykurlausu molana, bounty og snickers,“ segir Ásgerður.

Hún segir jafnframt að sykurleysið sé nú þegar farið að hafa afar góð áhrif á heilsu hennar og holdafar.

„Svo er gaman að segja frá því að þessi einfalda aðgerð að sleppa sykri hefur mjög góð áhrif á vigtina og línurnar,“ segir hún kát með árangurinn.

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál