Mögnuðustu líkamsræktarafrekin 2017

Ósk Norðfjörð er sjö barna móðir.
Ósk Norðfjörð er sjö barna móðir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson

Heilsan var okkur ofarlega í huga árið 2017. Við tókum viðtöl og sögðum fréttir af fólki sem náði framúrskarandi árangri á árinu sem er að líða. 

Ósk Norðfjörð náði góðum árangri í ræktinni og hætti að lyfta lóðum. 

„Ég var 20 pró­sent fita og maga­vöðvarn­ir í klessu og var far­in að vera aðeins of mjúk að mínu mati. Ég var orðin þá 67 kíló, sem er það þyngsta sem ég hef verið. Ég var búin að vera mikið að lyfta lóðum í sal en breytti til og ákvað að gera eitt­hvað nýtt. Ég fór í tíma í spinn­ing og body pump og svona þrektíma. Þetta finnst mér mjög gam­an og hef­ur skilað mér mikl­um ár­angri. Ég er núna búin að létt­ast um um 11 kíló og bæta vöðvamassa, ég er núna 56 kíló og 9 pró­sent fita,“ seg­ir Ósk. 

Guðrún Kristín Huldudóttir tók sig taki og losaði sig við 57 kíló án þess að fara í ræktina. Hún segir að þetta hafi verið miklu minna mál en hana grunaði. 

Franny tók sig til og létti sig um 57 kíló og segist hafa farið létt með það. Hún segir að gömul mynd af henni sjálfri hafi hjálpað henni. 

Jóna Kristín Sigurðardóttir upplifði hræðilegan sársauka og vanlíðan eftir að hafa farið í svuntuaðgerð. Hún fór í aðgerðina eftir að hafa létt sig mikið og vildi þar af leiðandi losna við aukahúð sem var fyrir henni. 

Snædís Yrja Kristjánsdóttir er á leið í kynleiðréttingu en áður en hún getur farið í aðgerðina þarf hún að létta sig. Hún deildi ráðum sínum með lesendum Smartlands í desember. 

Einkaþjálfarinn í Sporthúsinu, Lilja Ingvadóttir, tók sig til og kom sér í fitness-form. Í viðtali við Smartland sagðist hún aldrei hafa verið í betra formi en akkúrat þarna í vor þegar hún var 45 ára. 

Tinna Marína tók á því 2017 en eftir að hafa sagt skilið við kærasta til 13 ára ákvað hún að byrja að hreyfa sig. Hún var 45 kíló þegar hún byrjaði að æfa en með því að lyfta styrktist hún og efldist á allan hátt. 

Helgi Jean Classen ákvað að taka sig taki og hætta að drulla yfir sjálfan sig enda er það ekki vænlegt til árangurs. 

Steinþór Helgi Arnsteinsson ákvað að prófa að fasta. Hann hafði oft prófað safakúra en þeir voru aldrei að virka fyrir hann. Þess vegna tók hann heila viku á vatni og sér ekki eftir því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál