90% af öldrun húðarinnar vegna sólar

Lára G. Sigurðardóttir læknir.
Lára G. Sigurðardóttir læknir.

„Það er svo merkilegt að þó maður viti eitthvað upp á tíu þá fer maður ekki endilega eftir því. Það var alskýjað þennan dag þarna sem ég var stödd með fjölskyldunni í klifurferð hátt upp í fjöllum Ítalíu - svo hátt að við komumst í snertingu við skýin. Það var ekkert sérstaklega hlýtt. Líklega vegna veðuraðstæðna vorum við ekki innstillt á að vernda húðina og bera á okkur sólarvörn,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir í sínum nýjasta pistli: 

Sem mér finnst skrítið til að hugsa eftir á því ég hafði skömmu fyrir ferðina lesið yfir og gert athugasemdir við skýrslu um skaðsemi útfjólublárra geisla fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Auk heldur hafði ég rifjað upp og skrifað fræðsluefni fyrir þáverandi vinnustað minn um hvernig útfjólubláir geislar geta leikið okkur grátt.

Sólin elskar allt nema…

Þegar sólinni loksins skín þá lifnar allt við, meira að segja mannsandinn. Hvernig má það þá vera að sólin sem heldur í okkur lífi geti einnig skaðað okkur? 

Rannsóknir benda til þess að allt að 90% af öldrun húðarinnar megi rekja til sólarinnar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, ójafna áferð, sólarbletti og jafnvel húðkrabbamein. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húð sem sól skín sjaldan á og oft til að sjá hve sólin hefur látið húðina eldast.

Þegar sólin er varasömust

UVA og UVB geta verið lúmskir því þeir kveikja ekki hitanemunum í húðinni sem myndu vara okkur við. Hér eru nokkrar staðreyndir um sólargeislana:

  1. Því hærra sem sól er á lofti, því sterkari eru sólargeislarnir. Hámark er venjulega milli kl. 10 og 16 en fer eftir staðarklukku og breiddargráðu. Á vefsíðunni Timeanddate(https://www.timeanddate.com/sun) geturðu fylgst með hádegi á hverjum stað. Þar sérðu t.d. að hádegi í Reykjavík er oftast í kringum 13:30.
  2. Því lengur sem þú ert í sólinni, því meiri skaða geturðu orðið fyrir. Til að fá nóg D-vítamín þarftu ekki að vera lengur úti en um 10-15 mínútur í ermalausum bol eða stuttbuxum.
  3. Því nærri miðbaug sem þú ert, því sterkari eru geislarnir. Þá er afar varasamt að fljúga frá norðurslóðum suður á bóg og fara beint í sterka sól þegar húðin  hefur ekki fengið tíma til að aðlagast.
  4. Því hærra yfir sjávarmáli sem þú ert því sterkari eru geislarnir og meiri líkur á aðbrenna. Því er góð regla að fara aldrei af stað upp á fjall án þess að smyrja á sig sólarvörn, hafa höfuðfat og annan fatnað sem ver húðina.
  5. Um 80% af UV-geislum fara í gegnum skýin sem geta auk þess endurspeglast frá sumum skýjum. Sömuleiðis geta sólargeislarnir endurvarpast frá yfirborði, sérstaklega vatni og snjó.
  6. UVA geislar ná til húðarinnar allt árið um kring en UVB eru sterkastir á sumrin á okkar slóðum. UVA geislarnir smjúga í gegnum rúðu þannig að ef þú situr inni í bíl eða húsi þá geta þeir skaðað húðina. Sjá mynd af 69 ára karlmanni sem keyrði vörubíl í 28 ára (mynd: New England Journal of Medicine).
  7. Ýmiss lyf geta gert húðina viðkvæmari fyrir sólinni. Dæmi eru sýklalyfið docýcyklín (t.d. Doxylin), þíasíð þvagræsilyf (t.d. Cozaar Comp og Darasíð), bólgueyðandi gigtarlyf (t.d. Íbúfen, Voltaren, Naproxen) og náttúrulyfið Jónsmessurunni (St. John’s worth).

Brennd og brún húð

Þegar við brennum þá hafa sólargeislarnir náð að skaða húðfrumur sem ræsir ónæmiskerfið til að hreinsa burt dauðar frumur og laga skemmdirnar sem eftir eru. Vegna bólgunnar þá er meira blóðflæði í húðinni og okkur getur fundist við líta frísklega út - svo lengi sem við erum ekki illa brunnin!

Húðin er klókt líffæri og hefur innbyggða hæfni til að verjast sólargeislunum. Þegar geislarnir lenda á húðinni fer ákveðin tegund af frumum (melanócýtar) að framleiða melanín, sem er litarefnið sem gefur húðinni brúnan lit. Hversu mikið melanín húðin getur framleitt er erfðatengt. Sumir eiga létt með það á meðan hjá öðrum framleiðir hún lítið sem ekkert af melaníni, eins og albinóar.

Það má hugsa um melanín sem einskonar regnhlíf, sólargeislana sem regndropa og þig sjálfan sem húðfrumu. Því brúnni sem húðin er að upplagi því stærri er regnhlífin og því minni líkur á að sólarregnið nái að skaða þig. Ef þú ert ljós á hörund er regnhlífin þín eins og kokteilsólhlíf sem gefur litla vörn.

Fyrir utan skaðann sem geislarnir valda húðinni þá geta þeir einnig aukið líkur á að fá ský á auga eða önnur augnvandamál. Og mikilvægt er að átta sig á að börn hafa þynnri og fíngerðari húð og því hættari við að brenna en fullorðnum. Börn sem brenna fyrir táningsaldur eru talsvert hættara við að fá húðkrabbamein síðar á ævinni.

Örugg í sólinni

Meðalvegurinn er oft vandrataður en það eru þekktar leiðir til hans. Í fyrsta lagi er mikilvægt að velja breiðvirka sólarvörn, þ.e. sem verndar húðina bæði gegn UVA og UVB geislum. UVB eru ábyrgir fyrir bruna en UVA geislarnir ná dýpra í húðina og eru mikið til ábyrgir fyrir öldrun húðarinnar. Báðir geta valdið húðkrabbameinum.

Sem dæmi þá er avobenzone algengt innihaldsefni sólarvarna því það síar út bæði UVA og UVB geisla þar sem það tekur upp UV-geisla af bylgjulend 290-400 nm. Avobenzone getur verið óstöðugt og því eru efnin octocrylene og mexoryl of notuð samhliða til að vörnin endist lengur. Önnur efni sem hafa breiðvirka vörn eru zinc oxide og titanium dioxide, sem fólk með viðkvæma húð þolir oft betur. Fólk með feita húð þolir oft betur gel eða sprey en fólk með þurra húð sækir oft frekar í krem. 

Þá þarf sólarvörnin að vera 30 SPF eða hærra og bera hana á hálftíma áður en farið er í sól. Fatnaður, sérstaklega með SPF vörn, höfuðfat og skuggi eru allt atriði til að hafa í huga. Og síðast en ekki síst sólgleraugu með breiðvirkri vörn.

Börn læra að bera á sig ef við kennum þeim mikilvægi þess og komum sólarvörn inn í daglega venju, t.d. bera á sig eftir að bursta tennur á morgnana. Annað sem hjálpar er að leyfa barninu að velja með þér sólarvörn, t.d. sprey eða krem. Skýjaður himinn getur verið varasamur því þá þola börn það að vera lengur úti og finna ekki áhrifin af sólinni. Mynd af sólhlífum frá Unsplash: Photo by Jean-Philippe Delberghe

Gjóaðu eftir öðru en hitanum

Þegar þú skoðar veðurspána gjóaðu þá augunum eftir UV-index því hann segir þér talsvert um hversu líkleg/ur þú ert til að brenna. Eftir því sem hann er hærri skal hafa í huga að nota meiri varnir, t.d sólarvörn, sólgleraugu, fatnað, höfuðfat og sólhlíf ef UV er mjög hár (10-15). Á vefsíðunni Sunburn map (https://sunburnmap.com/) geturðu slegið inn staðsetningu, valið húðgerð og séð hversu langan tíma tekur fyrir þig að verða rauð/ur eða brenna og hvaða vörnum mælt er með. 

Gleðilega sólardaga

Eins mikið og lifnar yfir þegar sólin skín þá fer okkur best að hugsa vel um húðina, því okkur var bara gefin ein húð. Sjálf féll ég á raunveruleikaprófinu - við brunnum öll í fjallinu, líka börnin mín. Ég varð eðlilega örg út í sjálfa mig því þetta hefði ekki þurft að fara svona. En maður notar reynsluna sér næst sér til varnar. Það er nefnilega ekki nóg að vita hlutina, maður þarf að fara eftir þeim.

mbl.is

Áhuginn kviknaði í Noregi

10:00 Á Ísafirði hefur verið starfræktur svokallaður félagslandbúnaður í nokkur ár undir heitinu Gróandi en stofnandi félagsins, Hildur Dagbjört Arnardóttir, er mikil talskona umhverfisverndar og sjálfbærrar ræktunar hvers konar. Meira »

Fallegasta brúður í heimi?

05:00 Gigi Gorgeous gekk upp að altarinu nýverið og er að mati margra ein fallegasta brúður sem sögur fara af. Olíu-erfinginn Nats Getty virtist missa andann við að sjá tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. Meira »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

Í gær, 14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

í gær „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

í gær Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

í gær Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í fyrradag Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

21.7. Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

21.7. Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »
Meira píla