Alma Geirdal komin á líknardeild

Alma Geirdal er komin á líknardeild.
Alma Geirdal er komin á líknardeild. mbl.is/Styrmir Kári

Alma Geirdal ljósmyndari hefur barist við krabbamein í töluverðan tíma. Hún fékk brjóstakrabbamein fyrir um þremur árum síðan, fór í brjóstnám og hélt að hún væri læknuð þegar krabbameinið tók sig upp aftur. Nú er það búið að dreifa sér og heilsu hennar hefur hrakað jafnt og þétt. Nú er Alma komin á líknardeild. Ekki er víst hvað hún verður lengi þar en hún segir að um hvíldarinnlögn sé að ræða. 

„Ég var bara orðin svo veik og slöpp að ég var lögð inn,“ segir Alma í samtali við Smartland. Hún segist vera á fallegasta staðnum en af líknardeildinni er útsýni út á Atlantshaf. 

Alma segir að krabbameinið sé farið að taka mikið á og bringan sé að versna mikið en hún er með þrjú meinvörp, eitt stórt í bringu, þrjú í lunga og nokkur í eitlum í holhönd. Hún fór í myndatöku í dag og fær niðurstöður úr henni eftir helgi. 

„Krabbameinið mitt hefur þróast þannig að mér versnar bara. Líðanin er öll verri og þess vegna var brugðið á þá ráð að koma hingað,“ segir Alma og bætir við: 

„Ég er orðin mjög heilsulítil, sef mikið, svitna við minnsta álag, æli mikið og svo er húðin orðin mjög léleg eftir geisla. Það er ekkert framundan annað en líknandi meðferð,“ segir hún. 

Jón Gunnar Geirdal, bróðir Ölmu, skrifaði hjartnæman pistil á dögunum sem lesa má hér: 

Þeir sem vilja leggja Ölmu lið í baráttu sinni geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 

0130-05-064210 og kt: 060979-3759

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál