Heilsuuppskriftakeppni Nettó og Smartlands

Ertu framúrskarandi heilsukokkur? Taktu þátt í uppskriftarkeppni Smartlands og Nettó.
Ertu framúrskarandi heilsukokkur? Taktu þátt í uppskriftarkeppni Smartlands og Nettó.

Ertu meist­ara­kokk­ur en hef­ur ekki látið ljós þitt skína? Smartland Mörtu Maríu í sam­starfi við Nettó leit­ar að snjöll­um heim­il­iskokk­um sem kunna að galdra fram gómsæta heilsurétti.

Keppn­in er í sjálfu sér sára­ein­föld. Þú eld­ar þinn upp­á­halds­rétt, smell­ir af mynd og send­ir okk­ur á mm@mbl.is ásamt upp­skrift.

Eina skil­yrðið er að upp­skrift­in sé sæmi­lega ein­föld og inni­haldi ekki fleiri en fimm inni­halds­efni.

Við hvetj­um alla til að vera með enda fátt sem við elsk­um meira en þegar þið sendið okk­ur eitt­hvað sniðugt.

Þú færð öll hráefnin á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó.

Vinningar

  1. Vinningur 50.000 kr. inneign í Samkaupa-appið sem gildir í öllum Nettóverslunm
  2. Vinningur 30.000 kr. inneign í Samkaupa-appið sem gildir í öllum Nettóverslunum
  3. Vinningur 20.000 kr. inneign í Samkaupa-appið sem gildir í öllum Nettóverslunum

Uppskriftir berist fyrir 6. október.

mbl.is