Þetta borðar Linda Ben til að hugsa betur um heilsuna

Linda Ben hugsar vel um heilsuna.
Linda Ben hugsar vel um heilsuna.

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir sem rekur vefinn lindaben.is segir að kjúklingabaunir séu hollar og góðar. Hún deilir uppskrift af nokkrum gerðum af húmmus í Heilusblaði Nettó:

„Húmmus fer vel með nýbökuðu brauði, ofan á hrökkbrauð og hrískökur, í vefjur og með fersku grænmeti, svo fátt eitt sé nefnt. Kjúklingabaunir eru undirstaðan í húmmus en hægt er að kaupa þær annað hvort soðnar og tilbúnar í krukkum eða ósoðnar í pokum,“ segir Linda.

„Það er mjög einfalt að sjóða baunir sjálfur og mæli ég heilshugar með því, en það tekur tíma. Best er að setja ósoðnar baunir í stóra skál, þannig að baunirnar fylli hana til hálfs, og fylla svo skálina með vatni. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp að minnsta kosti yfir nótt. Síðan er vatninu hellt af baununum og þær settar í stóran pott. Hellið vatni yfir þannig að það fljóti ríflega yfir baunirnar. Síðan eru þær soðnar í u.þ.b. 1½ klst. við vægan hita. Baunirnar geymast soðnar í ísskáp í 3–5 daga.“

Linda segist nota kjúklingabaunir í margt þar sem þær eru hollar en mest í húmmus, pottrétti og súpur.

„Ég elska að gera minn eigin húmmus, það er svo einfalt og skemmtilegt. Það er líka gott að vita nákvæmlega hvað er í því sem maður borðar.“

Henni hefur oft fundist erfitt að finna gott tahini til að setja í húmmus, „en núna hef ég fundið æðislegt tahini frá MUNA. Allar vörurnar frá MUNA eru lífrænar og vandaðar og aðeins fyrsta flokks hráefni eru notuð.“

Jalapenó-húmmus

300 g kjúklingabaunir 

1 msk. tahini 

3 msk. ólífuolía 

1 msk. hunang

½ tsk. salt

Safi úr 1 sítrónu

1 msk. jalapenó í krukku

1–2 msk. safi af jalapenó (hægt að skipta út fyrir vatn ef þið viljið ekki of sterkt)

Vatn eftir þörfum

Hvítlaukshúmmus

300 g kjúklingabaunir (soðnar í krukku eða ósoðnar)

1 msk. tahini

3 msk. ólífuolía 

1 msk. hunang

½ tsk. salt

Safi úr 1 sítrónu

2 hvítlauksgeirar

Vatn eftir þörfum

Pestóhúmmus

300 g kjúklingabaunir (soðnar í krukku eða ósoðnar)

1 msk. tahini 

3 msk. ólífuolía 

1 msk. hunang

½ tsk. salt

Safi úr 1 sítrónu

1 hvítlauksgeiri

2 msk. grænt pestó

Vatn eftir þörfum

Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið saman. Bætið við vatni ef þarf. Ef húmmusinn er mjög þykkur er gott að setja meira vatn saman við til að þynna hann.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál