200 fm leynigarður í Arnarnesinu

Eldhúsið er með hvíti sprautulakkaðri innréttingu og svartri granítplötu. Sjónsteypan …
Eldhúsið er með hvíti sprautulakkaðri innréttingu og svartri granítplötu. Sjónsteypan á veggnum setur svip sinn á húsið.

Húsin gerast ekki mikið huggulegri en þetta 390 fm hús sem stendur við Hegranes í Arnarnesinu. Innréttingar eru súperflottar og skipulag eignarinnar er sagt með eindæmum frábært. Það er án efa engu logið til um það. 

Allar innréttingar eru sérlega vandaðar og smekklegar og er eldhúsið í algerum sérflokki. Í því er bæði gott vinnurými og skápapláss. Úr því er líka guðdómlegt útsýni út á sjó og sjónsteypa á veggnum sem skapar flotta stemningu.

Grunnurinn í húsinu er afar góður en í því er sér unglingaálma og hjónaherbergi með fataherbergi og sérbaðherbergi. Svo ekki sé minnst á leynigarðinn sem er inni í miðju húsi en hann er 200 fm.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Sjónsteypan í eldhúsinu kemur vel út.
Sjónsteypan í eldhúsinu kemur vel út.
Eldhúsið er sérstaklega vel heppnað.
Eldhúsið er sérstaklega vel heppnað.
Í stofunni er hátt til lofts og vítt til veggja.
Í stofunni er hátt til lofts og vítt til veggja.
Horft úr stofunni inn í eldhúsð og gang.
Horft úr stofunni inn í eldhúsð og gang.
Borðstofan er opin og björt.
Borðstofan er opin og björt.
Í húsinu er 200 fm innigarður.
Í húsinu er 200 fm innigarður.
mbl.is