Dularfullt herbergi í Kjarvalshúsinu vekur athygli

Hér sést inn í afar áhugavert herbergi.
Hér sést inn í afar áhugavert herbergi. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Það hefur ekki farið fram hjá fasteignaáhugafólki að Kjarvalshús Olivers Lucketts á Seltjarnarnesi var sett á sölu í vikunni. Húsið er einstakt en listaverkin eru ekki síður athyglisverð enda Luckett þekktur fyrir að vera mikill listaverkasafnari. Eitt herbergi vekur þó meiri athygli en önnur í húsinu. 

Á mynd úr húsinu sem sjá má hér að ofan sést inn í eitt af herbergjum hússins en alls eru fimm svefnherbergi í húsinu. Herbergið er þakið notalegu loðnu efni sem minnir á listaverk Shoplifter. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir hefur gert stórar innsetningar sem svipa til þess sem glittir í inni í herberginu undir nafninu Shoplifter. Var hún fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í vor. 

Listaverkið í herberginu býr til ákveðna dulúð og má ímynda sér að gestir í húsinu hafi farið í herbergið í leit að ró og næði. 

Shoplifter á Feneyjartvíæringnum.
Shoplifter á Feneyjartvíæringnum.
Hrafnhildur Arnardóttir.
Hrafnhildur Arnardóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál