Einstök litapalletta, áferð og efnisval við Mývatn

Við Mývatn stendur nýjasta Icelandair-hótelið, Icelandair hótel Mývatn, sem opnað var í júlí 2018. Arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat hannaði hótelið, en hann hefur starfað um árabil með Icelandair. Hann hannaði til dæmis Canopy Reykjavík hótelið sem stendur við Hverfisgötu.

Hótelið byggir á grunni gamla hótel Reynihlíðar sem nú hefur verið endurgert, auk nýrrar viðbyggingar. Nýja hótelið telur alls 59 herbergi og veitingastað, auk þess að hýsa mjög fallegan lítinn fundarsal, Veiðistofuna, sem þykir ansi vel heppnaður.

Hótelið við Mývatn státar af einstakri uppröðun á hlutum, formum, efnum og áferð. Litagleði er við völd án þess að fólk upplifi og mikinn glundroða,. Litunum er raðað saman af mikilli næmni og ekkert truflar fegrunarskyn gestanna. Arkitektinn reyndi ekki á nokkurn hátt að endurspegla ótvíræða náttúrufegurð Mývatnssveitar heldur opnast allt annar heimur þegar inn á hótelið er komið.

Tilvísanirnar eru því ekki í liti og náttúru landsins heldur í líf og störf heimamanna, gestrisni þeirra, hjartalag og auðvitað lífsgleði þeirra sem bjuggu á staðnum á árum áður.

Mikið er um kómískar ljósmyndir á veggjum hótelsins af fólki úr sveitinni, en þær eru eftir Max Wibe Lund, ljósmyndara sem margir þekkja undir nafninu Mats. Hann dvaldi í talsverðan tíma hjá fjölskyldunni við Reynihlíð í kringum 1960 áður en hann varð stjarna á sínu sviði, en hann er í dag þekktur fyrir sínar stórkostlegu landslagsmyndir. Hann hafði brennt sig á fæti í hver í Mývatnssveit og var duglegur að taka skemmtilegar myndir sem urðu svo grunnur í hugmyndavinnu þegar kom að heildarhönnun innanhúss á hótelinu. Litríkir karakterar, gestrisni, þægindi og frumkvöðlastarfsemi eru allt orð sem voru leiðarljós í hönnunarvegferð hótelsins.

Saga Reynihlíðar er einnig sögð í gegnum listaverk sænska listamannsins Michael Johansson. Þar er úrvali hluta frá fyrrverandi Hótel Reynihlíð og annarra heimamanna raðað saman í innsetningu. Hún tengir framtíð og fortíð þar sem hún skapar ramma fyrir nýjar minningar og mögulega kallar fram eldri ferðaminningar með hlutum eins og tjaldborði og myndavél.

Listamaðurinn Leifur Ýmir hefur slegið í gegn með hnyttnum setningum eins og: „Ég splæsi ef þú getur lánað mér.“ Myndir eða réttara sagt hnyttnar setningar eftir hann prýða herbergin ásamt ljósmyndum Mats í bland við íslensk listaverk og litaglöð plaköt. Stemningin í þessari samsetningu er heillandi og skemmtileg. Skúlptúrar Aðalheiðar Eysteinsdóttur eru eitt einkenna Icelandair-hótela og er hótelið á Mývatni ekki undanskilið þar sem tröllskessan Björg tekur á móti gestum við innganginn.

Gamli bærinn, sem er við hlið hótelsins, hefur verið griðastaður heimamanna og ferðalanga í mat og drykk í fjölda mörg ár. Hann hefur nú fengið talsverða upplyftingu í takt við nýja hótelið. Breytingarnar voru frumsýndar ásamt nýjum matseðli um hvítasunnuhelgina. Það ætti því engum að leiðast á þessu litaglaða og skemmtilega hóteli á Norðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál