Heimili Guðfinnu Magg er komið í jólafötin

Ljósmynd/Guðfinna Magg

Heimili Guðfinnu Magnúsdóttur er komið í jólabúning en hún er hrifnari af einföldum skreytingum en íburðarmiklum. Mildir litir og látleysi ráða ríkjum heima hjá henni. 

Guðfinna er einn af eigendum VIGT en fyrirtækið rekur hún ásamt móður sinni og systrum. Þær framleiða húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið sem eru mikil heimilisprýði. Guðfnna er komin í aðventugírinn og er nú þegar búin að skreyta á sinn látlausa hátt.

„Á aðventunni jafnast fátt á við að kveikja á kertum, það veitir birtu og yl. Kertaljós er einföld leið til að koma heimilinu í hátíðarbúning og það færist einhver ró yfir mannskapinn. Náttúrulegar skreytingar, falleg blóm og grænar greinar fá að njóta sín í vösum hér og þar í bland við jólamuni,“ segir Guðfinna.

Ljósmynd/Guðfinna Magg

Hvað finnst þér skipta mestu máli að gera svo heimilið verði jólalegt?

„Opna húsið fyrir vinum og vandamönnum. Það sem skiptir mestu máli er að koma saman með ástvinum og deila dýrmætum augnablikum, njóta gamalla hefða og skapa nýjar. Jólin eru á næsta leiti þegar jólatréð er komið upp.“

Föndrar þú sjálf fyrir jólin?

„Ég föndra ýmislegt með börnunum mínum og skreyti piparkökuhús. Dóttir mín er helsti drifkrafturinn þegar kemur að föndrinu. Í mörgum tilfellum finnum við góða staði í húsinu fyrir jólaföndrið.“

Ljósmynd/Guðfinna Magg

Hvernig leggur þú á borð fyrir jólin?

„Jólaboð eru hápunktur þessarar árstíðar jafnvel þótt þau þurfi að vera aðeins fámennari í ár.

Ég raða saman dúk, diskamottum, kertaljósum, servéttum og afskornum blómum í fallegum tónum.“

Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál