Þessi einkaklúbbur breyttist í íbúð

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Dalbrekku í Kópavogi er að finna sögulega íbúð sem hönnuð var á sínum tíma sem einkaklúbbur. Smartland hefur heimildir fyrir því að hópur af mönnum hafi fjárfest í húsnæðinu til þess að hafa pláss fyrir sig og var Íris Björk Jónsdóttir fengin til að hanna slotið. Á þeim tíma var hún í fullu í fasteignabransanum en rekur nú skartgripafyrirtækið Vera desing. Smartland fjallaði um þennan stórkostlega einkaklúbb árið 2012 þegar slotið fór á sölu. 

Árið 2012 festi Jóhann Gunnar Arnarsson kaup á íbúðinni og gerði hana að sinni. Margir þekkja hann sem dómara í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2. Hann býr í íbúðinni ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, þjónustu- og upplifunarstjóra Þjóðleikhússins. 

Eins og sést á myndunum hefur Jóhann Gunnar búið sér mikinn ævintýraheim. Svarta eldhúsið er á sínum stað en steinateppið hefur vikið fyrir parketlögðum gólfum. Með breyttu húsgagnavali er hægt að gjörbreyta um stemningu eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Dalbrekka 23

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál