Þessi einkaklúbbur breyttist í íbúð

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Dalbrekku í Kópavogi er að finna sögulega íbúð sem hönnuð var á sínum tíma sem einkaklúbbur. Smartland hefur heimildir fyrir því að hópur af mönnum hafi fjárfest í húsnæðinu til þess að hafa pláss fyrir sig og var Íris Björk Jónsdóttir fengin til að hanna slotið. Á þeim tíma var hún í fullu í fasteignabransanum en rekur nú skartgripafyrirtækið Vera desing. Smartland fjallaði um þennan stórkostlega einkaklúbb árið 2012 þegar slotið fór á sölu. 

Árið 2012 festi Jóhann Gunnar Arnarsson kaup á íbúðinni og gerði hana að sinni. Margir þekkja hann sem dómara í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2. Hann býr í íbúðinni ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, þjónustu- og upplifunarstjóra Þjóðleikhússins. 

Eins og sést á myndunum hefur Jóhann Gunnar búið sér mikinn ævintýraheim. Svarta eldhúsið er á sínum stað en steinateppið hefur vikið fyrir parketlögðum gólfum. Með breyttu húsgagnavali er hægt að gjörbreyta um stemningu eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Dalbrekka 23

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is