„Alli ríki“ keypti rándýrt hús í Fossvogi

Aðalsteinn Jóhannsson er kallaður „Alli ríki„ af vinum sínum.
Aðalsteinn Jóhannsson er kallaður „Alli ríki„ af vinum sínum.

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, eða „Alli ríki“ eins og hann er kallaður af vinum sínum, hefur fest kaup á glæsihúsi við Grundarland 21 í Fossvogi. 

Húsið er 377 fm að stærð og er fasteignamat þess 234.550.000 kr. Ekkert hefur verið sparað við byggingu hússins sem stendur á góðum stað alveg við Fossvogsdalinn. Húsið keypti hann af Hjalta Gylfasyni framkvæmdastjóra Mannverks og Þórunni Oddnýju Steinsdóttur lögfræðingi. 

Smartland sagði frá því árið 2018 þegar „Alli ríki“ hélt glæsiveislu í Iðnó í tilefni af 40 ára afmæli sínu: 

Næst þegar hann býður í teiti getur hann væntanlega haldið það heima hjá sér, ekki í Iðnó, því í húsinu við Grundarland eru myndarlegar stofur, hátt til lofts og vítt til veggja. Það ætti því að fara þokkalega um hann og gesti hans.

mbl.is