Eignir munu halda áfram að hækka

Ásdís Ósk Valsdóttir, framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Húsaskjóli, segir að fólk vilji vita hvers virði eignir þess eru. Þess vegna lét Húsaskjól gera reiknivél þar sem fólk getur fengið upplýsingar um hvað það er með í höndunum. Marta 

Við hjá Húsaskjóli fasteignasölu fáum mjög oft beiðni um að skjóta á verð á fasteign, annaðhvort á staðnum eða í gegnum síma. Fólk er mikið að spá í verðið á sinni eign. Hversu mikið hefur hún hækkað? Voru þetta góð kaup á sínum tíma? Hafa framkvæmdir sem ég fór í aukið virði eignarinnar? Þetta eru einnig algengustu spurningarnar sem við fáum í til dæmis í fermingarveislum og jólaboðum. Hvernig er markaðurinn? Hvernig heldur þú að hann þróist og getur þú skotið á verðið á minni eign?“ segir Ásdís Ósk.

Reiknivélin er hugsuð sem fyrsta skref fyrir seljendur til að fá svona grófa mynd á hvers virði eignin þeirra er.

„Hún er svona gróft viðmið og margar breytur sem skipta máli, s.s. hversu langt er síðan þú keyptir og hefur þú farið í miklar endurbætur. Ef fólk vill síðan fá vandað verðmat er hægt að bóka tíma hjá fasteignasala í kjölfarið. Við hjá Húsaskjóli fasteignasölu vitum að það er flókið að finna rétt verð á fasteign og sjö punkta verðmatsgreiningin okkar byggist á sjónskoðun á staðnum, úttekt á eigninni og jafningjarýni til að finna rétt verð. Við skoðum sölusögu eignarinnar, seldar eignir í hverfinu sem og óseldar samanburðareignir. Seljendur hafa verið mjög ánægðir með þessa nýjung þar sem hún sparar í raun bæði þeim og okkur sporin ef tilgangurinn með verðmatinu er bara að fá að vita hvers virði eignin þín er svona cirka en ekki verið að setja á sölu.“

Ásdís Ósk segir að reiknivélin hafi sparað mörgum sporin.

„Reiknivélin er bara ein af mörgum nýjungum sem Húsaskjól fasteignasala hefur innleitt á síðustu tveimur árum. Við erum búin að láta skrifa heildarupplýsingakerfi sem sparar bæði viðskiptavinum og starfsmönnum sporin. Tímasparnaðurinn hjá starfsmönnum er um 35% og geta þeir því nýtt tímann til að þjónusta okkar viðskiptavini ennþá betur. Viðskiptavinir okkar geta fylgst með öllu söluferlinu sem er orðið mun sjálfvirkara og gegnsærra en áður.“

Hún segir að 2021 hafi verið mjög óhefðbundið ár hvað fasteignasölu varðar.

„Mikill hraði og miklar verðhækkanir einkenndu 2021 og ég man ekki eftir svona látum á mínum 19 ára ferli.“

Hvernig verður 2022?

„Greiningardeild Húsaskjóls spáir því að fyrri hluti 2022 verði svipaður og 2021 og spilar þar til dæmis inn í að fleiri flytja til landsins en frá landinu og ennþá er framboðsskortur. Okkar mat er því að það borgi sig ekki að bíða og sjá hvernig markaðurinn þróast þar sem eignir munu líklega halda áfram að hækka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »