185 milljóna hönnunarparadís á Álftanesi

Ljósmynd/Gandri Bergmann

Við Tjarnarbrekku á Álftanesi er að finna sérlega eigulegt 300 fm einbýlishús sem innréttað er á skapandi hátt. Húsið var byggt 2014 og stendur á 763 fm lóð innst í götunni.

Húsið er í eigu fjárfestisins Benoit Chéron og Caroline Chéron. Hún er franskur innanhússstílisti sem rekur hönnuanrfyrirtækið Bonjour Studio. Lesendur Smartlands ættu að þekkja hana en svolítið hefur verið fjallað um verk hennar síðustu ár. Hún er óhrædd við að blanda saman ólíkum litum og er stíllinn á því sem hún hannar svolítið öðruvísi en gengur og gerist á íslenskum heimilum. 

Húsið er á tveimur hæðum. Neðri hæðin er aðalhæðin en svo er gengið upp á aðra hæð en þar er að finna 46 fm hjónasvítu með útgengi út á þaksvalir. Í eldhúsinu eru dökkar innréttingar en íbúar hússins hafa gert margt skemmtilegt tengt hönnun til að hafa heimilið meira lifandi. Í stofunni er til dæmis veggfóður á heilum vegg sem er eins og listaverk. 

Húsin sem standa við Tjarnarbrekka á Álftanesi voru flest byggð 2007 og árin þar í kring. Austanmegin við götununa er mikið fuglalíf en þangað koma fuglarnir á vorin til að verpa. Þetta hús ætti því að henta þeim sem þrá frið og ró og óspillta náttúru. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnarbrekka 13

Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
Ljósmynd/Gandri Bergmann
mbl.is