Láland 23 selt fyrir 200 milljónir

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Við Láland í Fossvogi er að finna 216 fm einbýli sem byggt var 1974. Síðan húsið var byggt hefur það verið endurnýjað mikið. Smartland fjallaði um húsið 2018 þegar það var til sölu. Í mars á þessu ári var það selt aftur en var aldrei auglýst til sölu. 

Alexander Kristján Guðmundsson og Hildur Ragna Kristjánsdóttir keyptu húsið fyrir 200 milljónir. Alexander var fjármálastjóri Glitnis fyrir hrun og var töluvert í fréttum í tenglum við Glitni. Nú vinnur hann hjá Matorku. Hildur er skrifstofustjóri á lögmannsstofunni Logos. Þau bjuggu áður við Hjálmakur í Garðabæ en Arnar Þór Stefánsson lögmaður og LEX og Sunna Jóhannsdóttir keyptu húsið fyrir 310 milljónir. 

Það ætti að fara vel um Alexander og Hildi í Fossvoginum enda Láland neðst í dalnum þar sem veðursæld ríkir. 

Húsið við Láland 23 er á einni hæð.
Húsið við Láland 23 er á einni hæð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is