Listrænt og skapandi við Hlíðarenda

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Valshlíð í Reykjavík er að finna 99 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2020. Eignin hefur verið fallega innréttuð þar sem stílhreinir húsmunir og skemmtileg list mætast og skapa afar notalega stemningu. 

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í opnu alrými. Á milli borðstofu og stofu hefur bókaskáp verið komið fyrir sem brýtur rýmið upp á skemmtilegan máta og gefur eigninni mikinn sjarma.

Í borðstofunni er fallegt gult Flowerpot-loftljós úr smiðju danska arkitektsins Verner Panton sem tónar afar vel við gula Moccamaster kaffivél í eldhúsinu. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, en þar fær guli liturinn einnig að njóta sín – annarsvegar á veggjum og hins vegar í gluggatjöldum. 

Í stofu og borðstofu eru veggirnir þaktir fallegum myndum, en gólfsíðir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Þá hefur notalegum hengistól verið komið fyrir í stofunni sem gefur rýminu án ævintýralegan blæ. 

Af fasteignavef mbl.is: Valshlíð 6

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda