Íslenskt félag selur 219 milljóna sveitasetur í Þýskalandi

Sveitasetrið í Þýskalandi er afar glæsilegt.
Sveitasetrið í Þýskalandi er afar glæsilegt. Samsett mynd

Glæsilegt sveitasetur í Þýskalandi er nú til sölu á íslenskum fasteignamarkaði. Ástæðan er sú að eignarhaldið liggur í íslensku einkahlutafélagi, ekki liggur fyrir hver á fyrir félagið. Eignin á sér langa sögu en hún er yfir 170 ára gömul. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Húsið er nálægt þýsku borginni Trier en þaðan er stutt til Lúxemborgar. Dæmi er um að fólk sem sækir vinnu til Lúxemborgar búi í Trier eða nágrenni. 

Upphaflega var húsið mylla en nú er íbúðarhúsnæðið tæpir 350 fermetrar. Það er nóg af auka rými en eigninni fylgir meðal annars hlöðuloft, gamalt fjós eða hesthús og yfirbyggð bílskýli. 

Einn helsti kostur sveitasetursins er staðsetningin, en eignin er staðsett nærri Mósel í Þýskalandi og er því stutt í vínræktarhéruð. Umhverfið er draumi líkast en sveitasetrið liggur á rúmlega fimm hektara lóð og þar af er hálfur hektari af skóglendi auk akurlendis. Meðfram lóðinni liggur fallegur lækur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sveitasetur í Þýskalandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál