Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. 

Eldhús og stofa eru á fyrstu hæð og er hægt að opna eldhúsið upp á gátt en fyrir utan er huggulegur garður. Á annarri hæð, þriðju og fjórðu hæð eru herbergi og baðherbergi. 

Heiðrún Anna flutti frá Íslandi fyrir 21 ári til þess að vinna að tónlist en fyrir 11 árum gripu örlögin í taumana þegar hún kynntist eiginmanni sínum en saman eiga þau þrjú börn. 

Í vor stefnir hún að því að gefa út plötu sem hún hefur unnið að í töluverðan tíma.  

mbl.is