Aðstoðar fólk að læra sjálft

Brynja Bragadóttir markþjálfi og pistlahöfundur á Smartlandi.
Brynja Bragadóttir markþjálfi og pistlahöfundur á Smartlandi. Þórður Arnar Þórðarson

„Á síðustu árum hefur markþjálfun (e. coaching) gegnt miklum vinsældum í Evrópu, Bandaríkjunum og fleiri stöðum í heiminum. Til eru nokkrar tegundir markþjálfunar, svo sem stjórnendamarkþjálfun og markþjálfun á afmörkuðum lífssviðum (t.d. vinna eða heilsa). Á síðustu árum hefur markþjálfun verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. En hvað nákvæmlega er markþjálfun? Er markþjálfun það sama og sálfræðimeðferð (e. therapy)? Er markþjálfun það sama og handleiðsla (e. mentoring)? Svarið við síðarnefndu spurningunum er nei. Markþjálfun er hvorki sálfræðimeðferð né handleiðsla,“ segir markþjálfinn og ráðgjafinn Brynja Bragadóttir í sínum nýjasta pistli.

„Það sem einkennir sálfræðimeðferð (og ekki markþálfun) er að verið er að vinna með andleg vandkvæði. Handleiðsla snýst svo um að kenna og leiðbeina. Markþjálfun snýst hins vegar um það að virkja einstaklinginn. Markþjálfun gerir ráð fyrir að einstaklingurinn hafi þann styrk sem hann þarf til að ná markmiðum sínum. Hlutverk markþjálfans er að draga fram þennan styrk.“

Markþjálfun snýst einkum um það að:

  • Spyrja réttra og góðra spurninga
  • Aðstoða fólk að læra sjálft í stað þess að kenna því

„Tilgangurinn getur ýmist verið sá að auka meðvitund (t.d. um aðstæður í einkalífi) eða bæta árangur (t.d. í vinnu). Í markþjálfun er mikilvægt að samkomulag liggi fyrir milli markþjálfans (e. the coach) og marksækjandans (e. the coachee) um að það sé markþjálfun sem á sér stað, en ekki t.d. handleiðsla,“ útskýrir Brynja.

Nýta má markþjálfun á marga vegu, t.d. til við:

  • Árangursstjórnun
  • Áætlunargerð
  • Verkefnalausn
  • Persónulega þróun

„En hvað einkennir þá góðan markþjálfa? Góður markþjálfi þarf að búa yfir ýmsum eiginleikum. Hann þarf t.d. að vera fær um að skapa gott samband milli sín og annarra, vera góður hlustandi, opinn og sveigjanlegur. “

„Markþjálfinn gengur út frá því að marksækjandinn sé heilbrigður einstaklingur. Markþjálfinn gengur einnig út frá því að marksækjandinn hafi sjálfur þau svör sem hann þarf hverju sinni. Þá gengur markþjálfinn út frá því að hann og marksækjandinn séu jafningjar.“

„Fyrir hverja er markþjálfun? Markþjálfun gagnast öllum sem vilja gera breytingar, hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Breytingarnar geta t.d. falist í bættum árangri, bættri heilsu eða minni streitu. Markþjálfunin getur ýmist farið fram í viðtölum eða á netinu.“

„Nú þegar nýtt ár gengur í garð vilja margir gera breytingar. Ef þú ert í þeim hópi er markþjálfun ef til vill fyrir þig!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál